Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Qupperneq 32
32 – Sjómannablaðið Víkingur
Í 4. tbl. Víkingsins frá 2010 kemur
fram á síðu 22, í greininni ,,Stral-
sundararnir” sem undirritaður tók
saman, að Hafþór NK-76 hafi tekið þátt í
að verja landhelgina í síðasta þorska-
stríði. Hér er um staðlausa stafi að ræða
sem beðist er velvirðingar á.
Fiskiskipið sem þarna er minnst á og
tók þátt í að verja landhelgina í síðasta
þorskastríði var aftur á móti skuttogar-
inn Baldur EA-124 frá Dalvík sem var
einn af sjö skuttogurunum sem byggðir
voru í Póllandi og afhentir á árunum
1972 og 1974. Baldur var ekki sá eini af
þessum 7 togurum sem tók þátt í að
verja landhelgina það gerði einnig skut-
togarinn Ver AK-200, frá Akranesi.
Skipin voru hönnuð og byggð af
skipasmíðastöðinni Gdynia Shipyard,
Gdynia Póllandi en umboðsaðili hennar
hér á landi var Vélasalan h.f. Reykjavík.
Á árinu 1972 afhenti stöðin tvö
fyrstu skipin, Vigra RE-71, sem kom til
Reykjavíkur 16. okt. ’72, og Ögra RE-72,
sem kom til Reykjavíkur 20. des. ’72.
Eigandi Ögurvík h.f. Reykjavík.
Hin skipin fimm komu síðan til
landsins á árinu 1974. Þeirra fyrst var
Engey RE-1 sem kom 15. mars ´74 og
síðan komu hin koll af kolli, en síðastur
í röðinni var Guðsteinn GK-140 sem
kom til landsins í ágúst 1974.
Þrátt fyrir að þessi skip hafi verið
byggð í meginatriðum samkvæmt sömu
teikningu voru síðari 5 skipin aðeins
stærri eins og fram kemur í töflunni hér
að neðan.
Í efri töflu á næstu síðu kemur fram
að seinni skipin fimm voru rúmum 2%
stærri mæld í brl., sem leiddi til þess að
fiskilestin var um 55 m³, 11,58% stærri.
Aðalvélin var um 612 kW, eða 38,35%
stærri, sem leiddi til þess að stækka
varð olíugeymana um 38m³ 35,51%. Í
þessu samhengi er athyglisvert að bera
saman ganghraðann í reynslusiglingunni
en hann jókst aðeins um 1,3 sm (8,7%)
þrátt fyrir að vélaraflið hafi verið aukið
um 38,35% eins og áður hefur komið
fram.
Fróðlegt væri að bera saman árangur
skipanna til þess að átta sig því hvort
þessi mikla aukning á vélarafli hafi
skilað sér í aukinni veiði. Sá samanburð-
ur er að sjálfsögðu mögulegur a.m.k. á
milli þeirra skipa sem gerð voru út frá
sama útgerðarstað en flest skipin voru
gerð út frá Reykjavík lengst af.
Engu að síður er samanburður af
þessu tagi háður fjölmörgum vafaatrið-
um, svo sem veiðarfærum og öðrum
búnaði sem engin leið er að leggja mat á.
Sömuleiðis kemur aflasæld skipstjóranna
og áhöfn skipanna þar við sögu.
Í heildina báru þessi sjö skip 29 nöfn
Helgi Laxdal
Pólsku togararnir sjö
Pólsku togararnir 7 frá skráningu til afskráningar
Skr.nr. Nafn Umd. nr. Skráður Afskr. Afdrif Lokanafn Fj. N.
1265 Vigri RE-71 16.10.‘72 18.04.‘07 Ureltur-brj.Danm. Haukur ÍS-847 3
Nöfn: Vigri RE-72, Skagfirðingur SK-4 og Haukur Ís-847
1268 Ögri RE-72 20.12.‘72 26.08.‘03 Seldur til Póllands Bravo SH-163 5
Nöfn: Ögri RE-72, Akurey RE-3, Bravo SH-543, Bravo SH-?? Og Bravo SH-163
1360 Engey RE-1 15.03.‘74 Á skrá Kleifarberg ÓF-2 2
Nöfn: Engey RE-1 og Kleifarberg ÓF- 2
1365 Hrönn RE-10 19.04.‘74 13.10‘05 Seldur til Belize Sjóli HF-1 4
Nöfn: Hrönn RE-10, Viðey RE-6, Sjóli HF-1og Sjóli Hf-1
1383 Baldur EA-124 12.06.‘74 12.12.‘03 Seldur til Eistlands Eldborg RE-13 5
Nöfn: Baldur EA-124, Hafþór RE-40, Skutull Ís-180, Eldborg HF-67 og Eldborg RE-13
1376 Ver AK-200 01.07.‘74 02.10.‘08 Seldur til Noregs Víðir EA-910 5
Nöfn:Ver AK-200, Jón Dan GK-141, Apríl HF-347, Víðir HF-201 og Víðir EA-910
1369 Guðsteinn GK-140 08.08.‘74 13.10.‘05 Seldur til Englands Norma Mary EA-12 5
Nöfn: Guðsteinn Gk-140, Akureyrin EA-10, Akureyrin EA-110, Akureyrin EA-510 og Norma Mary EA-12
Baldur EA – um tíma varðskipið Baldur – en seinast Eldborg RE 13. Og nú er hann Eista.
Ljósmynd: Hilmar Snorrason.