Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 22
22 – Sjómannablaðið Víkingur til Filippseyja og sökkti spænska flotanum og neyddi Spánverja til að afsala sér eyjunum gegn 20 milljón dollara skaðabótum. Panama hafði verið hluti af Columbíu og undu þeir hag sínum ekki alltof vel. Bandaríkjamenn gerðu samning um skurðinn við stjórnvöld í Columbíu, en þau undirrituðu hann ekki, m.a. vegna þess, að þau vildu fá hlut í þessum 40 milljónum dollara, sem Frakkar áttu að fá fyrir allt sitt strit. Þá bentu Bandaríkja- menn Panamabúum á, að ef þeir gerðu uppreisn, ættu þeir vísan stuðning. Svo fór og án alls vopnaskaks. Hinn 23 janúar 1903 fengu Bandaríkjamenn yfirráð yfir skurðstæðinu og landræmu beggja vegna fyrir 10 milljónir dollara. Bandaríkjamenn tóku formlega við eignum og verkum Frakka 4. maí 1904. Eitt af því fyrsta, sem gera varð, var að koma upp viðunandi húsnæði fyrir verkamennina. Húsin, sem Frakkar höfðu reist, alls 2.148, voru flest í niðurníðslu, sum voru rifin, enda ónýt, önnur endurbyggð og tækjabúnaður Frakkanna var nær allur dæmdur ónothæfur, enda verktækni Bandaríkjanna miklu meiri, vélarnar stórvirkari og tækni- þekking stórum betri. Það var mikið verk að afla stórvirkra vinnuvéla og koma þeim á staðinn við báða enda eiðisins, ráða vinnuafl og huga að aðbúnaði þess. Verkið Verkinu var skipt í þrennt. Karíbahafsteymið sá um gerð varn- argarðs við Limonflóann, til að tryggja gott skipalægi, Gatun stigann og innsiglinguna að honum. Kyrrrahafsteymið var ábyrgt fyrir aðkomunni Kyrrahafsmegin ásamt nærri 5 kílómetra varnargarði og skipastiganum þeim megin, sem er í tvennu lagi. „Miðteymið“ var ábyrgt fyrir öllu þar á milli, þ.á.m. erfiðasta verkhlutanum, að brjóta sér leið í gegnum fjallið, sem gengur þvert á skurðinn og er hluti fjallakeðju, sem tengir álfurnar saman. Fjallið var „aðeins“ 110 metra hátt en Frakkarnir höfðu lækkað það þar sem skurðurinn átti að fara í gegn niður í 59 metra en efst var alltof mjótt á milli fjallshlíðanna beggja vegna eða aðeins um 225 metra, sem urðu að lokum um 600 metrar. Þetta er talið eitthvert mesta verkfræðiafrek þessara tíma, því skurðurinn varð alls 13 kílómetra langur og á endanum aðeins 12 metra yfir sjávarmáli. Hann er kenndur við Boise de Gaill- ard, verkfræðinginn, sem stýrði verkinu, en hann lést skömmu áður er skurðurinn var opnaður. Um 6 þúsund manns unnu þar, boruðu holur í bergið, sprengdu og fluttu grjótið burtu með lestum og voru nýir teinar lagðir eftir því sem verkinu fleytti fram. Til þessa voru notuð 27 þúsund tonn af dýnamíti og allt að 160 lestar voru í notkun þegar mest var. Við þetta bættust svo mörg skriðuföll úr hlíðunum. Alls fluttu Banda- ríkjamenn 76 milljónir rúmmetra í burtu, af þeim voru um 23 þúsund vegna skriðufallanna. Stíflur voru gerðar að vestan við Miraflores og að austan við Gatun. Smíði sjálfs skipastigans að austan hófst í ágúst 1909. Þrepin eru þrjú, 110 fet á breidd og 1000 á lengd og dýptin er á við 6 hæða byggingu. Veggir og botn eru steyptir og sú steypa heldur enn, rúmum 100 árum síðar! Þrepin eru fyllt með vatni í Gatunvatni og er þyngdaraflið notað til að fylla þau. Vatnið flæðir um 100 fjarstýrðar pípur