Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Side 54
54 – Sjómannablaðið Víkingur
plaggi en hvað gerðist svo. Ráðherrann
lagði fram frumvarp sem virtist undir-
strika að hann hefði varla haft fyrir því
að opna plaggið frá sáttanefndinni, hvað
þá að lesa það.
Sævari varð tíðrætt um þetta vinnulag
og þyrluvonir sínar en vék síðan að
þriðja málefninu, verðmyndun á sjávar-
fangi sem hann sagði í þokkalegu standi
hvað varðaði fjórar fisktegundir en
óásættanlegt þegar litið væri til annarra.
Hvaða firra væri það til dæmis að kaup-
verð uppsjávaraflans væri einhliða
ákveðið af kaupendum? Og afleiðingin?
Ætli mætti ekki best dæma um hana
með því að fara til Færeyja eða Noregs
þar sem verksmiðjurnar greiddu helm-
ingi hærra verð fyrir sama afla. „Nei,
þetta getur ekki gengið svona áfram,“ var
niðurstaða Sævars.
*
Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri
HB Granda, var ómyrkur í máli. Góðu
fréttirnar eru þær, sagði hann, að í vist-
kerfi sjávarútvegs á Íslandi vinna allir
vel saman. Þó með einni mjög alvarlegri
undantekningu. Sá sem ætti að fara á
undan, brjóta ísinn og marka leiðina, er
genginn úr skaftinu. Sjálf ríkisstjórnin
og sjávarútvegsráðherrann hafa skorist
úr leik og eru – tæpitungulaust – fjarri
allri samvinnu við greinina. Þetta gerir
okkur ákaflega erfitt um vik, vægast sagt.
Stóra frumvarpið í vor fékk stóran mínus
hjá öllum – enda „skelfileg horror lesn-
ing“ – og núna berast fréttir af nákvæm-
lega sömu vinnubrögðum.
Höfum hugfast að ef við sáum gulrót-
um, fáum við upp gulrætur.
Allt þetta vesen og öll þessi orrahríð
er þó að mati Eggert algerlega óþörf.
Hann benti á að sáttanefndin hefði verið
einhuga. Staðreyndin er nefnilega sú að
mikil sátt ríkir um markmiðin sem við
verðum að setja okkur og þá hlýtur að
vera einfalt að leysa málið, ályktaði
Eggert. Ríkisstjórnin sjálf hefur sett fram
þessi markmið sem lítill ágreiningur er
um.
Þessu næst vatt Eggert sér að nánari
umfjöllun um markmiðin; verndun
fiskistofna, hagkvæmni veiða, atvinnu-
sköpun, byggðamál, sátt um greinina,
fyrningu og nýliðun sem Eggert sagði
reyndar ekki að finna í stjórnarsáttmál-
anum en væri engu að síður mikið í um-
ræðunni.
Við skulum staldra ögn við tvennt er
Eggert velti fyrir sér í þessari ítarlegu og
um margt merkilegu umfjöllun. Hann
spurði: „Hafa einhverjir hag af ósætti í
greininni?“ Sjálfur svaraði hann ekki
spurningunni beint en sagði: „Mér dettur
það í hug því okkur sem í greininni
störfum er umhugað um að starfa í sátt.“
Í framhaldinu tók Eggert dæmi af
skötuselsmálinu. Sáttanefndin hefði setið
að störfum þegar ráðherrann þóttist
skera á skötuselshnútinn með þeim orð-
um að lausnin hefði ekki fordæmisgildi
en hann „sagði ósatt,“ fullyrti Eggert.
Síðar, við lausn annarra mála, vísaði ráð-
herrann í skötuselsmálið og hafði sem
skjöld gegn gagnrýnisröddum.
