Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Blaðsíða 39
Sjómannablaðið Víkingur – 39 Það skeði áður en „terroræðið“ byrj- aði og Tvíburaturnarnir hrundu. Fyrir Víetnam- og Persafl óastríð. Og áður en „Múrinn“ reis. Og áður en orðið „terror“ komst inn í orðabækur. Stærsti „terror“ þess tíma var Ægir konungur. Árið er 1952, mánuðurinn janúar, sem varð sjófarendum á Norður- Atlantshafi erfi ður. Þar geysaði ofviðri. „Flying Enterprise“ lá á hliðinni suður þar og Gullfaxi Flugfélagsins var veð- urtepptur í Prestvík. Laxfoss komst hvorki lönd né „strönd“. Sænska fl utn- ingaskipið Bláfell lagði af stað frá Gdynia áleiðis þann 7. til Norðfjarðar. Eldborg lá verkefnalaus í Borgarnesi. Verið var að útbúa skipið til síldar- fl utninga við Noreg en til þess hafði það verið leigt. Víða um land lágu fl utn- ingaskip við bryggjur. Vélbátar reru frá verstöðvum þegar færi gafst. Veðurspáin Svona lýsir Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur veðrinu í byrjun janúar 1952: „Lægðin sem olli óveðrinu 5. janúar var dæmigerð illviðrislægð á miðjum vetri. Hún dýpkaði ört djúpt suðvestur af landinu og leið lægðarmiðjunnar lá skammt fyrir vestan land. Lægðin fór hratt yfir. Þrýstingur í miðju var nærri 940 hPa um hádegi þennan dag. Loft- vogin stóð þá í 941 hPa í Stykkishólmi. Sunnan lægðarmiðjunnar var afspyrnu slæm SV-átt og veðrið varð hvað verst fljótlega í kjölfar lægðarmiðjunnar. Stormur af suðvestri hélst á landinu og ekki síst á miðunum fyrir vestan og sunnan land allt til 7. janúar. Veðurkortið sýnir jafnþrýsti- línur með 10 hPa millibili (en ekki 5 hPa eins og venja er). Um veðurspá fyrir illviðrið 5. jan- úar.“ Fróðlegt er að skoða veðurspár Veðurstofu Íslands í aðdraganda lægðarinnar, en spábækur með handskrifuðum veðurspám eru varðveittar í skjalasafni Veður- stofu Íslands. Við verðum að hafa hugfast að þetta er löngu fyrir tíma allra tölvureikninga á veðrinu, ferlum lægða, gerfihnattamynda o.s.frv. Einu tól veðurfræðinga voru athuganir sem hingað bárust með loftskeytum. Þær voru færðar inn á kort af N-Atlantshaf- inu. Greining veðurkerfanna var því oft á tíðum hálfgerð ráðgáta. Að kvöldi 4. janúar skrifar veður- fræðingur í spábókina: „Djúp lægð nálg- ast suðvestan úr hafi.“ Spáin fyrir suðvesturmið, Faxaflóamið og Breiðafjarðarmið kl. 22 hljóðaði svo: „SV-gola fram eftir nóttu, en SA-stormur og rigning um eða upp úr hádegi á morg- un.“ Það segir sína sögu um óvissuna að vel má sjá að orðin „upp úr hádegi“ eru skrifuð ofan í aðra tímasetningu sem þurrkuð var út með strokleðri áður en spáin var lesin í útvarp. Miðað við það sem síðar varð ljóst getur þessi veðurspá alls ekki talist góð, en Veðurstofunni var vorkunn, afar litlar upplýsingar var að hafa og fátt sem benti til þess hve djúp eða hversu hratt lægðin færi yfir. Kl 10:10 morguninn eftir, eða þann 5., þegar lægðarmiðjan var komin upp að landinu, var komin betri mynd á stöðu mála. Þó getur veðurfræðingur þess og lætur lesa í útvarpi með spánni: „Engar veðurfregnir hafa borist sunnan af hafinu í morgun og er því nokkur óvissa um stefnu lægðarinnar og hraða.“ Spáin hljóðaði þá fyrir miðin fyrir sunnan og vestan land upp á S- og SV-rok fram eftir degi, en vissulega var veðrið þá þegar brostið á eða við það að rjúka upp af suðvestri. Baráttan um borð í Sigrúnu Frá Akranesi reru fjórir bátar aðfaranótt hins 5. janúar, þrátt fyrir slæmt útlit. En spáin var: „Suðaustan kaldi fram á morg- un, en þá líkur fyrir að hvessi á SA með snjókomu.“ Bátarnir voru: Sigrún, Fram, Valur og Ásmundur. Haldið var á svo- kallaða „Norðurslóð“, ca 20-30 sml NV frá Akranesi. Á Sigrúnu AK 71, sem var nýlegur 65 tonna bátur byggður í Dan- mörku 1946 (í eigu Sigurðar Hallbjarn- arsonar h. f. á Akranesi), byrjuðu menn Ólafur Ragnarsson JANÚAR 1952 Sigrúnu AK 71 að koma til hafnar.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.