Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Side 10
10 – Sjómannablaðið Víkingur
utan við borgina Þebu í Grikklandi og
lagði sömu gátuna fyrir alla vegfarendur,
en át alla þá sem ekki fengu ráðið hana.
Svo var gátan erfið að hreinlega engir
gestir komu langtímum saman til Þebu,
þangað til stálgreindur unglingur sem
hét Ödipus fékk ráðið hana og er af hon-
um mikil saga sem teygir sig alla leið til
Sigmundar Freuds.
Um þessar mundir voru sýrenur al-
gengar í Grikklandi, en þær voru stórir
fuglar með kvenhaus. Sumar þeirra sátu
fyrir sjómönnum og ærðu þá með fögr-
um söng svo þeir sigldu upp á sker,
nema hvað Ódysseifur kunni ráð til þess
bæði að heyra sýrenusönginn og komast
af. Af sýrenum spratt síðar hið fjölmenna
hafmeyjakyn.
Svo er að nefna sigurgyðjuna, fjall-
myndarlega konu með stóra vængi og
slóst í för með sigurvegurum. Viktória
hét hún með Rómverjum, en Nike hjá
Grikkjum. Það er ekki við Nike að sakast
að flest nútímafólk heldur að hún sé
ekki gyðja heldur íþróttaskór sem heita
Næk. Hermes hét sendiboði grísku guð-
anna, og hafði vængi bæði á skóm sér og
höfði. Síðast en ekki síst er að nefna ást-
arguðinn, Eros hjá Grikkjum, Cupid hjá
Rómverjum, en hann var smástrákur sem
aldrei fullorðnast en flögrar milli fólks
og skýtur örvum af boga í hjarta þess svo
það verður ástfangið hvert af öðru, oft
þvert ofan í alla skynsemi. Þetta skýrir
ýmsan samdrátt fólks og hjónabönd sem
maður hreinlega botnar ekkert í. Þessir
feitlögnu, berrössuðu englar sem minna
helst á fljúgandi lifrapylsukeppi og hvar-
vetna mæta manni; á kaffikrúsum, erma-
lausum bolum, gjafapappír og servíettum
eru komnir í þráðbeinan legg frá Erosi.
Allar þessar kynjaverur lögðu til efni í
englahugmyndina, sem svo þróaðist
áfram, fyrst í meðförum Gyðinga sjálfra,
en ekki síst hinna ótrúlega hugkvæmu
kirkjufeðra og guðfræðinga allt fram á
þennan dag. Jafnvel Fjandanum sjálfum
hefur ekki verið hlíft við þessari síma-
landi þróunarsögu, því þegar hann birtist
fyrst í Gamla testamentinu, t.d. í Jobs-
bók, er hann í ráðuneyti Drottins í hárri
stöðu og minnir meira á nöldurgjarnan
og neikvæðan ráðuneytisstjóra en þann
glæsilega málsvara illskunnar sem hann
síðar varð.
Lesendur geta nú valið milli þessara
tveggja sköpunarsagna englanna eftir
smekk sínum.
Verkefni engla
– fitlað við Tindastól –
Þó Atvinnuleysistryggingasjóður haldi
annað er bókstaflega ekkert verklaust í
sköpunarverkinu. Einnig englar hafa
verk að vinna og atvinnu þeirra má
nokkurnveginn draga saman í fjóra
flokka.
Langflestir englar hafa það að aðal-
starfi, að sveima kringum hásæti Drott-
ins sísyngjandi lofgjörðir til hans. Sumir
spila á strengjahljóðfæri, aðrir blása í
lúðra. Þetta gera þeir Drottni til dýrðar
og hann hefur gaman af, en þó er sam-
komulag um að þeir þagni eins og í kort-
er á morgnana meðan Drottinn hlýðir á
bænir Ísraelsmanna. Til er vitnisburður
manns sem fór í leiðslu upp í sjöunda
himinn til að skoða staðinn. Aftur snú-
inn til jarðarinnar sagðist honum svo frá,
að allir þar uppi hefðu haft sjötíu þús-
und höfuð, hvert með sjötíu þúsund
munnum, hver munnur með sjötíu þús-
und tungum en hver þeirra söng á sjötíu
þúsund tungumálum eintóma lofgjörð til
Drottins. Með sönnu má segja að órann-
sakanlegir eru vegir hans, að hafa gaman
af þessu.
