Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Qupperneq 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Qupperneq 6
Útgerðarfyrirtækið Síldarvinnslan hf. hlaut í ár Varðbergið, forvarna- verðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar (TM). Fulltrúar TM heimsóttu Síldar- vinnsluna hf. 3 júní síðast liðinn og af- hentu verðlaunin. Varðbergið forvarnaverðlaun TM, hafa verið veitt frá 1999. Þau hlýtur árlega sá viðskiptavinur TM sem þykir skara fram úr á sviði forvarna gegn óhöppum og slysum. TM veitti jafnframt fyrirtækinu Aðföngum sérstaka viðurkenningu fyrir starf í þágu forvarna. Síldarvinnslan hf. er í dag eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrir- tækjum landsins og byggir starfsemin á yfir 50 ára reynslu í fiskvinnslu og út- gerð. Fyrirtækið er það stærsta á Íslandi í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski og einnig stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi. Höfuðstöðvar Síldarvinnslunnar eru á Neskaupstað. Um Síldarvinnsluna segja sérfræðing- ar TM í forvörnum að félagið sé leiðandi í öryggis og forvarnamálum. Fyrirtækið býr að öflugri liðsheild starfsmanna sem leggjast á eitt um að fullnægja öllum framleiðslu, gæða- og öryggisstuðlum. Tekið er skipulega á móti nýju starfsfólki með góðri fræðslu þannig að starfsmenn nái sem fyrst tökum á verkefnum sínum, fái jákvæða mynd af fyrirtækinu, kynnist helstu samstarfsmönnum sínum og þekki rétt sinn og skyldur. Undanfarin ár hefur Síldarvinnslan hf. verið með skýra sýn á öryggis- og for- varnamál sem er nauðsynlegt fyrir rekst- ur sem felur í sér áhættusama þætti. Unnið er markvisst forvarnastarf sem hefur falið í sér bætta öryggishegðun og heilsuvernd starfsmanna. Forvarna- starfið hefur skilað þeim árangri að slysum og veikindum hefur fækkað umtalsvert. Síldarvinnslan á því mikið hrós skilið fyrir að vinna markvisst, jákvætt og af mikilli festu að forvörn- um. hann hélt það nú. Hann tók samt upp lykilinn og skipti yfir á hinn tankinn. Ekki komu fleiri stórbrot en siglingin var mjög erfið og nú var land í nánd. Ekki heyrðist nema brak í talstöð, loftnet höfðu gengið úr lagi. Ástvinir í landi höfðu áhyggjur, ekkert hafði heyrst frá bátnum. Þegar komið var inn í fjarðar- mynni sást til þeirra frá öðru skipi er sendi gleðitíðindin í land. Þeir eru enn ofansjávar, hljómaði í landi. Ekki voru allir svo lánsamir. Einn bátanna úr ver- stöðinni kom aldrei aftur til hafnar, náttúruöflin höfðu þar sigur. Olían var sjór Þegar báturinn hafði verið bundinn við bryggju og löndun lokið fór vél- stjórinn að skoða skemmdir. Öll lunn- ingin áveðurs hafði lagst inn, fyrir miðju höfðu járnfestingar rifnað upp úr dekk- inu. Og hvað var nú þetta, afloftunar- rörið frá olíutanknum hafði brotnað við dekk. Leifturhugsun fór um huga hans þegar hann áttaði sig á að olíutankurinn var fullur af sjó. Ef ekki hefði verið skipt yfir hefði báturinn breyst í stjórnlaust rekald og ljósavélin, sem tók eldsneyti úr sama tanki, hefði dáið drottni sínum. Eftir áramót hófust róðrar aftur. Ef spá var slæm og dökkur bakki til hafs var snúið við og hætt við róður. Sjálfs- traustið var brostið og menn treystu ekki bátnum heldur. Enginn talaði um þessa sjóferð, eng- inn orð fóru á milli manna. En þegar öl vertíðarlokanna tók að streyma var talað og talað. Á þessu tíma var ekki búið að skil- greina orðið áfallahjálp. Forvarnaverðlaun TM Frá afhendingu Varðbergsins, forvarnaverðlauna TM á árshátíð Síldarvinnslunnar þann 3. júní á þessu ári. Frá vinstri; Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, Sonja Sif Jóhannsdóttir, forvarna- fulltrúi TM, Jón Hlífar Aðalsteinsson, skipstjóri á Bjarti NK, Freysteinn Bjarnason, umboðsmaður TM á Neskaupstað, og Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu TM. 6 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.