Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Page 22
22 – Sjómannablaðið Víkingur Á leiðinni heim af Grænlandsmiðum var mjög gengið á kostinn og ekki allt kræsilegt, sem mönnum stóð orðið til boða og í raun ekki mannamatur. Eftir að ég hafði lokið erindum mínum á kontórnum, fór ég niður að skipi til að ná í eitthvað af dótinu mínu. Var mér þá orðið mjög illt í maganum og ljóst að mikill „sjór var kominn í afturlestina,“ ef svo mætti orða það. Stóð það á endum, að mér rétt tókst að skjótast inn á klósettið aftur á, áður en flóðbylgjan hóf. Hrósaði ég happi en ekki lengi, því að ég sá að það var enginn klósettpappír til, engin blöð, alls ekkert brúklegt til nauð- synlegra þrifaverka. Neyðarbrauðið var að seilast í veskið og nota peningaseðl- ana, sem ég hafði fengið góðan slatta af hjá gjaldkeranum. Um annað var bara ekki að ræða. Vafalaust hef ég setið þarna með tárin streymandi niður kinn- arnar, veltandi hverjum peningaseðli á milli handanna, eins og fátæklingur, ákallandi himnaföður, að þessari orra- hríð færi senn að ljúka, enda farin að missa heyrn á öðru eyranu í látunum. Stóð það á endum að síðasti peninga- seðillinn dugði til að klára verkið. Veit það sem allt veit, að aldrei hef ég fyrr eða síðar gernýtt peningana mína, eins og þarna. Á þessum aldri var maður eðli- lega ekki kominn með ávísanahefti. Maður getur nú líka velt því fyrir sér eftir á, hvernig staðan hefði verið, hefðu greiðslukortin verið komin til sögunnar og er ég þá ekki í í þessu samhengi að gera greinarmun á debetkortum og kreditkortum. Það var ekki upplitsdjarfur maður, sem stóð þarna á dekkinu, þegar allt var yfirstaðið. Tilhugsunin um það, að fara á klósettið með fullar hendur fjár og koma svo aftur út skítblankur var nánast óbærileg. Í fyrsta skipti og það eina hafði ég skilning á þeim, sem drukku út hýr- una. Það var þó skárra, en þetta helvíti að skeina af sér hýruna. Seinna reyndi ég þó að sjá jákvæðu hliðina á þessu og velti því fyrir mér, hvort maður gæti ekki notað sér þessa upplifun í samskiptum við hitt kynið sér til framdráttar í ástarmálunum. Maður hafði heyrði um manninn á barnum í Klúbbnum, sem skrifaði háa fjárhæð á ávísunareyðublað og brenndi það síðan fyrir framan dömurnar, sem göptu af aðdáun yfir ríkidæmi mannsins. Eftir það átti hann þær með húð og hári. Hugmynd mín stoppaði þarna. Ekki gat ég í mínu tilviki verið með sýningu á meintri auðlegð minni. Ekki færi ég að leysa niður um mig, draga upp peninga- seðil o.s.frv. Maður bara sá fyrir sér blaðafyrirsagnirnar næstu daga á eftir hefði maður gleymt sér augnablik vegna greddu. Það eina sem maður gat gert var að öfunda manninn með ávísunareyðu- blaðið. Reyndar veit ég ekki um neinn, sem hefur vaðið svo í peningum, að hann hafi skeint sér á þeim. Ekki einu sinni útrásarvíkingarnir. Vitið þið kannski um einhvern? Það er ekki að spyrja að því, það er alltaf sama keppnis- skapið í manni! Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík www.lyfja.is ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 5 60 08 0 8/ 11 fær í flestan sjó Þjónustum allar tegundir af skipskistum og sjúkrakössum í farartæki af öllu tagi. Mætum á staðinn ef þess er óskað. Snögg og góð þjónusta. Komdu við í næstu Lyfju og fáðu nánari upplýsingar eða hafðu samband í síma 555 2306. – Lifið heil

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.