Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 41
kom hann með bárujárnsplötu og talaði
við vélstjórann. „Ætlarðu að setja þetta í
kojuna hjá þér!?“ spurðum við. Nei,
hann fór með plötuna niður í lest og lét
fiskinn renna eftir henni í stíurnar. Þetta
var fiskirenna hjá honum. Svo voru
teiknaðar rennur og stútar, smíðað og
komið með þetta, og nú var hægt að láta
fiskinn renna í stíurnar líkt og steypu í
mót. Framför, ótrúlega léttara.
Á Austur-Grænlandi tókum við í
tveimur holum 54 poka, um 27 poka í
hvoru holi, 2 tonn í poka, 100 tonn á
dekki á Sigurði. Þá var honum lagt, á
meðan gert var að þessu. Þetta var
þorskur, mikið smáþorskur. Var á Skúla
Magnússyni, þegar Nýfundnalandsveiði-
æðið var. Vandinn var að toga nógu
stutt. Þar sá ég pokann koma beint upp
eins og strýtu og brotna um skverinn.
Misstum mikið af fiskinum og þurftum
að bæta. Stundum var ekki tekið í blökk-
ina, bara slakað og híft strax, hræðslan
var svo mikil að spryngi. Svakalegt fiskirí
þarna, og menn uggðu ekki að sér. Nei,
menn uggðu ekki að sér þarna með
þessa víradalla.
Var tekinn fullur „á almannafæri“ í
Grimsby. Settur inn í 12 tíma og missti
af skipinu. Var á Fylki. Komst heim með
öðru skipi og náði aftur plássinu. Sigld-
um strax aftur, og það var tollur eins og
vanalega. En nú kom Sæmundur til mín
og segir. „Þú átt alltaf tollinn hérna frá
síðasta túr.“ Hann hafði þá passað hann
fyrir mig allan tímann. Þrjá kassa af
bjór, 8 spíraflöskur, konfekt, cigarettur/
vindla o. fl. o. fl. Sat nú uppi með tvö-
faldan toll, og strax á eftir kom þriðja
siglingin! Þá fór ég í siglingafrí; heiðurs-
maður Sæmundur Auðunsson. Hann
leysti bræður sína af; ég var 7 ár á skip-
inu. Þeir voru allir sómamenn, Auðuns-
bræður.
Nokkur telauf í dalli
Þegar ég var á Fylki, keypti Svanur
Rögnvaldsson stóran Schäfershund á 1
eða 2 pund í Grimsby. Fann hann í
sjoppu. Þar fékk hann ekkert að éta.
Nokkur telauf í dallinum. Á Fylki var
hann alinn á spæleggi, Svanur var svo
indælis góður við hundinn; meira hvað
hann gat dekrað við hann. Hundurinn
hét Kim, allir höfðu gaman af honum,
já, Auðunn líka. En hundinum var illa
við uniform, gyllta hnappa, og hann
réðst á hafnsögumanninn. Þá varð að
lóga honum. Kim átti 8 hvolpa með
Schäferstík af Agli Skallagrímssyni. Sú
var sögð komin af hundi úr Geysis-
slysinu 1950. Einhvern veginn var það
þannig. Ég fann kött í netageymslunni,
kallaði hann Brand.
Hundarnir sváfu hjá öllum eins og
mellurnar. En í slæmu veðri var þetta
ekki gott fyrir þá, runnu til ýlfrandi.
Svanur var bátsmaður á Suðurlandinu,
þegar það sökk á jóladag 1986, og hann
fórst með því. Þekkti Svan, hann átti
heima á Hallveigarstígnum og ég á Bók-
hlöðustígnum, við lékum okkur saman,
frá því að við vorum krakkar. Hann var
aðeins eldri. Suðurlandið fórst í brælu.
Svanur var illa klæddur. Hafsteinn Böðv-
arsson var kokkur, var í hernum í Kóreu-
stríðinu. Strákur vel syndur kom til
þeirra, en skipstjórinn sagði: „Vertu ekki
að lóna hérna yfir okkur, syntu að bátn-
um.“ Strákurinn réði ekkert við þá, varð
að hlýða skipstjóranum. Skipstjórinn og
kokkurinn skiluðu sér aldrei í gúmmí-
bátinn. Var umtalað fyrst, en svo gleymd-
ist það eins og annað. Þeir fórust 6
þarna.1
Sterkur skákmaður
Sæmundur á Fylki var að brosa til mín.
Þegar við svo hittumst einn daginn,
sagði hann. „Ert þú ekki þessi sterki
skákmaður, Guðmundur Pálmason?“
„Nei“, sagði ég. „Nú, ég hélt, að ég hefði
fengið skákmann um borð, mig hefur
alltaf vantað skákmann.“ Hann hafði
gaman af að tefla. Sjálfan Guðmund
Pálmason hitti ég í flugvél á leið til
Krítar í sumarleyfi. Hann kom til mín
í vélinni og sagði: „Erum við ekki
nafnar?
Eitt sinn sem oftar, þegar ég leysti
pokann, datt dufl úr honum á dekkið ...
ekki takkadufl, nei, þá væri ég ekki
hérna. Þetta var á nýja Fylki, og sumir í
áhöfninni höfðu verið með Auðuni á
þeim gamla, þegar hann fékk duflið
undir sig, sem sprakk, og togarinn sökk.
Þessir voru búnir að fá nóg af duflum.
En Auðunn sagði bara: „Huh, þið skorð-
ið það bara þarna.“ Við vorum út af
Barðanum og sigldum í land. Maður
kom um borð og gerði duflið óvirkt eða
eins og hann sagði. „Ég held, að það sé í
lagi núna!“ — rétt eins og að hann væri
ekki viss, hvort hann væri búinn að
gera það óvirkt eða ekki og orðaði það
svona. Duflið var tekið niður í fjöru og
sprengt.
Drulludallur
Á Pétri Halldórssyni stíflaðist klósettið ...
ekki hægt að ýta út úr því og ekki held-
ur hægt að kraka úr því utanfrá, var
reynt á fleka. Mannskapurinn varð þá að
fara aftur á og skíta þar út af rekkverk-
inu, haft var nóg af klósettrúllum þarna.
Þegar við komum í land, var ég sendur á
undan með lóðsinum til að taka á móti
endunum, binda fast, fyrst springinn, svo
afturendann. Sé ég þá aftur á skutinn,
Á Ytri-höfninni í Reykjavík. Komið of seint um borð í Fylki. Talið réttsælis: Pálmi Þórðarson, kokkur, hvít-
klæddur með húfu og snýr baki í myndavélina; honum á vinstri hönd er Jón kokkur, bróðir hans, þá Stjáni
Jökull og Sigurður Jónsson, 1. stýrimaður (með sigarettu), svo bátsmaðurinn, Vestmannaeyingur, og síðastur
Guðmundur Heimir Pálmason: „Hvað er þetta. Ég var bara svona seinn á Brytanum.“ – Myndin var tekin
1963.
Sjómannablaðið Víkingur – 41