Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 2
Efnis- Helvítis letin í þér. Gunnar Guðmundsson um vist sína hjá Gísla Jónassyni skipstjóra. Skipt um peru. Helgi Laxdal segir af skað- semi ofbirtu. Hilmar Snorrason útskýrir hlutverk skips- bjallna. Ragnar Franzson er eitt ár á togaranum Skutli. Bernharð Haraldsson gerir það ekki enda- sleppt við okkur. Hann heldur hér áfram að segja okkur frá Panamaskurðinum. Að þessu sinni tilurð hans. Sólbakur EA var fyrsti skuttogari ÚA. Birgir Aðalsteinsson tók þátt í því að sækja tog- arann árið 1972. Hér segir Birgir ferða- söguna. Hinum stórfróðlegu þáttum Jóns Þ. Þór, um sögu kaupskipaútgerðar á Íslandi, vindur fram. Hér segir meðal annars af stofnun Eimskipafélags Íslands. Lesið dagbókarbrot Birgis Óskarssonar á togaranum Hafliða. Sérstök grein og for- vitnileg um líf loftskeytamannsins. Játning fluguveiðimannsins. Ólafur Grímur Björnsson og Guðmundur Heimir Pálmason. Hreinskilin frásögn af togaralífi áður fyrr. Annar hluti. Utan úr heimi. Munið Ljósmyndakeppni sjómanna 2012. Helgi Laxdal segir sögu úr sveitinn. Sjómenn og aðrir lesendur Víkings. Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagn- rýni eða hrós, tillögur um efnisþætti og hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjó- menn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þætt- inum: Raddir af sjónum. Netjið á jonhjalta@simnet.is Forsíðumynd: Á handfærum við Vest- mannaeyjar. Myndina tók Jón Páll Ásgeirsson. 4 8 10 12 16 24 32 37 Útgefandi: Völuspá útgáfa, í samvinnu við Farmanna- og fiskimannasamband Íslands. Afgreiðsla og áskrift: 862 6515 / netfang: jonhjalta@simnet.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 862 6515, netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri. Auglýsingastjóri: Katrín Laufey Rúnarsdóttir, sími 856 4250 / netfang: katalaufey@gmail.com Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason. Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason. Prentvinnsla: Ásprent. Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum. Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra félagsmanna FFSÍ. ISSN 1021-7231 26 Hvenær er nóg komið? Fjölmargir fagaðilar, hagspekingar og hagsmunaaðilar hafa að und- anförnu komið því rækilega á framfæri við stjórnvöld að sá skaði sem hlytist af frumvörpum stjórnvalda um stjórnkerfi fiskveiða yrði meiri og hefði afdrifaríkari og neikvæðari árhrif á afkomu þjóðar- búsins, en nokkur önnur stjórnvaldsaðgerð í sögunni til þessa. Á sama tíma tíunda forkólfar núverandi stjórnvalda allan þann gríðar- lega ávinning sem frumvörpin hefðu í för með sér fyrir ríkiskassann og þar með efnahag þjóðarinnar. Það er í raun allt of vægt til orða tekið að segja að himinn og haf og óteljandi miljarðar skilji á milli þeirra niðurstaðna sem „reiknimeistarar“ stjórnvalda töfra úr hatti sínum samanborið við niðurstöður og aðvaranir annarra sem metið hafa áhrif framkominna fumvarpa á íslenskan sjávarútveg. Þær um- sagnir sem streymt hafa inn á borð Atvinnuveganefndar eru, að hálfu stjórnvalda í flestu léttvægar fundnar, taldar ýktar og um of litaðar af hagsmunagæslu þeirra sem eiga allt sitt undir traustu rekstrarumhverfi sjávarútvegsins. Ótrúleg vinnubrögð Framgangur þessa mikilvægasta málefnis þjóðfélagsins í meðför- um núverandi stjórnvalda er ein allsherjar sorgarsaga sem hlýtur að fá falleinkunn hjá sagnariturum framtíðarinnar. Ekki má heldur gleyma því andvaraleysi sem því miður einkenndi þær stjórnir sem á undan sátu, s.s. þegar slegnar voru út af borðinu sameiginlegar til- lögur allra hagsmunaaðila um að takmarka leiguframsal innan fisk- veiðiársins. Það hefði á sínum tíma getað verið fyrsta sporið í þá átt að vinda ofan af því óréttlæti sem venjulegu fólki finnst t.d. fel- ast í því að sá sem býr yfir kvóta geti fénýtt hann með því að leigja hann öðrum í stað þess að veiða hann sjálfur. Flækjustigið eykst Eftir að fram komu greinargerðir Daða Más Kristófersson dósents við Háskóla Íslands og Stefáns B. Gunnlaugssonar lektors við Há- skólann á Akureyri, sem atvinnuveganefnd fól að skoða frumvarpið, þá hefur Steingrímur lækkað flugið um nokkur þúsund fet eða frá því að segja að þetta veiðigjald væri hóflegt og vel viðráðanlegt fyrir greinina, yfir í það að stærstu og öflugustu fyrirtækin kæmu til með að ráða þokkalega vel við gjaldið. Af þessum sökum yrði að grípa til sértækra ráðstafana gagnvart skuldsettum fyrirtækjum. Þar með er komin upp svipuð staða og hjá bændunum að hausti. Þ.e.a.s. að velja líf lömbin og senda hin til slátrunar. Gæfuleg staða eða hitt þó heldur. Er ekki komið nóg? Óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sjómannadags og farsældar í því sem framundan er. Árni Bjarnason ÍKINGURV 2. tbl. 2012 · 74. árgangur · Verð í lausasölu kr. 980 S J Ó M A N N A B L A Ð I Ð Helvítis letin í þér // Panamaskurðurinn Játning fluguveiðimannsins // Skipsbjöllur 40 44 48 50

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.