Til að bæta gráu ofan á svart gengur
ríkisstjórnin þvert gegn markmiðum sín-
um. Lítum á strandveiðarnar. Ríkis-
stjórnin vill gefa þær frjálsar. Þarna fá
frístundaveiðimenn kvóta, sumir þeirra
hafa meira að segja selt hann frá sér áður
og vilja nú inn í kerfið aftur. Hvernig
kemur þetta heim og saman við mark-
miðin um vernd fiskistofna, hagkvæmni
veiða og atvinnusköpun sem hlýtur að
byggja á raunverulegri verðmætasköpun,
ef atvinnusköpunin á að vera eitthvað
annað en tilfærsla innan kerfisins?
Nei, nú er mál til komið að ríkis-
stjórnin komi úr helli sínum og verði
þátttakandi í samvinnu allra annarra í
greininni.
Samvinna er og verður mál málanna.
*
Eftir ræðu Eggerts spunnust nokkrar
umræður. Árni forseti gat ekki á sér setið
að spyrja forstjórann hvort hann kynni
ný ráð til að verðmeta uppsjávarfisk?
Eggert kvaðst ekki vera með neina
töfralausn á vandanum. Grandi miðaði
við afurðaverðmæti, því hefði megin-
áherslan legið á að auka verðmæti af-
urðanna.
Harald Holsvik velti fyrir sér hvort
ekki ætti að efla skyndilokunarkerfið
svo taka mætti þann kaleik frá Hafró
að ákvarða aflamagn til ársins. Í því
sambandi sló Harald fram þeirri hugsun
sinni að miklu minna álag væri nú á
miðum landsins en forðum, snemma
á 7. áratugnum þegar hann var að
hefja sjómennsku, en þá voru inn-
lendir og erlendir flotar allt í kringum
landið.
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró,
sté nú í pontu og sagðist hafa tafist á
fundi með erindrekum Marks og
Spencer. Þeir hefðu viljað kynna sér
stöðu mála á Íslandi. Hvort veiðarnar
væru sjálfbærar? Er hlustað á vísinda-
menn? Hvað um langtímanýtingarsjón-
armið? Umhverfissjónarmið skipta neyt-
andann sífellt meira máli og stóru
verslunarkeðjurnar taka vaxandi mið af
þeim. Þess vegna er það stækkandi þátt-
ur í starfi okkar að svara fyrir þessa
þætti.
Vilhjálmur Sigurðsson kvaðst aldrei
hafa alið með sér jafn miklar áhyggjur og
nú. Ekki væri hægt að hirða allt og koma
með að landi. Það væri heldur ekki eins
og það yrði ónýtt sem sjómenn hentu í
sjóinn. Þvert á móti, fiskurinn gerði sér
úrganginn að góðu og fúlsaði ekki við til
dæmis lifur.
Eggert brást við orðum Vilhjálms.
Menn hefðu starað sig blinda á hámörk-
un aflaverðmætis. Það yrði afar erfitt að
hirða alla lifur og fyrir því mætti færa
góð rök að lifrar-ákvæðið gæti hreinlega
skaðað aðal-afurðina þar sem menn
hefðu fyrir vikið minni tíma til að sinna
flökunum.
*
Næstur ræðupúlt var Ásgrímur L. Ás-
grímsson, yfirmaður vaktstöðva siglinga
hjá Landhelgisgæslunni. Ásgrímur flutti
fróðlegt erindi um starfsemi Gæslunnar
frá 2008 með sérstakri áherslu á skip og
flugvélar. Hann útskýrði samninga Gæsl-
unnar við Landamærastofnun Evrópu-
bandalagsins (Frontex) og við ESB um
fiskveiðieftirlit. Samið var 2010 við
Frontex um að senda Ægi í Miðjarðar-
hafið. Samningurinn gaf ekki beinar
tekjur en Gæslan bar engan kostnað af
Feðgarnir og lögmennirnir, Jónas Haraldsson og Jónas Þór Jónasson. Lengst til hægri er Guðjón Einarsson,
einn fyrsti sjónvarpsfréttamaður Rúv og núverandi ritstjóri Fiskifrétta.