Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Page 8
8 – Sjómannablaðið Víkingur Tvennt þarf ég taka fram strax í upp- hafi greinargerðar um engla. Annað er það að þeir tiltölulega fáu menn sem komast til Paradísar verða ekki að engl- um sjálfir, heldur njóta þeir þjónustu engla, sem er líka miklu þægilegra. Það eru einkum tveir afskekktir sértrúar- söfnuðir sem halda hinu fram. Ekki að þetta skipti miklu, því á miðöldum var sagt að einungis einn af hverjum tíu þúsund yrði hólpinn. Til eru bjartsýnni spár, til dæmis ein nýleg bandarísk rannsókn sem heldur því fram, að 53.9 % allra manna komist til himna eftir dauðann, en varla er mikið mark á henni takandi, því Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir að ofmeta vinsældir sínar. Hitt er það, að af öllum ómerkilegum spurningum um engla, er sú allra ómerkilegust hvort þeir séu til í raun- veruleikanum eða ekki. Ef út í það er farið eru mörg merkilegustu fyrirbæri heimsins alveg jafn óáþreifanleg eins og englarnir. Tilurð engla – æfing í handverki fyrir sköpun mannsins – Tvær kenningar eru uppi um tilurð engl- anna. Önnur er sú að Drottinn hafi skap- að þá eins og flest annað, nema fáeina brúkshluti sem menn hafa sjálfir fundið upp, eins og til dæmis ostaskerann sem Norðmenn bjuggu til. Guðfræðingar telja að þetta hafi hann gert strax á fyrsta sköpunardeginum, um leið og hann bjó til ljósið, en þrálátur orðrómur er um að uppistaðan í englunum sé einmitt ljós. Það rýrir ekki gildi engla, þó þeir séu ekki gerðir úr varanlegra efni og má minna á að líka bíómyndir eru aðallega úr ljósi. Fyrir liggur samþykkt kirkjuþings í Róm frá árinu 1215 þess efnis, að með því að skapa englana hafi Guð verið að æfa sig undir að búa til mennina, sem vissulega eru miklu ófullkomnari en samt skemmtilegri en englar. Mannkynið skapaði hann ekki fyrr en sjötta og síð- asta sköpunardaginn, þá orðinn útkeyrð- ur eftir stranga vinnuviku, sem skýrir ófullkomleika þess. Mannkynið reyndist svo ófullkomið að ekki einasta neyddist hann til að úthýsa því úr Paradís fyrir óhlýðni og hroka, heldur mátti hann drekkja því nánast öllu í Syndaflóðinu 1656 árum síðar og byrja mannkyns- söguna svo til upp á nýtt. Um fjölda engla – fuglar himins eiga að minna okkur á engla – Mjög hafa englafræðingar velt því fyrir sér, hve marga engla Guð hafi skapað. Margir hallast að útreikningi kardínálans í Tusculum, að Guð hafi upphaflega skapað 399.920.004 engla. Sem kunnugt er féll þriðjungur engla snemma niður til Vítis ásamt foringja sínum Lúsifer. Þetta eru svonefndir fallnir englar og eru síðan Jón Björnsson E N G L A R – Fyrri hluti – Vatikanið í Róm. Þar hafa heilagir feður pælt ómælt í eðli engla. Myndin er tekin frá Sánkti Péturskirkju þar sem Pétur postuli er jarðsettur. Fuglar eiga tilveru sína englum að þakka.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.