Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Blaðsíða 38
38 – Sjómannablaðið Víkingur
báturinn var kominn á rek að Þórði þar
sem hann lá í sjónum. Þeir voru klárir
með fiskihaka og hélt Einar á hakanum
og náði í sjógallann hans Þórðar í fyrstu
atrennu sem síðan var borinn inn í
brúna og lagður á gólfið þar sem Jens
hóf þegar lífgunartilraunir með blásturs-
aðferðinni. Fljótlega færðist líf í Þórð og
voru fyrstu merki um farsælan endi
ámátlegt baul sem við þessar aðstæður
hljómaði sem englasöngur í mínum eyr-
um. Þarf ekki að orðlengja það að ör-
fáum mínútum síðar var Þórður staðinn
upp, mjög kaldur, en sjórinn hefur
sennilega verið sex til sjö gráður. Var
hann síðan studdur í kojuna mína og
hlúð að honum þar.
Mannskaðaveður áfram
Ekki var raunum okkar lokið því veðrið
var nú orðið svo vont að stór hætta var á
ferðum. Hver brotsjórinn eftir annan
skall á bátnum og fann ég mjög til þess
hvað maður er smár í baráttunni við
náttúruöflin. Jóhannes Gunnar frá
Grindavík fékk á sig einhver brot og
laskaðist mikið, meðal annars fóru
nokkrar rúður úr brúargluggum. Einn
skipstjórinn stakk uppá að bátarnir
reyndu að snúa undan veðrinu og lensa
á meðan það versta gengi yfir.
Ég reyndi að sigla með stefnu til
Patreksfjarðar til að koma Þórði sem
fyrst undir læknishendur en hann var
mjög dasaður eftir veruna í sjónum. Ég
sá strax að það gengi aldrei og gerði ég
eins og hinir og snéri undan. Við vorum
ekki búnir að lensa lengi þegar feikna-
mikið brot kom aftan á bátinn og mátti
engu muna að hurðirnar á brúnni gæfu
sig, sérstaklega bakborðsmegin. Sem
betur fór héldu þær en öflugur trékassi
með gúmmíbjörgunarbáti, sem staðsettur
var á bátapallinum í bak, fór í mask en
það tókst að ná bátnum áður en hann fór
í sjóinn og draga hann inn í brú. Seinni-
part daginn eftir fór veðrið að ganga nið-
ur og var stefnan tekin á Patreksfjörð.
Við komum þangað morguninn eftir.
Þórður var farinn að jafna sig en var með
mikla strengi og stirður.
Ekkert kom í ljós við læknisskoðun
annað en að Þórður hafði kviðslitnað
þegar hann var dreginn um borð. Hann
vildi ekki verða eftir á Patreksfirði og
kom með okkur út á veiðar.
„Betri þóttu handtök hans“
Við drógum netin tvisvar enn og fórum
síðan til Þorlákshafnar að skila netunum.
Síðan var lagt af stað til Þýskalands í
söluferðina. Hafsteinn Ásgeirsson, út-
gerðamaður bátsins, sigldi en ég fór í frí.
Þeir fengu á sig mjög vont veður á heim-
leiðinni og slitnuðu niður loftnet og gátu
ekki haft samband við land í tvo sólar-
hringa og var farið að óttast að eitthvað
hefði komið fyrir. En allt fór þetta nú vel
að lokum.
Mér verður oft hugsað til þessara at-
burða, sérstaklega þegar vond veður eru
í aðsigi. Að þetta færi svo vel sem raun
varð er ótrúleg röð af tilviljunum. Ef þeir
Þórður og Jens hefðu báðir farið að laga
keðjuna hefðu þeir báðir lent í sjónum
og við örugglega aldrei náð nema öðrum
þeirra. Það að Jens varð eftir skipti líka
sköpum því að hann var með kennslu-
réttindi í blástursaðferðinni og hafði
raunar lent í að lífga úr dái áður.
Ég hef oft hugsað til hans Einars sem
húkkaði í gallann í fyrstu atrennu, vit-
andi að ef mistækist í fyrstu væri mögu-
lega ekki önnur í boði. Það er ljóðlína
sem ég hugsa stundum um en þar segir;
„betri þóttu handtök hans
heldur en nokkurs annars manns.“
Þessi orð eiga vel við þennan stóra,
þögla, handsterka mann.
Álkan skimar út á Látragrunnið þangað sem
bátarnir færðu sig þegar veður versnaði.
Þá er komið að lausn páskagetraunarinnar. Lesendur voru
iðnir við að senda inn svör. Margir hittu naglann á höfuð-
ið en upp úr hattinum komu nöfn Gunnlaugs Sigmarssonar,
Fellsbraut 9, 545 Skagaströnd og Þuríðar Haraldsdóttur,
Mánagötu 11, 730 Reyðarfi rði sem þakkaði gott blað í eftir-
mála. Víkingur þakkar þau hlýju orð um leið og hann óskar
þeim Gunnlaugi og Þuríði til hamingju. Takk öll sömul fyrir
þátttökuna.
Já, og áður en lengra er haldið; verðlaunabækurnar eru úr
hinni gríðarvinsælu gamansagnaritröð Bókaútgáfunnar Hóla;
Hæstvirtur forseti, sem eru gamansögur af alþingismönnum, og
Með lífið í lúkunum, gamansögur af íslenskum læknum.
Þá að réttum svörum:
1.
Hvað hét skipið? Nóva
Hvaða vöru flutti það? Efni í tunnur
2.
Hvaða sker er hér um að ræða? Súlnasker
Hver var hinn stórvaxni maður sem
hjálpaði trúaða manninum? Skerpresturinn
3.
Hvaða atburður er þetta? Flóabardagi
Hvar átti hann sér stað? Á Húnaflóa
4.
Hvaða staður er þetta? Eyrarbakki
Hvað hét farmaðurinn? Þórarinn Nefjólfsson
Hvaða eyju ágirntist konungurinn? Grímsey
5.
Hvaða eyja er þetta? Eldey
Hvað hét maðurinn? Hjalti Jónsson
6.
Hvaða skip var þetta? Hvassafell
Hvar strandaði það? Við Flatey á Skjálfanda
7.
Hver var þessi lögreglustjóri? Hannes Hafstein
Hvar átti þessi atburður sér stað? Á Dýrafirði
8.
Hvað heitir ljóðið? Hrafnistumenn
Hver er höfundurinn? Örn Arnarson
9.
Hvað heitir hellirinn? Bolabás
Hvað var vættur þessi kallaður? Urðarboli
10.
Hvað hét jarlinn? Hákon
Hverjum gaf hann skipið? Þráni Sigfússyni
Hvað hét skipið? Gammur
Hver var frændinn sem jarlinn nefndi? Gunnar Hámundarson
Úr hvaða riti er þessi frásögn? Njálu
Guðrún B. Jónsdóttir
og Þórður Vilhjálmsson Páskagetraunin - úrslit