í botninum og það lyftir skip- unum hægt upp uns hæðinni á næsta þrepi er náð, þá eru lok- urnar milli þrepanna opnaðar og skipið dregið inn í næsta þrep, það fyllt á sama hátt af vatni. Ekki má hreyfa skrúfu og eru skipin dregin af 6 rafknúnum vögnum, þrem á hvort borð, sem ganga eftir brautum og bera nafnið „Múldýrið“. Það tekur um 10 mínútur að fylla hvert þrep. Panamaskurðurinn var formlega tekinn í notkun árið 1914 Um 14000 þúsund skip, stór og smá, fara um Panamaskurð- inn ár hvert. Vatnið sem hvert skip þarf í skipastigana eru 200 þúsund tonn og það kemur úr Gatunvatni, sem Chagres áin myndar, en hún er vatnsmikil og hefur alveg sérstaklega úr- komumikið vatnasvið. Gatunvatn er um 462 ferkílómetrar að stærð og var á sinni tíð stærsta manngerða vatn í heimi og er 85 fet ofan sjávarborðs. Það er ekki ókeypis að sigla um Pan- amaskurðinn. Infinty, skipið, sem skrifari fór með og er 91.000 tonn að stærð, þurfti að greiða 328.000 dollara fyrir ferðina. Stækkunin Þegar á 4. áratug síðustu aldar komu upp hugmyndir um að stækka skipastigana, m.a. vegna þess, að það var miklum er- fiðleikum bundið að koma stærstu herskipum Bandaríkjamanna þar í gegn. Þessum hugmyndum var slegið á frest um sinn, en 1939 ákvað Bandaríkjaþing að hefjast handa og bæta einum stiga við hvoru megin. Þetta verks hófst svo 1940 og unnið var í skamman tíma, en þá voru gerð verkalok. Árið 2006 var ákveðið að hefjast handa á nýjan leik og nota þá skurði, sem grafnir höfðu verið 1940. Verkið hófst svo fyrir alvöru árið 2007 og á því að ljúka 2014, en þá verða eitt hundr- að ár liðin frá því skurðurinn var opnaður. Nýju þrepin verða á allan hátt miklu stærri en þau, sem fyrir eru. Lengd þeirra verð- ur 427 metrar, það eru 4 fótboltavellir enda í enda, meir en 100 metrum lengri en hin gömlu og þau verða bæði breiðari og dýpri. Í stað „Múldýranna“ munu dráttarbátar draga skipin. Við hliðina á hverju þrepi verða 3 vatnsgeymar, sem tæmt er úr til að lyfta skipunum og lokurnar á milli þrepanna verða fljótvirk- ari en þær gömlu. Ennfremur verður innsiglingin að stiganum dýpkuð verulega beggja vegna og við Gaillardskurðinn sömu- leiðis. Þá verður að hafa í huga, að skip eru miklu stærri en var fyrir hundrað árum og það eitt réttlætir stækkunina. Panamabúar eignast skurðinn Allar götur frá 1904 höfðu Bandaríkjamenn ráðið landspildu umhverfis skurðinn, en höfðu um langt árabil greitt Panama- búum myndarlegar fjárhæðir í leigu. Árið 1977 gerði Jimmy Carter, Bandaríkjaforseti, samning við yfirvöld í Panama um að sest yrði niður og samið um afhendingu skurðarins. Það varð svo að raunveruleika á síðasta degi ársins 1999 og síðan hefur skurðurinn lotið stjórn heimamanna. Árlegar tekjur af skurð- inum eru nú um 1500 milljónir bandaríkjadala og hafa tvöfald- ast á nokkrum árum, en kostnaður hækkað óverulega. Panama- búar hafa sýnt og sannað, að þeir hafa bolmagn til að reka skurðinn og gera það með prýði. Framkvæmdir við nýjan stiga, Kyrrahafsmegin. Panamaskurðurinn er tæpir 80 km að lengd. Fyrsti skipastiginn, þegar komið er í skurðinn af Kyrrahafi, er Miraflores – þangað er rúmlega 13 km sigling.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.