Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 14
14 – Sjómannablaðið Víkingur
veður, aðeins golukaldi og tiltölulega
sjólítið. Duflið kom upp þegar híft var í
rópana.
Ekki veit ég hvort Karl skipstjóri eða
bátsmaðurinn, Ágúst Gissurarson, átti
hugmyndina að því sem á eftir fór. Tveir
menn, vopnaðir hökum, voru settir í
það að halda duflinu frá síðunni svo það
slægist ekki utan í. Aðrir tveir bundu
sveðjur á haka og skáru netið í kringum
duflið sem gekk hálf brösuglega. Það var
heldur ekki auðvelt að halda duflinu frá
síðunni og oft munaði mjóu að duflið
slægist í skipið – ef það hefði gerst hvað
þá?
Þegar duflið var loksins laust var
trollinu slakað niður og skverað frá dufl-
inu.
Á „rörið“
Þarna um borð voru fjórir, auk mín, sem
urðu togaraskipstjórar. Þeir voru Guðni
Sigurðsson, sem var með Ask og Frey,
Ketill frá Ófeigsfirði, sem var með Slétt-
bak, Gunnar Auðunsson, sem var með
Kaldbak, Geir og fleiri togara, og Arin-
björn Sigurðsson, er var með Sigurð.
Einnig eru mér minnisstæðir tveir af há-
setunum, þeir Maggi múkki og Bjössi í
Gröf.
Magnús var frægur um allan flotann
fyrir hnyttin tilsvör og brandara. Magnús
sagði að ástæðan fyrir því að hann væri
ekki enn orðinn skipstjóri væri sú að
þeir þyrðu ekki að láta undir hann skip
því að þeir vildu vernda fiskistofnana.
Bjössi í Gröf var bróðir Binna. Hann
hét Þorbjörn fullu nafni, mikill indælis
karl. Hann tók mig undir sinn verndar-
væng. Það var siður hjá mörgum gömlu
togarajöxlunum að halda nýliðum frá
netabætningu en Bjössi var á annarri
skoðun og var duglegur að segja okkur
nýliðunum til.
Meðan ég var á Skutli var allur fiskur
hausaður og ísaður í stígjur og siglt með
hann til vestur-strandar Englands, nánar
tiltekið til Fleetwood. Ég fór tvisvar í
siglingu með Skuti og í bæði skiptin til
Fleetwood. Við ungu mennirnir gripum
þá tækifærið og heimsóttum Blackpool
en margir af eldri hásetunum komust
ekki lengra en á „Rörið“ sem var bjór-
sjoppa skammt ofan við fiskimarkaðinn.
Mig minnir að sjoppan héti Social Club
en það lá rör eftir henni endilangri, þess
vegna fékk hún þetta nafn, „Rörið“, hjá
bæði Íslendingum og frændum okkar
Færeyingum.
Um vorið 1946 var ég í siglingafríi.
Þegar stutt var eftir af fríinu fór ég í
ferðalag vestur á Snæfellsnes á bíl sem
ég átti. Ég ætlaði að koma aftur sama
dag og Skutull kæmi heim frá Englandi
en það fór á annan veg. Bíldruslan var
alltaf að bila svo ég tafðist. Þegar ég kom
loks á Kjalarnesið sá ég á eftir Skutli þar
sem hann var á útleið. Þetta var í eina
skiptið sem ég missti af skipi.
Styrkir brjósk og bein
HAFKALK
www.hafkalk.is
Virðist draga úr liðverkjum
vegna slitgigtar
Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is
• Skór
• Stígvél
• Vettlingar
• Vinnufatnaður,
• Hnífar
• Brýni
• Bakkar
• Einnota vörur o.fl.
• Kassar
• Öskjur
• Arkir
• Pokar
• Filmur Vélreistur kassi
Handreistur kassi
Allar umbúðir fyrir matvælaiðnaðinn
-okkar vörur selja þína vöru
Sendum sjómönnum
og fjölskyldum þeirra bestu
kveðjur á sjómannadaginn
Grindavíkurbær
ÍKINGURV S J Ó M A N N A B L A Ð I Ð