Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 34
sjó) með afturveggnum sem er langvegg- ur. Vinnuborðið er stjórnborðsmegin og við það eru tveir móttakarar og talsend- irinn en á hillu hæga megin við hann eru tveir móttakarar, annar fyrir útvarp um skipið. Til vinstri við vinnuborðið eru svo 400W langbylgju- og stuttbylgju- sendar fyrir morse. Í kvöld fengum við í einu holinu nælonnetatrossu með miklu af dauðum fiski í. Ingólfur talaði þrjú samtöl í kvöld og dóttir Sigurjóns hringdi í hann í kvöld frá Reykjavík. 3. nóvember, laugardagur. Sama fiskirí nótt á sama stað en sett var á stím fyrir hádegi. Við fórum suðureftir, fram hjá Eldey og köstuðum S af Reykja- nesi en ekki virðist meiri fiskur hér en annarsstaðar. Ég þurfti að gera smávegis við rad- arinn uppi, var þar í 15 mínútur í leið- indakulda. Óli Matta, Matthías og Kiddi Konna símuðu hjá mér í kvöld. Kiddi er að hugsa um að sigla með kærustuna ef við komum að landi áður en við förum út. Ég fór með Diddu í síðustu siglingu, þá fóru þær fimm með okkur. Vindurinn snérist í sunnanátt í dag en svo spáir hann NA átt á morgun. Ég er að byrja að æfa mig að morsa með standard lykli, en mér veitir ekki af því, ég hef ekki snert hann í vetur, hef alltaf sent með lampalyklinum sem Gunnar bróðir smíðaði, en hann sendir bæði punkta og strik sjálfur, maður skammtar bara magnið og stillir hraðann með takka. 4. nóvember, sunnudagur. Svipað fiskirí í nótt en hefur farið heldur skánandi en meira rifrildi. Við erum útaf Grindavík, 8-10 mílur, og sjáum ljósa- dýrðina í landi á kvöldin. 5. nóvember, mánudagur. Í nótt og í dag vorum við NV af Stafn- esinu, 70 – 80 föðmum, í skaufafiskiríi, ýsa og karfi, en í kvöld settum við á stím og köstuðum útaf Lóndröngum á Snæ- fellsnesi en þar eru nokkrir togarar í skaufum af fiski, talsvert af háfi. Fyrsta holið okkar var skaufi af blönduðum fiski en annað holið var 2 pokar af gríðarstórri löngu, en það er sjaldgæft að fá svona mikið af henni í einu holi. Ég talaði við Diddu seint í gærkveldi, allt var gott að frétta hjá henni og líka heima úr Búðardal. Ég fékk slæmt kvef í síðustu siglingu og er fyrst núna að verða góður. Axel Schiöth var að toga þegar stóra holið kom og varð alveg hoppandi glað- ur, hann er besti náungi, þreklega vax- inn, en því miður slappur á taugum og dálítið uppstökkur þess vegna. 6. nóvember, þriðjudagur. Við forum á sama stað í nótt en fengum lítið og enga löngu. Þetta hefur bara verið stök torfa á flakki. Ég er farinn að fá Morgunblaðið dag- lega, en reyndar er það mánaðargamalt þegar ég fæ það. Besti kunningi minn hér um borð, Sigurjón Björnsson bræðslumaður, kemur með blaðið jafn- óðum og hann er búinn með það en hann les aðeins eitt blað á dag og alltaf í réttri röð. Í kvöld kom að okkur varðskip og morsaði með ljósum til okkar. Kristján skildi ekkert og náði í mig en ég sendi þeim kallmerki okkar og þá hættu þeir. Ég settist svo við að laga gamlan morse- lampa sem hér er til og er hann nú kom- inn í gott lag en sá galli er á honum að peran er fyrir 24 volt og vantar mig inn- stungu fyrir hann frammi í brú. 7. nóvember, miðvikudagur. Vorum útaf jöklinum í sama fiskileysinu fram á miðjan dag, en þá var Jón forseti farinn að fá skiptipoka í hverju holi NV 34 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.