Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 37
Sjómannablaðið Víkingur – 37 Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík www.lyfja.is ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 5 60 08 0 8/ 11 fær í flestan sjó Þjónustum allar tegundir af skipskistum og sjúkrakössum í farartæki af öllu tagi. Mætum á staðinn ef þess er óskað. Snögg og góð þjónusta. Komdu við í næstu Lyfju og fáðu nánari upplýsingar eða hafðu samband í síma 555 2306. – Lifið heil Þannig er titill bókar sem ég er með í smíðum. Samt er það sem ég ætla að segja ykkur með sömu formerkjum hér á eftir, ekki í þeirri bók, a.m.k. ekki ennþá, sjáum til hverju fram vindur og hvernig okkur tekst til með frásögnina. Ég ætla sem sagt að gera játningu, afhjúpa sjálfan mig og alla mína fordóma í sambandi við stangaveiði. Oft erum við flugu- veiðimenn taldir stórir upp á okkur, góðir með okkur og for- dómafullir gagnvart annars konar veiði og ég ætla að játa á mig stóra yfirsjón, segja ykkur frá því þegar ég féll í freistni. Það var sumarið 2011 í ágústbyrjun og hefst þá lesturinn. Matarkista? Bjössi frændi sótti mig klukkan hálfsex að morgni. Ég var hér um bil ósofinn en hafði þó sprottið upp eins og fjöður klukkan fimm. Alltaf er ég jafn hissa á því hvað ég á auðvelt með að vakna þeg- ar farið er í veiði, jafnvel þótt daginn áður hafi ég þóst vera úrvinda og sofið af mér mikilvæga fundi bara af því að tilefnið var svo leiðinlegt eða þurr- pumpulegt. Veiðiferð er aldrei þannig. Þar er tilgangurinn alltaf augljós, engin leið að flækja málin, uppskeran augljós- lega annaðhvort rýr, mikil eða engin og eftirvæntingin ávallt hin sama: mjög mikil. Við vorum á leið í Hvalvatnsfjörð úti við nyrsta sæ þar sem enginn hefur búið frá því skömmu fyrir stríðslok. Í Hvalvatnsfjörð, eða Fjörður, hafði ég komið nokkr- um sinnum áður að áeggjan vina minna. Þeir hafa haldið því fram að í byrjun ágúst hrúgist sjóbleikjan upp í ósinn á Fjarð- ará og skríði síðan ofar í ána til að hrygna þegar líði á mánuð- inn. Þetta sé því matarkista. Hversu oft hef ég ekki heyrt vini mína sem vilja draga mig tregan í vafasama veiði kalla viðkomandi veiðistað matarkistu? Það er yfirleitt ávísun á ördeyðu. Þess vegna ákvað ég að nú færi ég ekki þetta torleiði yfir Leirdalsheiðina, á að giska tveggja tíma jeppabarning, til þess að koma heim fisklaus að kvöldi dags. Ég laug því í félagann að líklega kæmi sex ára sonur minn með í ferðina (þótt ég ætti bara fjögurra ára dóttur) og ekki væri ónýtt ef hann gæti gripið með litla spúnastöng. Ég sá síðan fyrir mér að stansað yrði í bensínsjoppu, þar gæti ég keypt nýtt girni og finnsku Lippuna (skæðan spinner) og síðan haldið örugg- ur af stað út í óvissuna. „Menn og dýr þá deyja“ „Tókstu með prikið fyrir barnið?“ spurði ég félagann þegar komið var á bensín- stöðina. „Já, en tókst þú með barnið?“ spurði hann á móti, augljóslega uggandi um að Ragnar Hólm Ragnarsson Játning f luguveiðimannsins Þetta skilti er í Hvalvatnsfirði og greinir frá eyðibýlum í dalnum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.