Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Síða 50
50 – Sjómannablaðið Víkingur
Hér skal getið þriggja bóka er koma út
nú um jólin.
Fyrst ber að telja 100 ára Sögu Fiskifélags Íslands, Undir
straumhvörfum, sem þeir skrifa Hjörtur Gíslason, er um
langt árabil sá um sjávarútvegsmálin í Morgunblaðinu af mikilli
prýði, og Jón Hjaltason, ritstjóri vor, en hvort það eru endilega
meðmæli með bókinni verða menn að reyna á eigin lestrar-
skinni. Bókaormurinn lofar engu!
Að slepptri allri sölu-skrúð-mælgi má fullyrða að í áratugi
var nánast ekkert framkvæmt í sjávarútvegi landsmanna án þess
Fiskifélagið hefði ekki eitthvað til málanna að leggja. Til þess
var beinlínis ætlast. Stórt sem smátt kom inn á borð félagsins,
jafnt landhelgismálin sem sker
handa varnarliðinu að skjóta á.
Sjálft kvótakerfið hefði ekki orðið
að veruleika án félagsins. Saga
Fiskifélagsins er því einfaldlega
grundvallarrit – ýkjulaust – og
skyldulesning allra sem áhuga
hafa á sjávarútvegi, hvað þá ef
þeir eiga einnig hagsmuni að
verja í greininni. Svo má ekki
gleyma öllum ljósmyndunum
er prýða bókina, mönnum til
skemmtunar og fróðleiks.
Dauðinn í Dumbshafi er eftir
Magnús Þór Hafsteinsson. Sannar-
lega mögnuð bók um íshafsskipa-
lestirnar og sjóhernaðinn í Norð-
ur-Íshafi 1940 til 1943. Og ítarleg,
á fimmta hundrað síður. Tveir Ís-
lendingar tóku þátt í þessum
kannski áhættusömustu sigling-
um sögunnar. Magnús Þór náði
að ræða við báða og þess sér svo
sannarlega stað í þessari stór-
fróðlegu bók sem bókaormur-
inn reyndi að spara sér með
þeim ásetningi að gæða sér á
yfir hátíðarnar. En freistingin
varð of stór og spurt er; verður bókaormi legið á
hálsi fyrir fall þegar við blasa kaflar eins og, Hrakfarir og dauði
gullskips, Helför um hásumar og Mesta sjóslys Íslandssögunnar.
Þá halda bókaormi engin bönd og hann hefur ekki enn orðið
fyrir vonbrigðum með þessa stórfróðlegu bók Magnúsar Þórs.
Upp á líf og dauða eru þrír
þættir af sjónum. Já, já, bókaormurinn
veit, þið kannist við efnið en hvað um
alla hina sem ekki fá Víkinginn (sem
eru allt of margir)? Og er ekki líka
gaman að eiga þessa áhrifamiklu
þætti í sérstöku riti? Og allar ljós-
myndirnar? Jú, bókaormurinn er á
því.
En áfram um þættina. Sjá fyrsti
segir af Nýfundnalandsveðrinu
1959 þegar togarinn Júlí fórst.
Harðbakur er í brennipunkti frá-
sagnarinnar en höfundurinn, Jón Hjaltason
(já, aftur ritstjóri vor, bókaormurinn trúir því helst að rit-
stjórinn sé orðinn athyglissjúkur), byggir á viðtölum við sjó-
mennina er voru um borð.
Þá skrifar séra Sigurður Ægisson á Siglufirði um hinstu sjó-
ferð Elliða. Sannarlega átakanleg frásögn en eins og þið munið
komust ekki allir af en björgun hinna var sannarlega lyginni
líkust.
Svo er það aprílveðrið 1963 er kostaði 16 sjómenn lífið. Hér
er hið áhrifamikla viðtal Júlíusar Kristjánssonar, netagerðar-
manns á Dalvík, við Gylfa Björnsson. Bókaormurinn veit að
þetta er klisjukennt en hann fullyrðir að um ræði óvenju hrein-
skilið viðtal. Það segir sína sögu að eftir þennan örlagaríka
apríldag átti Gylfi í miklum erfiðleikum með sjálfan sig og á
endanum lét hann af allri sjómennsku. Frá þessu segir opin-
skátt í viðtalinu.
Styrkir brjósk og bein
HAFKALK
www.hafkalk.is
Virðist draga úr liðverkjum
vegna slitgigtar
BÓKAORMURINN Hjörtur Gíslason
Jón Hjaltason
Völuspá
útgáfa
Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en
látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir.
Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en
látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir.
Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en
látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir.
Á eftir baksíðutexta, en látnum andl tið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en
látnum ndlitið sitja fyrir.
Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en
látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir.
Á eftir baksíðutexta, en látnum andlitið sitja fyrir. Á eftir baksíðutexta, en
látnum andlitið sitja fyrir.
Undir straum
hvörfum
Saga F
isk
ifélags Íslan
d
s
í h
u
n
d
rað
ár 1911 – 2011
Hjörtur Gíslason - Jón Hjaltason
Saga Fiskifélags Íslands
í hundrað ár
1911 – 2011
Undir straumhvörfum
Sigurður Ægisson - Júlíus Kristjánsson - Jón Hjaltason
Harðbakur EA í Nýfundnalandsveðrinu 1959
Elliði SI ferst - Páskaveðrið 1963 á Eyjafirði
Upp á líf og dauða