Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Qupperneq 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Qupperneq 40
40 – Sjómannablaðið Víkingur að leggja línuna eftir 3ja tíma stím og tók það um 1 tíma. Þegar því lauk og verið var að setja út endabaujuna vildi ekki betur til en svo að færið lenti í skrúf-una. Guðmundur Jónsson skip- stjóri stöðvaði vélina að bragði, færið var skor-ið frá og síðan haldið að næsta flotholti. Var nú skollið á SA hvassviðri og sjór allmikill. Guðmundur stóð við stýrið allan tímann sem þeir börðust við of- viðrið og hvað sem á gekk sást honum aldrei bregða. Meðan Sigrún sigldi að næsta bóli og mennirnir fengu kaffi herti veðrið mikið. Vindurinn hafði snúist og var nú komið SV rok, sjólagið versnaði þegar SV stormurinn skall á austanöld- unni. Þetta er að hluta tekið úr bók Sveins Sæmundsonar, Menn í sjávarháska (út- gefinni1966). Síðan er lýst ótrúlegri baráttu skipverja fyrir lífi sínu. Skipið fékk á sig hvern brotsjóinn á fætur öðr- um. En með ósegjanlegum dugnaði og miklum sjómannshæfileikum tókst Guð- mundi og skipshöfn hans að halda bátn- um á floti. Á einum stað stendur: „Veðrið var nú orðið ofsalegt og sjólag með því versta, sem gerist. Brotsjóir risu og hnigu.“ Brú bátsins fylltist og talstöð varð óvirk. Þessa nótt bar Sigrúnu SV yfir Faxa- flóa og kl 6 á sunnudagsmorgunn höfðu bátsverjar landkenningu. Þeir sáu vita og taldi Guðmundur að um Garðskagavita væri að ræða. Þeir myndu því vera í Mið- nessjó. Síðan segir: „Ennþá var veðurofs- inn slíkur að Guðmundur taldi óráðlegt að snúa skipinu undan. Með morgun- skímunni lægði veðrið heldur, þótt enn væri stórviðri. Ekkert sást til lands vegna særoks og myrkurs er þeir hófu undir- búning að siglingu heim á leið. Þeir tóku rúmdýnurnar, gegnvættu þær í olíu og bundu færi um. Um áttaleytið snéri Guð- mundur skipinu undan og hélt með mjög hægri ferð skáhallt undan veðrinu með stefnu næst norðri. Um leið létu bátsverjar dýnurnar fyrir borð og festu færin afturá. Olían smitaði og lægði sjó- ina sem komu æðandi á eftir skipinu, en þessa naut of skamma stund við.“ Þórður Sigurðsson stýrimaður hafði brot- ist upp á brúarþakið til að reyna að sjá til lands. Allt í einu reið brotsjór á skipið stjórnborðsmegin og kastaði því á hliðina. Kristján Fredriksen, annar vélstjóri, sem staddur var í stýris- húsinu sér er Þórð tekur út af þaki stýr- ishússins og lætur Guðmund vita. Svo segir: „Það sem skeði á næstu mínútu- num er næstum því yfirnáttúrulegt.“ Síðan segir frá þegar þeim tekst með harðfylgi að bjarga Þórði sem var orðinn meðvitundarlaus þegar þeir náðu hon- um. En lífgunartilraunir báru árangur og komst Þórður fljótlega til meðvitundar aftur og hresstist brátt. Síðan hélt ferð- inni áfram í æðandi brotsjóum. Þegar bjart var orðið var rokið hið sama, V/B Sigrún sigldi með hægri ferð skáhallt undan veðrinu og snögglega versnaði sjólagið til muna og taldi Guðmundur þá komna í Garðskagaröstina. Þarna varð darraðardansinn ferlegri en nokkru sinni. Þeir höfðu fengið á sig þrjá brot- sjói í þessum róðri. Síðan segir í bók Sveins: „Hverjar sem hugsanir skipstjór- ans hafa verið er þeir sigldu austur yfir Garðskagaröst í trylltum ham, þá sá hon- um enginn bregða, né heldur í annan tíma í þessum hrakningum. Eftir nokk- urn tíma breyttist sjólagið aftur til hins betra og Guðmundur og menn hans sáu að allt hafði verið rétt sem hann hafði sagt um siglinguna.“ Rétt á eftir fann varðskipið Þór bátinn og fylgdi honum til Akraness. Og síðan segir: „Og þegar Sigrún renndi inn á lygnuna fyrir innan enda hafnargarðsins á Akranesi um kl 17 á sunnudag voru um tvö hundruð manns komnir á bryggjuna til þess að taka á móti mönnunum sem svo sannarlega voru heimtir úr helju.“ Af hinum bátunum er það að segja að M/B Valur kom aldrei að landi. En það skeði fleira í þessu fárviðri. V/S Eldborg MB 3 lá við bryggju í Borgarnesi er veðr- ið skall á. Áhöfninni tókst með harðfylgi að koma vélinni í gang og stýra skipinu upp í svokallaða „Samlagsfjöru“. Það er óvíst um leikslok hefði skipið lent í sjálfu Brákarsundinu og í bardaga við Brákarsundsbrúna. Mannlausa skipið Ég fylgdist með þessu eftir að birti laug- ardaginn 5 janúar úr svefnherbergis- glugga foreldra minna. Þegar veðrinu slotaði loks hinn 7 janúar var ég ásamt fleirum staddur við strandstað Eldborgar. Sést þá hvar kemur skip inn fjörðinn og fer nokkuð óvanalega leið en rambar samt framhjá verstu skerjunum. Ástæðan sennilega sú að sjávarhæðin var mikil eftir þetta mikla SV rok. Nema hvað skipið nálgast nú þorpið á réttri leið. Menn með vit á skipum sögðu þetta tog- ara og töldu að þarna færi rammvilltur „tjalli“. Þegar skipið er statt um það bil þvert af Rauðanesi (nes nokkuð vestar í firðinum en þorpið) snarbeygir það í bakborða og strandar á nesinu. Slysavarnarmenn voru farnir að tygja sig til ferðar á strandstað að bjarga mönnum þegar uppgötvaðist að þarna var á ferðinni B/V Faxi (áður Arinbjörn Hersir) sem strokið hafði úr Hafnar- fjarðarhöfn. Hann hafði sem sé slitnað þar frá bryggju og siglt aleinn yfir alla boða og sker inn í Borgarfjörð. Ótrúlegt. Kristján Gíslason vélsmiður, sá kunni skipabjörgunarmaður, náði svo báðum Valur kom aldrei að landi. Eldborgin í Samlagsfjörunni. Myndina er að finna í hinni ágætu bók, „Halló Eldborg“, eftir Matthías Ólafsson, Hassa.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.