Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 4
4 – Sjómannablaðið Víkingur
Ég var háseti hjá Gísla Jónassyni
skipstjóra á þremur togurum. Fyrst
á Venusi frá Hafnarfirði, gömlum kola-
togara sem þótti mikið skip á sínum
tíma, seinna á Jóni Þorlákssyni og sein-
ast á Skúla Magnússyni frá Bæjarútgerð
Reykjavíkur. En fyrst örstuttur formáli
um skipstjóra og stýrimann. Gísli var
giftur föðursystur minni, Aðalheiði
Halldórsdóttur frá Hnífsdal. Systir
hennar var Helga Halldórsdóttir, gift
Guðmundi Thorlacíus, fyrsta stýri-
manni, en hann var móðurbróðir minn.
Þeir voru því svilar, Gísli og Guðmund-
ur sem á sjónum var kallaður Gvendur
Toll en í landi Mummi frændi.
Út vil ég, hvað sem það kostar
Ég ætla nú að segja frá atviki sem kom
fyrir meðan ég var á Venusi. Við vorum á
veiðum fyrir sunnan land þegar annar
kyndarinn veiktist og var farið með hann
í land. Komið var til Hafnarfjarðar
snemma morguns og tækifærið notað til
að bæta á kolabirgðirnar. Ég, Gísli skip-
stjóri og Mummi stýrimaður fórum heim
en við áttum allir þrír heima í Reykjavík.
Okkur talaðist svo til að ég myndi panta
bíl eftir hádegi og sækti svo Gísla og
Mumma en ég bjó þá á Grenimelnum.
Ég pantaði svo bíl eins og til stóð og
var keyrt niður á Bárugötu til Gísla. Á
leiðinni rabbaði ég við bílstjórann og
sagði honum að við þyrftum svo að
komast suður í Hafnarfjörð. Hann sagðist
ekki treysta sér til að keyra suður þang-
að. Það væri orðið ófært vegna veðurs en
hávaðarok var og blindbylur.
Nú kom Gísli í bílinn og en bílstjór-
inn tók stefnuna niður á Nýlendugötu að
sækja Mumma. Við Gísli brugðum okkur
inn og þar sagði ég þeim að bílstjórinn
treysti sér ekki lengra. Var þá hringt í
Hreyfil og þar fannst ökumaður sem var
tilbúinn að fara í Hafnarfjörðinn þrátt
fyrir óveðrið. Eftir skamma stund renndi
hann upp að húsinu en þegar við ætluð-
um að setjast inn í bílinn kom fyrri bíl-
stjórinn aðvífandi og heimtaði greiðslu.
Gísli brást hinn versti við, sér kæmi ekki
til hugar að greiða hugleysingjum sem
þyrðu ekki að keyra eftir sléttum götum
þegar heiðvirðir menn væru að reyna að
komast á sjóinn.
Þá blandaði Hreyfilsmaðurinn sér í
málið, hann gæti ekki farið með okkur
suðureftir nema hinn fengi fyrst borgað
en Gísli þverneitaði (bölvaður þrái) og
þar við sat. Við börðumst nú stórhríðinni
niður á Hreyfil, sem var til húsa neðst
við Arnarhólstúnið, en þar var engan bíl
að fá. Í þessum vandræðagangi tók ég
eftir leigubíl sem stóð þar skammt frá og
þekkti bílstjórann. Það var Siggi gamall
skipsfélagi.
Ertu ekki til í að keyra okkur í Hafn-
arfjörð, spurði ég
Hann hélt að það væri reynandi og
var nú lagt af stað. Það var auðvitað
ekkert vit í þessu, ösku rok og blindbyl-
ur, en það varð að komast út á sjó hvað
sem það kostaði. Ekki man ég hvað við
vorum lengi suðureftir en ferðalagið tók
allan eftirmiðdaginn, svo mikið er víst.
Stundum urðum við að ýta bílnum eða
ganga á undan til að vísa veginn enda
bæði bílar og rútur út af og í skurðinum
hingað og þangað á leiðinni. Nú var farið
út í vitlausu veðri, beint suður í Kefla-
vík, og legið þar í tvo sólarhringa undir
Stapanum. Ég get enn ekki séð neinn
ávinning af svona löguðu.
Skömmu eftir að ég kom í land aftur
Gunnar Guðmundsson
Þegar ég var með Gísla
Gert að.
Um borð í gömlum kolatogara.