Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 20
valda í Cólumbíu til verksins, en Panama
var þá hluti þessi ríkis. Kostnaðaráætlun-
in hljóðaði í fyrstu upp á 214 milljónir
dollara, en eftir margskonar útreikninga
taldi de Lesseps sig geta sýnt fram á, að
120 milljónir dollara nægðu. Skurðurinn
átti að vera 9 metra djúpur, botnbreidd-
in 22 metrar, en yfirborðsbreiddin 27.5
metrar. Til að þetta tækist, þurfti að grafa
120 milljónir rúmmetra af jarðvegi,
stífla Chagresána og veita henni burt eft-
ir skurðum.
Í ársbyrjun 1881 komu Frakkarnir til
Panama og hófu undirbúning, ruddu
miklu af skógi, byggðu vinnuskála og
reistu sjúkraskýli. Það liðu ekki nema um
5 mánuðir uns fyrsta áfallið dundi yfir.
Með regntímanum, sem hófst í maí kom
árlegur gulufaraldur og honum lauk ekki
fyrr en í október, er regntímanum lauk.
Fyrstu verkamennirnir dóu strax um
vorið og áður en yfir lauk og Frakkar
hættu við verkið höfðu um 22000 manns
látið lífið, flestir úr gulu og malaríu.
Mikinn mannafla þurfti til verksins,
því stórvirkum vinnuvélum var ekki til
að dreifa fyrsta kastið, handaflið, múldýr
og litlar vagnar voru notuð og árið 1888
voru alls 20 þúsund manns að störfum,
langflestir frá Vestur-Indíum. Hins vegar
hélst Frökkunum ekki allt of vel á starfs-
fólki, bæði vegna sjúkdómanna og erf-
iðra vinnuaðstæðna. Sjálft verkið við
skurðinn hófst ekki fyrr en rúmu ári síð-
ar, þ.e. 1882. Nokkrum árum síðar, eftir
blóð, tár og svita og strit, varð Frökkun-
um ljóst, að hugmyndin um „sjávar-
málsskurð“ var óframkvæmanleg. De
Lesseps var þráablóð og það var ekki fyrr
en 1887 að ákveðið var að byggja skipa-
stiga. 1889 var félagið gjaldþrota og
verki hætt og hafði það þá kostað um
235 milljónir dollara.
Gjaldþrotið olli miklu uppnámi í Frakklandi og rannsóknir
leiddu mikla spillingu í ljós. Frökkum þótti hins vegar ljóst, að
ef ætti að bjarga hlutafjáreigendum yrði að ljúka verkinu og því
stofnuðu þeir nýtt hlutafélag árið 1894, „Compagnie Nouvelle
du Canal de Panama“. Það var reyndar sama ár og Ferdinad de
Lesseps safnaðist til feðra sinna, saddur lífdaga. Þá var gert ráð
fyrir tveggja þrepa skipastiga við hvorn enda skurðarins. Lítill
kraftur var þó í verkinu og voru starfsmenn aldrei fleiri en
3600. Því var fljótlega farið að leita eftir kaupanda en verðmið-
inn var upp á 109 milljónir dollara.
Um sama leyti voru Bandaríkjamenn að velta fyrir sér skipa-
skurði í gegnum Nicaragua, enda lá þeim nokkuð á, að stytta
siglingaleiðina strandanna á milli, bæði vegna aukinna viðskipta
og af hernaðarástæðum. Þeir buðu franska félaginu 40 milljónir
dollara eða alls ekki neitt! Salan fór fram í júní 1902 og enginn
veit í raun hve miklu Frakkar töpuðu. Sama ár, 1902, þegar
herskipið USS Maine eyðilagðist við Kúbu, var USS Oregon sent
af stað frá San Francisco og var 67 daga á leiðinni um Horn-
höfða! Það var því engin furða þótt Bandaríkjamenn litu Pan-
ama hýru auga, ekki síst eftir að mælingar þeirra og rannsóknir
í Nicaragua næstliðin ár höfðu sýnt, að Panama var í reynd eini
raunhæfi kosturinn. Þá var Theodore Roosevelt orðinn forseti
Bandaríkjanna, en Frakkar úr sögunni.
20 – Sjómannablaðið Víkingur
Eftir Chagresánni er siglt um átta og hálfan kílómetra inn á Gatunvatn, sem er tilbúningur manna. Gatum-
stíflan – stærsta stífla heims þegar hún var byggð árið 1906 – heldur því í skefjum og tryggir að alltaf sé
nægt vatn í skipastiganum, líka yfir þurrasta tíma ársins. Á vatninu eru sigldir rúmir 24 kílómetrar að
Gatunskipastiganum, þriggja hólfa skipalyftu, sem leggur undir sig tæplega 2 kílómetra af siglingaleiðinni.
Lyftan er tvöföld og flytur skip samtímis í báðar áttir. Þarna síga skip á austurleið niður í rétta sjávarhæð
Atlantshafs. Framundan er rúmlega þriggja kílómetra sigling út á Karíbahaf.