Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Qupperneq 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2011, Qupperneq 58
skipinu eða áhöfn þann tíma sem það var í eftirliti ytra, auk þess sem Frontex keypti tæki í skipið sem einnig hafa nýst hér við land. Í byrjun yfirstandandi árs töldum við að Þór kæmi í vor, útskýrir Ásgrímur, en sáum engin ráð til að halda tveimur skipum úti við Íslandsstrendur. Svo æxl- aðist það þannig að við leigðum Ægi til Frontex í maí og fram á haust. TF Sif fór til þeirra líka en Týr var í fiskveiðieftirliti á vegum ESB, í Smugunni, á Flæmska hattinum og á Miðjarðarhafi. Þetta gaf tekjur og við skulum ekki gleyma því að Ægir tók um borð hátt í 500 manns, þar af var um að ræða hreina björgun hvorki fleiri né færri en 250 manns. Þá gerðist það í ársbyrjun 2011 að Varnarmálaskrifstofan sameinaðist Gæslunni sem hafði mikil og góð áhrif á báðar stofnanir. Samlegðaráhrif voru mikil. Starfsmannafjöldinn varð líka töluverður eða um 250 manns nú um mitt ár. Framtíðarhorfur eru alls ekki svo dökkar, sagði Ásgrímur. Leigubissnessinn gaf tekjur í ár þannig að Gæslan á fyrir dýrri skoðun er TF Líf þarf í. Þór verður við Ísland allt næsta ár og góðar líkur á að við fáum þriðju þyrluna. Týr verður hins vegar á næsta ári leigður í að minnsta kosti 2 mánuði, Ægir í þrjá og Líf einnig. * Haraldur Einarsson, frá Hafrannsókna- stofnun, var næsti ræðumaður. Honum varð tíðrætt um nýja tækni sem stofn- unin hefur á undanförnum árum verið að taka í þjónustu sína. Aðallega neðan- sjávar myndavélar. Þá benti hann fundar- mönnum á sömu staðreynd og Jóhann Sigurjónsson hafði minnst á áður, nefni- lega vaxandi umfang fyrirspurna er Hafró þarf að svara og varða háttalag Íslendinga við veiðarnar. Hversu mikið tapast af netum á ári? Hvað fer mikið af fuglum niður með línum? Um þetta höfum við engar upplýsing- ar, og reyndar fleira sem spurt er um, viðurkennir Haraldur fúslega, sem er verra en að geta þó að minnta kosti sagst vera á slóðinni. Við erum í samkeppni um að selja fiskinn og þessi atriði skipta máli, staðreyndin er sú að umhverfis- sóðar eiga sífellt erfiðara uppdráttar. Markaðurinn heimtar með hækkandi raust umhverfisstefnu og sjálfbærar veiðar. * Seinastur gestaræðumanna var Árni Guð- mundsson er fjallaði um lífeyrissjóðinn Gildi og framtíðarhorfur. Markaðurinn er heldur að lifna, taldi Árni, en staða sjóðsins er óviss. Við eigum eftir að fá gjaldmiðlasamninga á hreint en holt og bolt má segja að lífeyrissjóðirnir hafi tapað að meðaltali 25% eigna sinna í hruninu. Vaxandi fjöldi öryrkja stefnir í að verða þungur baggi á sjóðnum en sem dæmi má nefna að 10 nýir öryrkjar hafa bæst á skrá hjá okkur mánaðarlega það sem af er ári. Nokkur umræða varð um öryrkjana en tvö helstu mein þeirra eru stoðkerfis- sjúkdómar og veiklun á geði. Í þessu sambandi lagði Harald Holsvik afar at- hyglisverða hugsun til umræðunnar – reyndar ekki í fyrsta skiptið sem hann gerir það enda greindur maður og at- hugull. Fyrir hvaða örorku eiga lífeyrissjóðir að greiða? spurði Harald. Vitaskuld ef menn slasast og bera þess ekki bætur, um það þurfum við ekki að deila, en hvað um þessa sem hér hafa verið nefnd- ir og eru algengastir meðal örorkuþega, geðsjúkdómana og þessa almennu stoð- kerfissjúkdóma? Hljóta þessir endilega að vera á ábyrgð lífeyrissjóðanna en ekki ríkisins? Hefur verið látið á það reyna? spurði Harald að lokum. Við bíðum svars. * Í lokin ræddu þeir Árni forseti og Ægir Steinn um kjaramál. Engin forsenda til að hittast, sagði Árni. Allir aðilar sam- mála um það í þeirri óvissu sem nú ríkir. Á endanum gæti jafnvel farið svo að nú- verandi stjórnarherrum tækist að kippa stoðunum undan því launakerfi sem sjó- menn hafa búið við meira og minna síðan róðrar hófust. Óvissan hefur aldrei verið meiri. Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda. Ef myndin prentast vel sést að á tjaldið hefur Eggert varpað fullyrðingunni: Sömu markmið – Sundraðar leiðir. Sigrún Arna Aradóttir er nú kominn í stað Olgu sem nú nýtur hins virðulega aldurs og vonandi góðra kjara hjá lífeyrissjóði. Félag skipstjórnarmanna óskar félagsmönnum sínum og aðstandendum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. – Þökkum samstarfið á líðandi ári. Félag skipstjórnarmanna Með fagmennsku og færni í fyrirrúmi Grensásvegi 13 - 108 Reykjavík Skipagötu 14 - 600 Akureyri www.officer.is og www.skipstjorn.is officer@officer.is og skipstjorn@skipstjorn.is

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.