Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 6
6 – Sjómannablaðið Víkingur rakst ég á Sigga á förnum vegi og spurði hvernig hefði gengið til baka frá Hafnar- firði. Ekki vel, svaraði Siggi. Hann hafði lent út af, keyrt niður í skurð, brotið allt undan bílnum og verið rekinn. Hafði þá verið að keyra fyrir annan og þetta verið fyrsti dagurinn og nú væri hann atvinnu- laus. Ég sagði að hann ætti inni hjá Gísla og við skyldum rölta upp á Bárugötu. Gísli tók vel á móti okkur eins og við mátti búast því að hann var mikill höfð- ingi heim að sækja. Svo var Siggi ráðinn og var lengi með Gísla eftir það. Jón Þorláksson Næst var ég með Gísla á Jóni Þorláks- syni. Eitt sinn þegar verið var að taka trollið – það hljóta að hafa verið tveir pokar í því þegar seinni pokinn kom yfir lunninguna og skall í bakreipinu duttu nokkrir fiskar úr pokanum og lentu á dekkinu. Ég hafði ekki hnýtt nógu vel fyrir pokann í skiptingunni. Gísla líkaði þetta auðsjáanlega ekki því hann kom hálfur út um brúargluggann, kallað á mig og sagði réttast að hengja mig í kol- línunni fyrir bölvaðan aulagang – svo var það gleymt. Einu sinni vorum við að taka trollið í leiðinda veðri (það var sagt að Jón væri blautur á síðunni). Það var eitthvað rifið trollið svo ég fór að bæta sgverinn þarna undir brúarvængnum. Ég tók eftir því að Gísli var í glugganum og fylgdist með. Honum hefur sennilega fundist mér ganga seint því ég veit ekki fyrri til en hann er kominn niður, segir mér að halda í netið því hann ætli að klára að bæta þetta. Ég skorða mig nú við lunn- inguna en Gísli stendur í miðjum gang- inum og byrjar að bæta (það var sagt að Gísli væri tveggja manna maki við alla vinnu á togara). Þá skeður það að dall- urinn leggur sig og sjór fyllir gangana. Ég stóð ólagið af mér því ég hafði góðan stuðning við lunninguna en Gísli missti fótfestuna og fór á kaf. En ekki var skip- ið fyrr búið að hreinsa sig en Gísli stóð upp aftur og kláraði að bæta. Ég veit ekki hvort hann fór í þurr föt áður en hann kastaði aftur. Hann hefur þá eldsnöggur því að hann hefur varla verið kominn upp í brú aftur þegar hann kallaði að láta fara. En viðkvæðið hjá þessum körlum var að það fiskaðist ekki í trollið á dekkinu. Það þekktist ekki neitt slór. Helvítis leti Í annað skipti vorum við að taka inn trollið í vitlausu veðri úti á Hala. Eitt- hvað af fiski var í trollinu og Gísli skip- stjóri kallar til okkar að vera nú snöggir að kasta fiskinum niður í lest áður en hann fljóti út fyrir lunninguna. Það má gera að honum seinna, öskraði Gísli út í veðrið. Nú er sett á fulla ferð inn á Önundar- fjörð. Eitthvað var trollið rifið því okkur var sagt að fara að bæta sem hefði nú mátt bíða þangað til komið var í landvar. Þarna siglum við svo á fullri ferð, í brjál- uðu veðri og karlarnir á dekki að gera við. Svo gerðist hið óhjákvæmilega, tog- arinn tók á sig sjó sem þreif mig með sér aftur allan bakborðsganginn. Ég var ýmist fyrir innan eða utan lunninguna og stoppaði ekki fyrr en á afturgálgan- um. Nú var slegið af og hélt ég mér í gálgann meðan sjórinn rann út. Kom þá einn félaga minna á dekkinu og studdi mig fram í lúkar því ég gat ekki stigið í aðra löppina. Skömmu seinna kemur Mummi frændi (Gvendur Toll) fram í lúkar til að líta á mig, fyrsti stýrimaður er líka doktorinn um borð, það eru óskráð lög. Hann spyr hver andskotinn sé að mér. Ég segist vera slæmur í löpp- inni. Hann vill fá að sjá á mér fótinn en ég sagðist ekki geta hreyft hana. Hann yrði þá að stíga upp á bekkinn því ég var í efri koju. Stígur hann nú upp á bekk- inn, kippir af mér teppinu og fer að káfa á hnénu án þess að taka af sér þykka ullarvettlinga sem hann var með á hönd- unum. Svo kom úrskurðurinn, ekkert nema helvítis leti. Þegar hann er þarna að tauta yfir mér komu karlarnir allir með tölu niður í lúkar og sögðust neita að vinna á dekki í svona veðri. Þeir stóðu við það og fóru ekki upp aftur fyrr en komið var í var fyrir utan Flateyri. Þá var fiskinum kast- að aftur upp á dekk, og klárað að gera við trollið. Þegar veðrið gekk niður var túrinn svo kláraður en ég lá í koju allan tímann. Þegar í land kom fór ég beint til læknis. Það var Kristinn Björnsson. Hann var yfirlæknir á Hvítabandinu sem var lítið sjúkrahús efst á Skólavörðustígnum, sennilega ekki til lengur. Þar lá ég í tíu daga og stakk hann nál undir hnéskel- ina og sogaði út heilmikið blóð og vatn. Svo varð ég lengi á eftir að ganga í ljós og nudd. Hann sagði að það yrði að Á Halamiðum veturinn 1948. Jens Hinriksson vélstjóri tók myndina um borð í togaranum Goðanesi NK 105 frá Neskaupstað.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.