Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Side 11
Sjómannablaðið Víkingur – 11
Skipið heitir Juvel, er norskt, og stendur sannarlega undir
hinni heldur neikvæðu nafngift að vera verksmiðjutogari
en slík skip hafa Íslendingar sannarlega aldrei átt, aðeins
þjóðir sem hingað hafa sótt. En að slepptu öllu gamni þá er
Juvel án efa dýrasta fiskveiðiskip í heimi en það kostaði Norð-
mennina rúman milljarð norskra króna og getur hver sem
vill reiknað það yfir í flöktandi gengi íslensku krónunnar. En
um Juvel má segja ýkjulaust að skipið er fljótandi efnaverk-
smiðja. Um borð er – eða öllu heldur var – einn Íslend-
ingur.
Stærsta skipið, minnsta kvikindið
Íslendingurinn heitir Gunnar Ingi Halldórsson og hefur verið til
sjós síðan hann var drengur. Fyrst um borð í Reyni GK-177
þar sem faðir hans, Dóri sterki (Halldór Halldórsson) var skip-
stjóri. Eftir að hafa verið á snurvoð í fjöldamörg ár fór Gunnar
á frystitogara og var lengst af á Haraldi Kristjánssyni – nú Helga
María – og síðan á Pétri Jónssyni. Eftir nám í Danmörku 2005
hefur hann verið til sjós við Afríkustrendur og síðast í Suður-
íshafinu um borð í hinu fullkomna, áðurnefnda, norska
verksmiðjuskipi, Juvel.
Skipið er um 100 metra langt, búið á flottrollsveiðar en þrátt
fyrir stærðina er leitun að skipi sem gerir út á jafnsmáa lífveru
og Juvel. Sótt er í krill sem er ekkert annað en – furðulegt nokk
– áta. Enska orðið krill, upp á latinu, Euphausiacea, er eins og
fyrr segir það sem við köllum átu á íslensku, svo það sé nú
tuggið upp aftur, jafn ótrúlegt og það hljómar. Vísindamenn
áætla að í Suðurhöfum séu um 500 miljónir tonna af átunni
sem gerir hana að fjölmennustu dýrategund á jörðinni og jafn-
framt að stærsta lífræna massa kúlunnar sem við lifum á, eða
um tíu sinnum þyngri en allt mannkyn.
Skipið veiðir með stóru flottrolli ekki ósvipað Gloríu en með
belg sem er með 6 mm innri möskva sem gerir dráttinn mjög
þungan. Oftar en ekki er jöfn veiði og er miðað við að hífa ekki
meira en 50 tonn í einu sem gefur um það bil 4-6 tíma vinnslu.
Veiðin gæti þó verið miklu meiri þar sem oft er ekki togað
lengur en í 15 mínútur.
„Ég hef aldrei séð svona lóð eins og þarna niður frá – frá 200
metrum alveg uppá yfirborð er kökkur – alveg eins langt og
mælirinn dregur,“ segir Gunnar.
Vinnsluferlið, sem Gunnar hafði umsjón með, er flókið en
verksmiðjan er mikil völundarsmíð og margbrotin en sem betur
fer tölvustýrð að mestu. Krillið er fyrst keyrt í tanka þar sem
það er leyst upp með ensímum. Þaðan fer massinn í skilvindu
er tekur skelina frá. Áfram fer átan í tanka til að drepa virkni
ensímanna og svo aftur í skilvindu þar sem fasta efnið er skilið
frá olíu og öðrum vökva. Fasta efnið fer í þurrkara og þaðan í
pökkun. Vökvinn fer hins vegar í aðrar skilvindur til frekari
vinnslu en tvenns konar olía kemur úr átunni – önnur ótrúlega
verðmæt. Meðal aflaverðmæti skipsins í túr á árinu 2011 er um
milljarður.
Verksmiðjan er síðan hreinsuð á 2-4 daga fresti með lút og
brennisteinssýru en um 13 tonn af sýru er um borð. „Okkur
finnst það sannast sagna ekkert svakalega spennandi að vita af
henni þarna um borð, sérstaklega í vondum veðrum,“ segir
Gunnar.
Rúm 50 tonn af Krill í pokanum.
Krill
Gunnar ræðir málin í „control“ herberginu.