Annað verk engla er að sendast með
skilaboð, en orðið engill merkir eigin-
lega sendiboði. Það er komið úr grísku,
angelos, og orðstofninn er sá sami í
flestum Evrópumálum. Samanburðar-
englafræðingar segja, að allir guðir sem
eru hátt yfir þegna sína hafnir, þurfi á
þannig sendiboðum að halda, því ekki
geta þeir sjálfir snattast út um allar jarðir
útaf allskonar smáskít, sem þarf að
koma á framfæri við mennina. Sumstaðar
gegna andar forfeðranna þessu hlutverki.
Skilaboð englanna eru stundum góð,
eins og til dæmis þegar Gabríel færði
Maríu þungann, sem öllum fannst
ánægjulegt nema helst Jósep. Stundum
eru þetta slæm skilaboð, eins og þegar
Mikael tilkynnti Lot að nú ætti að eyða
Sódómu með eldi og brennisteini. Sumir
flytja huggun og hughreystingu, eins og
sá sem kom til að peppa Jesú upp í gras-
garðinum Getsemane, einmitt á skírdags-
kvöld meðan postularnir sváfu úr sér
offyllina eftir síðustu kvöldmáltíðina.
Þriðja verkefni engla er að koma vilja
Drottins fram í efnisheiminum. Þannig
sendi Drottinn Mikael erkiengil eitt sinn
til þess að klekkja á Assýringum og hann
felldi 185.000 hermenn á einni nóttu, og
er ekki vitað til að einn engill hafi komið
meiru í verk á jafnstuttum tíma. Annað
dæmi má nefna norðan úr Skagafirði.
Eitt sinn rak hval undir Tindastóli. Reyk-
strendingar og Laxdælingar deildu um
hvalinn. Guðhræddir menn gengust fyrir
því að Laxdælir sönnuðu með eiði að
landið þar sem hvalinn rak væri eign
Hvammskirkju í Laxárdal. Laxdælir voru
til í það og gengu upp að hvalnum og
sóru að jörðin sem þeir stóðu á væri í
eigu kirkjunnar. Reykstrendingar voru
þá sem nú hrekklausir menn og vöruðu
sig ekki á því að Laxdælingar höfðu áður
rist torfþökur í túninu á Hvammi og sett
í skóna sína, svo tæknilega séð sögðu
þeir satt, þó þeir vissu vel að hvalinn
hafði rekið á landi Reykjastrendinga.
Þetta var sem sagt nokkurn veginn lög-
legt en afar siðlaust, enda gramdist
Drottni þetta svo að hann sendi engil
norður í Skagafjörð. Engillinn fitlaði með
sprota við Tindastól ofanverðan og það
féll skriða úr fjallinu yfir bæði hvalinn
og Laxdælinga. Skriðan heitir Hvalurð
og síðan hefur engum verið fært fyrir
Tindastól austanverðan nema fuglinum
fljúgandi.
En það er ærið verk að koma vilja
Drottins fram í efnisheiminum, því lengi
fram eftir öldum – meðan ekki var búið
að finna upp orsakasamhengið og nátt-
úrulögmálin – gerðist bókstaflega ekkert
í veröldinni nema fyrir ákvörðun Guðs
og tilverknað englanna; þeir ýttu sjónum
upp á ströndina á flóði og drógu hann út
á fjörunni, þeir kveiktu á morgunstjörn-
unni, þeir ýttu grösunum upp úr mold-
inni, þeir létu naut kefla kýr, þeir létu
snjóa og rigna.
Fjórða verkefni engla var síðan að
vernda lífið. Hver einasta mannssál hefur
verndarengil. Sumir guðfræðingar segja
aðeins einn, en ég hef séð tölur allt upp í
ellefu þúsund á mann, sem er mikill mý-
grútur ef satt er. Verndarenglar verja
menn fyrir freistingunum sem lævísir
púkar leggja fyrir mannkynið, en það er
erfitt verk, því oft er eins og það vilji
beinlínis hrasa sem oftast. Þá bægja
verndarenglar hættum frá mönnum eftir
getu og síðast en ekki síst senda þeir á
hverju kvöldi skýrslu í gagnabankann
mikla sem heitir Lífsins bók um breytni
hvers einasta manns þann daginn.
Ödipus ræður gátu svinxins.