Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 40
40 – Sjómannablaðið Víkingur Hann reif svo mikið Guðmundur: Netin voru úr orloni fljót- lega eftir 1960. Áður voru þau úr sísal- hampi og þar áður úr tjöruhampi. Þá voru allir svartir. Auðunn Auðunsson var netaböðull, var með Fylki. Voru með hann til skiptis bræðurnir, Auðunn og Gunnar. Þegar Gunnar fór í frí, fór ég í frí. Auðunn reif svo mikið, að erfitt var að vera með honum. Gunnar reif lítið. Báðir fiskuðu vel. Var í 45 ár á togurunum. Náði árið 1948 rétt að komast á kolatogara. Ný- sköpunartogararnir komu. Svo fóru þeir. Síðustu árin voru það skuttogararnir. Sigldi 120 sinnum, tók það saman. Fór- um til Bremerhaven, Cuxhaven, Ham- borgar, Kiel, Hull, Grimsby, Ostende, Es- bjerg. Var á 22 skipum, kannski fleirum, sleppi flestum bátunum eins og Sæljón- inu, reknetabáti, og fleirum. Fyrst var það gamli kola Maí með Benedikti Ög- mundssyni, 1 túr 1948, þá Ingólfur (áð- ur Turid, færeysk skúta), eitt sumar á síld á henni; skipstjórinn var Finnur Dan., faðir Sigmundar, Bútsins, neta- mannsins, sem fórst með Júlí. Þá var það Surprise frá Hafnarfirði, 1 ár; Bjarni Ólafsson á Akranesi, 1 ár; Akurey, 1 ár; Austfirðingur, nokkrir túrar, Pétur Hall- dórsson, 2–3 ár; Júní 4 túrar; Skúli Magnússon, 2–3 ár; Hallveig Fróðadótt- ir, 2 mánuðir; Jón Þorláksson, 2 mánuð- ir; Askur, ½ ár; Fylkir, 7 ár; Hvalfellið, 3 dagar; Sigurður, 1–2 ár; Narfi, 7 ár; Rauðinúpur, 3 ár; Otur, 2 ár; Guðsteinn, 5–6 ár og Snorri Sturluson, 7 ár. Það gerir 42–43 ár, sem dreifast á 45, árin 1948–1992, því ég var stundum ein- hverja mánuði á Eyrinni í uppskipun á milli skipa, svo ekki er þetta nákvæmt. Eitt sinn dútlaði ég við að þvo nýja bíla fyrir Sambandið. Fór aldrei á fraktskip. Hásetinn uppi í mastrinu á Fylki á myndinni í síðasta kafla hét Hermann, ekki Ármann; að öðru leyti tókst þetta villulaust síðast. Undir mynd er Vil- hjálmur sagður frá Skálholti; kotið í Vesturbænum hét að vísu Skáholt, en við töldum stundum hitt réttara, Vilhjálmur hefði verið svo mikið við skál ..., nei, ekki Skálholt í Biskupstungum. Kerl- ingin, sem var með Röðul, hét Helga Marteinsdóttir. Fiskirenna, ótrúlega léttara Skipamellur, skipaskækjur, kölluðust þeir, sem fóru mikið á milli skipa, komið úr ensku. Menn töldu alltaf önnur skip fiska meira, gefa betra pláss. Á gamla Maí hjálpaði ég kokkinum. Á Surprise vorum við mikið á karfa á Halanum og lönduðum á Djúpuvík; mikill karfi þarna. Á Bjarna Ólafssyni var það Sel- vogsbankinn á vorin, ekki allt friðað þá eins og síðar við landhelgisútfærslurnar; þá var hún enn 3 mílur eða verið var að færa hana í 4 mílur. Ég var sitt á hvað á BÚR togurunum Skúla Magnússyni og Pétri Halldórssyni. Vorum í Víkuráli og Kolluáli. Annars var ég mest að hugsa um game og stelpur á þessum árum. Var á dekki eða í lest. Í lest var erfiðast að vera, að setja í stíur. Eitt sinn kom þarna maður og fór að mæla allt, lestaropin, steisana. Við spurðum, hvað stæði til. „Það sjáið þið næst,“ sagði hann. Næst Ólafur Grímur Björnsson Frá kola Maí til Snorra Sturlusonar Rætt við Guðmund Heimi Pálmason, togarasjómann í 45 ár – II – Gunnar Auðunsson í brúnni á Geir RE 241. Mynd: Björn Níelsen.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.