Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 42
42 – Sjómannablaðið Víkingur að tréplanki var fyrir neðan rekkverkið, og þar hafði mest af skítnum lent. Var þar í hraukum. Kallaði strax á annan stýrimann og sagði honum að líta á þetta. „Náðu strax í spúlinn og sprautum þetta af, kúkinn.“ Vildi til, að við vorum ekki í söluferð í Grimsby, hefðum verið reknir út. Eða í Þýzkalandi. Þar hefðum við verið settir á svartan lista, það sem eftir var ... fyrir svona drulludall. Þeir míga bara í vaskinn Guðmundur Jörundsson vildi skuttogara, þegar hann lét smíða Narfann í Þýzka- landi 1957; Þjóðverjar voru þá að smíða þannig togara fyrir sig; „þúsund tonna“ togararnir okkar, Sigurður, Freyr, Víking- ur og Maí voru síðustu síðutogararnir, sem Þjóðverjar smíðuðu fyrir nokkurn mann! En „skuttogaranefndin“ neitaði honum um þetta. Guðmundur Jör. vildi líka bæta lúkarinn fyrir hásetana, fá tveggja manna klefa með vaski og kló- setti. Þá sagði einn í togaranefndinni. „Hvað ætli þeir hafi að gera með það. Þeir míga bara í vaskinn.“ Guðmundur Jör. var á undan sínum tíma. Narfi var bara með stjórnborðstroll, bakborðsmeg- in voru frystivélar; og byggt var yfir þær. Nýstárlegt að sjá þetta. Um 1960 vorum við orðnir afturúr í hugsunarhætti. Skipin úrelt frá upphafi og ekki eins vel smíðuð og menn héldu, úr brezku brotajárni. Og þegar hér var komið orðin slitin. Þeim var mikið hald- ið úti, frá því að þau komu ný eftir 1947 og fram eftir 6. áratugnum, þegar heima- miðin voru enn aðgengileg fyrir togar- ana. Hugarfarið gagnvart mannskapnum var arfur frá Bretum, miskunnarlaus þrælahaldshugsunarháttur nýlendukúg- arans. Þannig drabbaðist þetta niður, um leið og þessum gamaldags skipum var boðið meira og meira, sóttu lengra og lengra og á úthafsmið og í íshafsstrauma. Enginn efast um, að mjög litlu mátti muna, að áhöfninni á Þorkeli mána tæk- ist ekki að bjarga honum í Nýfundna- landsveðrinu 1959. Sagt einstakt, að skipsdagbók varðveittist frá skipi, sem var svona tæpt komið. Önnur höfðu öll farið niður!! Siggi Kolbeins var 2. stýrimaður á Mánanum þarna, kastaðist við ísbarn- inginn út í rekkverk, fengu hnút á sig, brákaði eða braut í sér hrygginn, náði sér aldrei; fór illa. Og Svarti riddarinn var háseti í þessum túr. Fastagestur á Langa- bar. Þeir hentu honum seinna út af Þingholtsstræti 25, og hann varð úti undir tröppunum hjá þeim, fullur; þess vegna hentu þeir honum út; margra barna faðir, já, og með ýmsum. Þakkir þjóðfélagsins? — Hvernig spyrðu, drengur? Hann hét líka Einar blakkur, var Austfirðingur, þekkti hann lítið. Úrvalsáhöfn, sem fórst með Júlí, enn minna talað um það. Ólafur: Dómskerfið. Var sett upp rannsóknarnefnd eins og Bretar mynd- uðust við að gera, þegar St. Lorella og St. Roderigo fórust vegna yfirísingar NA af Horni í janúar 1955.2 Almennings- álitið hjá þeim heimtaði það. En almenn- ingsálitið á Íslandi! Var það til um þetta!? ... bara „Hærra minn Guð til þín“ og „Á hendur fel þú honum“. Prestarnir gagnrýndu ekkert, og læknar og lög- menn þögðu. Ekkert upp úr þessu að hafa. Framhald 1 Vildi ekki gefast upp – vildi ná til lífsins. Morgunblaðið, 28. desember 1986, 72. árg., 292. tbl., bls. 1. 2 Report of the Hughes Hallett Committee on Matters Arising out of the Loss of the „Roderigo„ and „Lorella.„ August 1955 – February 1956, Appendix I–X. Report of the Committee of Enquiry under the chairmanship of Vice- Admiral Sir Charles Hughes Hallett to investi- gate the causes of the loss of St Roderigo and St Lorella in January 1955 and related matters. (The Hughes Hallett Report), DBTH/24/44 February 1956. Í vélarrúminu á Fylki. Sófus Henry Hólm, vélstjóri, til vinstri; kyndari til hægri. Á Nýfundnalandsmiðum á Fylki. Beðið eftir því, að karfatrollið komi upp. Frá vinstri hásetarnir Guðmundur H. Pálmason, Þorsteinn Magnússon, Jón Vattnes Kristjánsson og Jón Gíslason, bátsmaður.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.