Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Qupperneq 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Qupperneq 46
46 – Sjómannablaðið Víkingur félag sjómanna, fagnaði þessari ákvörðun stjórnvalda og óttast ekki að til útflaggana komi enda hafi félagið verið í viðræðum við útgerðir þess efnis að halda breskum skipum samkeppnis- hæfum á alþjóðlegum mörkuðum. Nú er að sjá, hvort frétta- flutningur af launamisrétti á Norrænu sé á rökum reistur – hvort þar sé ef til vill verið að brjóta á Evróputilskipum sem þurfi þá að kæra til réttra aðila. Stór tékki Þeir voru heldur kampakátir hjá Alþjóðasiglingamálastofnun- inni IMO þegar þeir fengu í febrúar s.l. ávísun upp á 324 milljónir sem var árgjald Líberíu til stofnunarinnar. Aldrei fyrr hefur IMO fengið svo háa greiðslu í einu frá aðildarríki en hvert ríki greiðir í samræmi við skipastólinn. Skipastóll Líberíu er nú orðinn 112 milljón tonn sem gerir þá að næst stærsta siglinga- fána heims. Panama er enn í fyrsta sæti en þeir borga stofnun- inni örugglega í mörgum greiðslum. Annars eru ekki mörg ár síðan erfiðlega gekk að fá greiðslur frá Líberíu en þar hefur nú sannarlega orðið breyting á öllum til mikillar gleði. Gámarnir geta ógnað Mikill þrýstingur er nú á Alþjóðasiglingamálastofnuninni IMO um að setja alþjóðlegar reglur um að allir gámar skulu vera vigtaðir á hafnarsvæði áður en þeir fara um borð í skip. Það eru samtök skipaeigenda sem eru í þessari baráttu en þeir benda á að mikill misbrestur sé á sögðum þunga gáma og hinum raun- verulega þunga. Þetta hefur þær alvarlegu afleiðingar að gáma- stæður um borð í skipum gefa sig undan þunga og stöðugleika þeirra er ógnað. Þetta sé á allra vitorði en ekkert gert í málinu. Það þurfi alþjóðareglur til að fá þessu breytt. Alþjóðavinnu- málasambandið ILO hefur aftur á móti hafið skoðun á öryggis- málum tengdum gámum. Þeir horfa til lestunar gáma og hafa bent á þá hættu að hættulegum farmi sé komið fyrir í gámum án þess að það sé látið uppi. Einnig að mörg slys í tengslum við gáma megi rekja til þess að illa hafi verið raðað inn í gámana sem og að þeir séu ofhlaðnir. Nú er að sjá hvort ekki verði fljótlega gerðar auknar kröfur varðandi gámaflutninga. Virki um borð Ein af þeim vörnum sem skipaeigendur hafa komið upp um borð í skipum er að búa áhöfninni virki til að koma sér í ef sjóræningjar komast um borð. Það eru deildar meiningar um hversu vel þessi virki reynast en um er að ræða rými um borð í skipinu sem öll áhöfnin getur farið inn í, lokað og haldið þar til svo dögum skipti meðan sjóræningjarnir sinna sínum málum fyrir utan. Í einhverjum tilfellum hafa sjóræningjarnir horfið á braut þegar þeir hafa ekki fundið neina skipverja um borð og þar með engan til að halda áfram siglingu skipsins í vígi sjó- ræningjahópsins. Vissulega eru skólabókardæmi um hvernig þetta á að virka en það var einmitt þannig hjá áhöfninni á efna- flutningaskipinu Bunga Laurel frá Malasíu. Tveimur tímum eftir að fylgdarskipið var á braut réðust sjóræningjar, vopnaðir AK- 47 vélbyssum, léttum vélbyssum og öðrum skotvopnum, um borð. Skipstjórinn sendi út neyðarkall og allir skipverjarnir 23 fóru í virkið um borð. Innan nokkra tíma var fylgdarskipið aft- ur komið á staðinn og búið að yfirbuga sjóræningjana. Í öðrum tilfellum hefur virkið brugðist eins og þegar skipverjar á efna- flutningaskipinu Samho Jewelry urðu að gefast upp fyrir sjó- ræningjunum eftir að hafa verið í nokkra daga í virkinu en engin hjálp borist. Í öðru tilfelli tókst sjórnæningjunum að brjótast inn í virkið og náðu þar með skipverjunum. Þeir eru að sjálfsögðu lykillinn að því að skipin komist þangað sem sjó- ræningjarnir geyma þau á meðan beðið er lausnargjalds. Vissir þú þetta um Titanic? Sú saga fór á kreik eftir að skipið hafði farist að sést hefði í illan anda yfir skipinu áður en það lét úr höfn í Queenstown (nú Cobh) á Írlandi þegar skipið hélt í sína síðustu för. Það er nú svo að skýringar eru til á mörgu og svo var einnig með þessa uppákomu. Einn kyndaranna sem í raun var kolamokari ákvað að sjá sig um áður en lagt yrði upp í ferðina og klifraði innan- skips upp eftir loftventlum alla leið upp á einn skorsteininn. Þar kom þessi svarti illi andi upp úr skorsteininum en hann var aðeins að njóta útsýnisins úr hásæti. Önnur saga fór einnig á kreik um að þegar skipið var sjósett og skírt hafi kampavíns- flaskan ekki brotnað á skipinu en slíkt er óheillamerki. Það er reyndar alveg rétt að kampavínsflaska brotnaði ekki á skipinu enda var það ekki til siðs hjá útgerð skipsins White Star Line að skíra skip sín með þeim hætti. Í kvikmyndinni „A Night to Remember“ er klippa þar sem skip er skírt með kampavíni en þar mun vera upptaka frá skírn skips Cunard Line, Queen Elisabeth, frá árinu 1938. Utan úr heimi Vagnhöfða 10 - Sími: 567 3175 GSM: 897 5741 - Fax: 587 1226 frysti@islandia.is Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn!

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.