Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 28
Það var auðséð í bænum í gær, að eitthvað
sjaldgæft átti fram að fara. Straumur af
fólki gekk um stræti borgarinnar, margir
voru í sparifötunum og á götuhornum
stóðu hópar af allra stétta mönnum í
áhugamiklu samtali um það sem fram átti
að fara. Skólar flestir höfðu gefið nemend-
um brottfararleyfi úr kennslustundum,
aðrir skólar höfðu „frídag“ frá hádegi,
bankarnir lokuðu og búðir og skrifstofur
voru tómar. Kl. var nær 12 og fólksfjöld-
inn óx. Allir gengu í einu og sömu átt –
niður í Iðnó, þar sem stofnfundur Eim-
skipafélags Íslands átti að hefjast. Margir
voru í þeirri fylkingu, sem eigi eru því
vanir, að koma til opinberra funda.
Búðarstúlkur og vinnumenn, höfðingjar og
sveitamenn gengu þar sömu leið með sama
áformi – að vera viðstaddir þá þýðing-
armestu stundu, sem þessi þjóð hefir lifað
síðasta aldarfjórðunginn. – Áfram, áfram,
hver veit nema fullt sé orðið í Iðnó og ég
komist eigi inn! Áfram því ég skal vera
viðstaddur!
Fólkið gekk hratt niður Templarasund,
fánarnir blöktu í hægum austanandvara
yfir húsum bæjarbúa og vetrarsólarinnar
fyrstu geislar á þessu ári ruddu sér fram
úr dökkgráum skýjum og brostu hýrt til
hins „nýja Íslands“, sem nú var að vakna.
Eimskipafélagið tekur til starfa
– fyrstu skipin koma
Á stofnfundinum 17. og 22. janúar
1914 var samþykkt að veita nýkjörinni
stjórn Eimskipafélagsins heimild til að
láta smíða tvö flutninga- og farþegaskip
– Suðurlandsskip og Norðurlandsskip,
eins og þau voru kölluð. Það gekk eftir
og árið 1915 lét félagið smíða tvö skip í
Kaupmannahöfn. Suðurlandsskipið, sem
hlaut nafnið Gullfoss, var 1.414 brúttó-
lestir og gat tekið 74 farþega. Norður-
landsskipið var skírt Goðafoss. Það var
lítið eitt minna, 1.374 brúttólestir, og
hafði kojur fyrir 56 farþega.
Gullfoss lagði upp til Íslands frá
Kaupmannahöfn 1. apríl 1915 og hafði
viðkomu í Leith í Skotlandi. Allir skip-
verjar á skipinu voru íslenskir og skip-
stjóri Sigurður Pétursson. Gullfoss kom
til Vestmannaeyja 15. apríl og til Reykja-
víkur daginn eftir. Honum var vel fagnað
á báðum stöðum, Reykjavík var í hátíð-
arbúningi og mannfjöldi þyrptist um
borð til að skoða „skipið sitt“. Eftir
nokkurra daga viðdvöl í Reykjavík hélt
Gullfoss til Hafnarfjarðar og síðan á
nokkrar fleiri hafnir áður en lagt var í
haf til útlanda.
Goðafoss hélt af stað til Íslands frá
Kaupmannahöfn 19. júní og hafði við-
komu í Leith. Þaðan var siglt til Reyðar-
fjarðar og síðan norður og vestur um
land til Reykjavíkur. Á leiðinni kom
skipið á nokkrar hafnir á Austfjörðum og
Norðurlandi og var hvarvetna vel fagnað.
Eins og á Gullfossi voru allir skipverjar
á Goðafossi íslenskir og skipstjóri var
Júlíus Júlínusson.
Heimsstyrjöld og skiptapi
Stofnun Eimskipafélags Íslands bar að á
hárréttum tíma. Heimsstyrjöldin, sem
hófst síðsumars árið 1914, setti allar
kaupskipasiglingar á Norður-Atlantshafi
úr skorðum og ekki leið á löngu, uns
mjög dró úr siglingum erlendra skipa
hingað til lands. Þá kom sér vel fyrir
Íslendinga að hafa eigin skip í förum á
milli landa og reyndar óvíst að tekist
hefði að anna flutningi erlendrar nauð-
synjavöru til landsins og útflutningi
íslenskra afurða á stríðsárunum ef skipa
Eimskipafélagsins hefði ekki notið við.
Fossarnir sigldu eftir þörfum til Evrópu
og Norður-Ameríku á styrjaldarárunum
og fluttu jöfnum höndum vörur og far-
þega.
Rekstur Eimskipafélagsins gekk vel
fyrstu árin, en var þó fráleitt áfallalaus.
Þyngsta höggið dundi á félaginu er
Goðafoss strandaði við Straumnes að-
faranótt 30. nóvember 1916. Mannbjörg
varð og einnig tókst að ná mestum hluta
farmsins á land, en skipinu varð ekki
bjargað. Það eyðilagðist á strandstað og
má enn sjá leifar flaksins í fjörunni. Það
var árum saman mjög sýnilegt og lengi
var það siður skipstjóra á skipum Eim-
skipafélagsins að þeyta flautu skipa sinna
í virðingar- og kveðjuskyni þegar siglt
28 – Sjómannablaðið Víkingur
Esja árið 1940. Íslenski fáninn var málaður á skipið í þeirri von að Þjóðverjar virtu hlutleysi landsins.
Eigandi: Árni E. Valdimarsson