Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 12
12 – Sjómannablaðið Víkingur Ég var með Guðna Sigurðssyni á síld sumarið 1945. Hvatti hann mig til þess að fara á togara og bauðst til að mæla með mér við Karl Jónsson, skip- stjóra á b/v Skutli en þangað var Guðni ráðinn eftir síldarúthaldið. Guðni fór síðan með mér til Karls og fékk ég plássið. Kolum lempað Skutull hét áður Hávarður Ísfirðingur og var byggður í Selby í Englandi 1924-´25 og var fyrst gerður út frá Ísafirði og var nafninu breytt í Skutull meðan hann var á Ísafirði. Ég man ekki hvaða ár hann kom til Reykjavíkur en þegar ég réði mig á hann var hann gerður út af Þórði kolakaup- manni. Gárungarnir sögðu að hagnaður- inn af útgerðinni væru vasapeningar Thorsaradætra. Ekki veit ég hvað var satt í því. Ég man ekki hvað Skutull var stór en minnir að hann væri rúm 300 tonn. Í stríðinu breyttist hluti af kolabox- unum í fiskilest þegar leið á túrinn og gekk á kolin og aflinn varð meiri. Það lenti á hásetunum að lempa kolin úr lestinni aftur í kyndingarrúmið (fírpláss- ið). Það var föst regla að þeir sem voru byrjendur um borð voru settir í það verk og þar sem ég var nýr fékk ég starfann ásamt Arinbirni Sigurðssyni sem seinna varð þekktur togaraskipstjóri. Á milli lestar og kyndirúms voru göng (túnill), um 2 metra löng og um það bil 140 cm á hæðina. Það var bölvað puð að lempa kolunum í gegnum þau, hálfboginn. Það stóð á endum að þegar búið var að lempa kolunum úr lestinni var búið að fylla forlestina af fiski. Þegar ég var laus við kolin var ég settur í pontið þar sem ég átti að þvo fiskinn og kasta honum niður í lest. Þriðja starfið, sem lenti á herðum byrjenda, var að bera lifrina aftur í bræðsluhúsið sem var aftast, undir bátaþil- fari. Ég ætla að segja smásögu í sambandi við lifrarburðinn. Sprautaðu svo maður! Það var metnaður hjá mann- skapnum að ganga vel um lifrina því að lifrarpeningarnir voru stór hluti af kaupinu. Menn áttu til að setja svil og fleira saman við lifrina, til að drýgja hana, en það var illa séð af bræðslumanninum sem varð stjörnuvitlaus yfir slíku athæfi. Hann fékk nefnilega premíu ef lýsið kom vel út miðað við lifrarmagnið en LÍÚ verðlaun- aði þá sem stóðu sig best. Þegar ég byrjaði að bera lifrina lagði einn af hásetunum mér lífsreglurnar sem voru eftirfarandi: – Þú mátt aldrei sleppa körfunni þó að komi skvetta á þig. Og þegar bræðslumaðurinn er ekki aftur í grútarhúsi skaltu sprauta vel í karið sem lifrin er látin í en ef bræðslumaðurinn er þar þá gerir hann það sjálfur. Svo gerist það að ég er búinn að sturta úr lifrarkörfunni og er að sprauta í karið þá er þrifið heldur óþyrmilega í mig og sagt: – Þú ert efnilegur strák- djöfull, byrjar á því að svindla í fyrsta túr. Ég náði ekki að svara karlinum, hann rauk af stað beint upp í brú og kærði mig fyrir Karli skipstjóra. Stuttu síðar kallar Karl á mig og segir heldur brúna- þungur: – Það væri réttast að kjöldraga þig, af hverju gerðir þú þetta? Ég svaraði sem satt var að Jón Hall- dórsson hefði sagt mér að þetta ætti ég að gera. Þá hló Karl og sagði: – Helvískur Jón – en þessi Jón og Karl voru eitthvað venslaðir. Duflið Eitt er mér sérstaklega minnisstætt frá veru minni á Skutli. Við vorum að veið- um út af Vestfjörðum. Svo kemur kallið og það er byrjað að hífa, trollið kemur á síðuna en flýtur þá ekki upp tundurdufl í skvernum. Það vildi til að það var gott Ragnar Franzson Eitt ár á SKUTLI Hávarður Ísfirðingur ÍS. Markús Karl Valsson sendi Víkingnum þessa mynd en á frábærri heimasíðu Markúsar (http://krusi.123.is/ blog/record/401557/) má fræðast um skipið. Þar segir: „Hávarður Ísfirðingur ÍS var smíði no. 885 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby Englandi árið 1919 og hét hann þá Daniel Mcpherson og var í eigu breska flotans sem breytir svo nafninu á honum í Lord Halifax árið 1920. Togarafélag Ísfirðinga eignast togarann árið 1925 og þá fær hann nafnið Hávarður Ísfirðingur ÍS 451. Eigenda- skipti verða 1936 er hf Hávarður á Ísafirði eignast togarann. Árið 1938 eignast hf Valur á Ísafirði togarann og nafnið verður Skutull ÍS 451 og er svo til ársins 1942 er hf Askur í Reykjavík skiptir á honum og togaranum Þorfinni RE 33 sem fór vestur í staðinn fyrir Skutul ÍS sem heldur Skutuls nafninu en verður RE 142. Togarinn var síðan skilinn eftir í Hull er sala á honum til Oddson & Co í Hull gekk til baka og dagaði hann uppi þar í borg og var rifinn árið 1952. Helstu mál voru 324 tonn 42,2 metrar á lengd 7,2 metrar á breidd og í honum var 600 hp 3þ gufuvél.“ Það hefur ótrúlega oft hent íslensk togskip að fá tundurdufl í vörpuna. Hér er eitt slíkt á þilfari togarans Karlsefnis RE 24 sumarið 1964. Duflinu var skilað aftur í hafið. Mynd: Jónas Haraldsson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.