Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Qupperneq 20
20 – Sjómannablaðið Víkingur
bollann í borðsalnum. Fylgdi sögunni að
hann þyldi það uppnefni ákaflega illa.
Hélt hann greinilega af einhverjum
ástæðum, að ég unglingurinn væri að
storka honum, sem var heldur betur
ekki.
Eftir að hafa verið að veiðum í nokkr-
ar vikur var haldið til Færeyingahafnar
til þess að taka þar olíu og kost. Á staðn-
um var ein verslun, sem rekin var af
fyrirtæki í eigu Norðmanna, Dana og
Færeyinga og hét eftir fyrstu stöfunum í
nafni þessara þjóða, Nordafar. Þetta var
svona ekta krambúð miðuð við þarfir
sjómanna og þeirra sem unnu þarna í
landi. Ekkert áfengt var þarna á boðstól-
um, sem sumum um borð, sem flokkaðir
voru blautir, fannst það ótækt með öllu.
Urðu því þeir hinir sömu að reyna að
bjarga sér um lífsvökvann með öðrum
leiðum.
Fórnaði minni hagsmunum
fyrir meiri
Ekki voru það eingöngu íslenzkir togar-
ar, sem komu þangað, heldur einnig
þýzkir og lá einn þeirra utan á Þorsteini
Ingólfs. Einhverjir fóru þangað um borð
til að kanna stöðu mála, en menn þóttust
vita, að þar væri áfengi að hafa, sem
reyndist rétt vera. Kom í ljós að þeir
þýzku voru tilbúnir að skipta á þremur
brennivínsflöskum og nýjum klofstígvél-
um. Einn skipsfélaga minna, sem kall-
aður var Bóbó og var all blautur á þess-
um tíma, kom að máli við mig og spurði,
hvort ég væri ekki tilbúinn að taka út í
mínu nafni stígvél hjá 1. stýrimanni, sem
hann skyldi greiða mér til baka, þegar í
land væri komið eftir túrinn. Féllst ég á
það. Tíðkaðist það, a.m.k í saltfisktúrum,
að um borð væru til vinnuvettlingar,
stakkar, stígvél o.fl, sem hægt var að fá
upp á krít hjá 1. stýrimanni. Kom það
sér vel fyrir marga, ekki sízt þá, sem
voru sjanghæjaðir um borð allslausir,
sem var reyndar var tilvikið í þessum túr
varðandi a.m.k einn skipsfélagann.
Staðan var sem sé þessi. Fyrsti stýri-
maður vildi ekki láta Bóbó fá stígvél, þar
sem hann þóttist vita fyrir víst og það
alveg með réttu, til hvers kaupin voru
ætluð. Aftur á móti hafnaði hann ekki
beiðni minni, enda þótt því væri ekki
leynt hver fengi þau og í hvaða skyni
kaup mín á stígvélunum ættu sér stað.
Ekki beið Bóbó boðanna komin með
stígvélin í hendur og fékk sínar þrjár
brennivínsflöskur hjá Þjóðverjunum.
Með í huga gamla slagorðið, með bokk-
una í beltinu, og til þess að taka sig nógu
vel út við komu sína til baka, þá raðaði
hann flöskunum í buxnastrenginn, enda
vissi hann að beðið væri eftir sér með
óþreyju. Ekki tókst þó betur til en svo,
að þegar hann ætlaði að stökkva milli
hvalbaka skipanna, féll hann lóðrétt í
sjóinn og hvarf mönnum sjónum. Mun
þar hafa spilað inn í, að Bóbó hafði mis-
reiknað fjarlægðina og þyngslin af flösk-
Fundir milli hátíða
Akureyri: Miðvikudaginn 28. desember kl. 14.00 á Strikinu, efstu hæð að Skipagötu 14.
Reykjavík: Föstudaginn 30. desember kl. 14.00 á Grand Hotel Reykjavík að Háteigi B-sal á 4. hæð.
Félagar fjölmennið! Með bestu jólakveðjum.
Stjórnin
Skipstjórnarmenn í Félagi skipstjórnarmanna
Pétur Halldórsson RE 207 í Færeyingahöfn. Ljósmynd: Guðmundur Daníelsson.
Staðið í aðgerð. Ljósmynd: Guðmundur Daníelsson.