Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Blaðsíða 34
34 – Sjómannablaðið Víkingur verið færð upp í 3200 kW við 530 sn/ mín. Uppfærslan virðist hafa farið fram í tveimur þrepun en í upphafi árs 1995 var vélin skráð 2868 kW en eftir að skip- ið fékk nafnið Yaiza var aðalvélin skráð 3200 kW. Fyrir liggur að í engu þessara skipa hefur verið skipt um aðalvél hvorki í þeim sem búið er að úrelda né í hinum sem enn eru í rekstri. Ástæða þess er ef til vill sú að vél- arnar voru alltaf keyrðar á litlu álagi sem hugsanlega skýrir það líka hve vel þær komu út á svartolíu, samanber skýrslu Tæknideildar Fiskifélags Íslands ,,Svartolíubrennsla í íslenskum skipum“ frá í desember 1981. Þar eru listaðir upp keyrslutímar á hinum ýmsu véla- hlutum þeirra véla í fiskiskipum sem þá brenndu svartolíu. Í töflu á síðu 54 í skýrslunni kemur meðal annars fram að keyrslutími útblástursloka á milli skoðana, á nefndum Zulser vélum, var um 12000 tímar og á eldsneytislokunum um 3000 tímar. Til samanburðar var keyrslutíminn á útblásturslokunum í Niigata vélunum 2400 tímar eða um 20% af keyrslutíma útblásturslokanna í Zulservélunum og á eldsneytislokunum um 1900 tímar eða um 63% af keyrslu- tíma eldsneytislokanna í Zulser vélun- um. Þessi mikli munur skýrist hugsan- lega af því að vélarnar frá Niigata sem voru í japönsku togurunum voru skráðar miðað við að þær gætu skilað um 90% af því hámarks stöðugu álagi sem hönnun þeirra miðaði við. Vigri og Ögri voru ögn smærri en hinir fimm Pólverjarnir. Myndin er af Hauki ÍS, áður Vigra RE. Ljósmynd: Hilmar Snorrason.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.