Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 21
Sjómannablaðið Víkingur – 21
Sjúkdómar og aðbúnaður
Sjúkdómar ollu miklu mannfalli, allt fram yfir aldamótin 1900,
því menn þekktu þá ekki fræðilega, vissu ekki hvernig þeir
bárust og kunnu engin ráð til að lækna þá, sem sýktust. Mala-
rían, sem oft er nefnd mýrarkalda, var skæðust. Nafnið er kom-
ið úr ítölsku „mal aria“ slæmt loft. Malarían berst með moskitó-
flugunni, einkum kvenflugunni, sem flytur með sér sníkjudýr,
sem komast inn í blóðrás mannsins og sýkja rauðu blóðkornin,
sem veldur sótthita og blóðleysi. Ef allt fer á versta veg, getur
sjúklingurinn fallið í dá og jafnvel látist. Frakkar reistu ótal
sjúkraskýli fyrir hina veiku, en réðu ekki neitt við neitt. Eina
tilraun gerðu þeir til að láta hinum sjúku líða vel, en það var að
bægja skordýrum frá því að komast upp í sjúkrarúmin. Það
gerðu þeir með því að setja rúmfæturna í fötur fylltar vatni. Það
bægði skriðkvikindum auðvitað frá, en menn vissu ekki, að
kjörlendi moskitóflugunnar er staðnað vatn og þær urpu eggj-
um sínum í vatnsföturnar, sem voru hin ágætustu uppeldis-
staðir fyrir lirfurnar og má því segja, að þar hafi hönd verið
skamma stund höggi fegin.
Helsta lyf gegn malaríu var kínin, efni, sem myndast í berki
kínatrjáa, sem vaxa í hitabelti Suður-Ameríku. Það þekktu
Evrópumenn allt frá fyrri hluta 17. aldar, er það var notað á
Ítalíu gegn malaríu.
Mýragula (yellow fever) er landlægur sjúkdómur víða í hita-
beltinu, sem veldur erfiðum veikindum með sótthita, höfuðverk
og verkjum í fótum og hröðum hjartslætti og getur verið ban-
væn. Hún stafar af veiru, sem berst milli manna með moskitó-
flugum.
Strax vorið 1904, en þá höfðu menn vitað í ein sjö ár, að
moskitóflugan var smitberi þessara tveggja sjúkdóma, var hafist
handa við að útrýma henni. Verkinu var stýrt af miklu harð-
fengi. Eiðinu var skipt í 11 svæði og skipulega gengið til verks.
Skurðir voru grafnir til að veita burtu stöðnuðu vatni, gróðri
eytt og olíu dreift reglulega yfir, alls 700 þúsund gallonum á ári
auk eiturefna. Allt var þetta gert til að eyðileggja kjörlendi flug-
unnar. Þá var reykræstingu beitt til að vinna bug á gulunni.
Brennisteini, púðri og olíu var blandað saman og brennt innan-
húss með þeim ágæta árangri, að árið 1906 fannst aðeins eitt
tilfelli af gulu og eftir það ekkert.
Þá skipti félagslegur aðbúnaður miklu máli. Frakkar virðast
ekki hafa hugsað nógu vel um hann og gert sér litla grein fyrir,
að erfið vinna krefst hvíldar, ekki bara líkamlegrar, heldur einn-
ig andlegrar. Það var til þess, að drykkjukrár risu í tuga- eða
jafnvel hundraðatali og áfengisneysla varð alvarlegt vandamál.
Bandaríkjamenn tók þetta allt öðrum tökum. Þeim var ljóst, að
góður aðbúnaður verkamanna var nauðsynlegur til að verkið
tækist. Þeir reistu fjölda félagsheimila, sem voru rekin af
KFUM. Þar voru billjarðssalir, funda- og samkomusalir, lestrar-
salir og gnægð bóka, keilubrautir, íþróttaaðstaða og seldur var
ís og gosdrykkir. Árgjaldið var lágt, 10 dollara á ári og stóð ekki
undir kostnaði. Hafnaboltavellir voru reistir og lestirnir fluttu
verkamennina á leikina og aðrar hverja helgi voru dansleikir.
Þetta allt breytti aðstöðu verkafólksins og drykkjukránum
fækkaði um 60% á skömmum tíma.
Tölur um mannfall eru afskaplega misvísandi eftir heimild-
um. Við lagningu járnbrautarinnar létust um 10-12 þúsund
manns, við vinnu Frakkanna um 20-23 þúsund og Bandaríkja-
menn misstu um 5 þúsund. Lægri tölurnar segja 35 þúsund,
þær hærri 40 þúsund. Rétta tölu veit enginn.
Bandaríkjamenn taka við
Fyrir aldamótin 1900 var spænska stórveldið, sem eitt sinn
hafði ráðið allri Mið- og Suður Ameríku, að Brasilíu undanskil-
inni, komið að fótum fram. 1895 gerðu Kúbumenn uppreisn,
sem í reynd varð ekki meiri að umfangi en skæruhernaður.
Bandaríkjamenn áttu þar peningalegra hagsmuna að gæta og
1898 lýstu þeir stríði á hendur Spánverjum. Sjóherinn banda-
ríski, sem var nú sá þriðji stærsti í heimi, sigldi vestur Kyrrahaf,
Maritech er leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir
sjávarútveginn. Lausnirnar spanna alla virðiskeðjuna,
frá skeldi og veiðum til sölu og dreingar.
Nýjustu upplýsingar eru forsenda réttra ákvarðana
Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti, 600 Akureyri
sími 545 3200 » sala@maritech.is » www.maritech.is
- tryggir þér samkeppnisforskot