Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 29
Sjómannablaðið Víkingur – 29 var framhjá strandstaðnum. Margt hefur verið rætt og ritað um Goðafossstrandið í áranna rás og þarflaust að endurtaka það hér. Forráða- menn Eimskipafélagsins hófu þegar í stað leit að nýju skipi í stað Goðafoss og snemma árs 1917 festi félagið kaup á þrettán ára gömlu norsku flutningaskipi. Það hlaut nafnið Lagarfoss og var í þjónustu félags-ins til 1949 er það var selt til niðurrifs. Millistríðsár og heimsstyrjöld Millistríðsárin voru upp- gangsskeið í sögu Eimskipa- félags Íslands. Þörfin á vöru- flutningum til og frá landinu fór vaxandi á 3. áratugnum og jafnframt dró úr sigling- um erlendra skipa hingað til lands. Við því varð að bregð- ast með fjölgun skipa og á árunum 1921 til 1930 bætt- ust fjórir nýir fossar í flota félagsins. Hinn fyrsti var Goðafoss (II), sem smíðaður var í Danmörku árið 1921 og var 1.542 brúttólestir að stærð. Sex árum síðar, 1927, bættist nýtt skip af svipaðri stærð í flotann. Það var nefnt Brúarfoss og var fyrsta íslenska flutningaskipið sem búið var kælibúnaði í lest og gat þannig flutt frystar vörur, fisk og kjöt. Árið 1930 flutti Brúarfoss fyrst íslenskra skipa frystan fisk til útlanda. Árið 1928 keypti Eimskipafélagið skipið Willemoes af ríkissjóði og hlaut það þá nafnið Sel- foss. Tveimur árum síðar kom Dettifoss nýr frá Danmörku og allan 4. áratuginn gerði félagið út sex skip. Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar bættust enn tvö ný skip í flotann, annað reyndar um það bil er styrjöldinni lauk. Árið 1941 keypti Eimskipafélagið öll hlutabréf í Eimskipa- félaginu Ísafold og sömuleiðis skipið Eddu, sem Ísafold átti. Það var skírt Fjall- foss við eigendaskiptin. Fjórum árum síðar keypti Eimskipafélag Íslands Kötlu af Eimskipafélagi Reykjavíkur og var hún þá skírð Reykjafoss. Skip Eimskipafélagsins héldu uppi reglulegum ferðum til Evrópu og Norð- ur-Ameríku, auk þess sem þau sigldu á flestar helstu hafnir hér innanlands. Á stríðsárunum reiddi þeim misvel af. Gull- foss var staddur í Kaupmannahöfn þegar Þjóðverjar hernámu Danmörku og fékk ekki leyfi til að sigla heim. Skipið lá í Kaupmannhöfn allt til stríðsloka en var þá selt til Færeyja. Þar fékk það nafnið Tjaldur og var lengi í förum á milli Þórs- hafnar og Kaupmannahafnar. Á hinn bóginn sluppu skip Eimskipafélagsins við árásir allt þar til þýskur kafbátur sökkti Goðafossi út af Garðskaga 10. nóvember 1944. Með skipinu fórust fjórtán skipverjar og tíu farþegar. Rúm- um þremur mánuðum síðar biðu sömu örlög Dettifoss. Þýskur kafbátur sökkti skipinu undan vesturströnd Skotlands 21. febrúar 1945 og fórust þar fimmtán manns, tólf skipverjar og þrír farþegar. Eimskipafélag Reykjavíkur og Eimskipafélagið Ísafold Á 2. og 3. áratug 20. aldar sáu einstakir saltfiskverkendur sjálfir um útflutning afurða sinna á líkan hátt og tíðkaðist á 19. öld. Þá var algengast að hver útflytj- andi leigði erlend skip til að flytja fiskinn beint til markaðslandanna suður við Miðjarðarhaf. Árið 1932 voru stofn- uð Sölusamtök íslenskra fiskframleið- enda (SÍF) og komst þá útflutningurinn á eina hendi. Þá þótti fýsilegt að kaupa skip til saltfisksflutninga og á árunum 1932 og 1933 voru stofnuð í Reykjavík tvö félög í þessu skyni. Hið fyrra hlaut nafnið Eimskipafélag Reykjavíkur. Það keypti árið 1932 liðlega 1200 brúttólesta skip, sem hlaut nafnið Hekla. Það flutti saltfiskfarma frá Ís- landi og ýmiss konar varn- ing, salt, kol og margskyns stykkjavöru heim. Eimskipa- félag Reykjavíkur seldi Kveldúlfi hf. í Reykjavík Heklu árið 1940, en þá var saga skipsins brátt öll. Árið 1941 var það á leið til Ameríku og þá sökkti þýskur kafbátur því suður af Græn- landi. Tíu menn fórust með skipinu. Árið 1934 keypti Eimskipafélag Reykjavíkur annað skip nokkru stærra en Heklu. Það hlaut nafnið Katla og var lengst af í sams konar flutningum og Hekla. Katla var seld Eimskipafélagi Ís- lands árið 1945 eins og áður sagði og átti Eimskipafélag Reykjavíkur þá ekkert skip um hríð. Eimskipafélagið Ísafold var stofnað 1933. Það keypti sama ár skip, sem hlaut nafnið Edda. Edda strandaði og eyðilagðist á Bakkafjöru vestan við Hornafjörð árið 1934 og þá keypti félagið annað skip, sem hlaut sama nafn. Það var í eigu Ísafoldar til 1941 er Eim- skipafélag Íslands keypti félagið eins og áður var frá sagt. Skipaútgerð ríkisins Strandsiglingar voru veigamikill þáttur í samgöngum á Íslandi á fyrri tíð og hafið í flestum tilvikum greiðfærasta leiðin á milli byggða og landshluta. Á 19. öld og allt fram að fyrri heimsstyrjöld héldu dönsk skip, sem fóru áætlunarferðir á milli Danmerkur og Íslands, uppi strand- siglingum hér við land, en þær lögðust af eftir að styrjöldin braust út. Árið 1916 veitti landsstjórnin Eimskipafélagi Ís- lands fjárstyrk til að halda uppi strand- ferðum, en eftir strand Goðafoss treystist félagið ekki til þess að halda þeim fer- ðum áfram sökum skorts á skipum. Þá var horfið að því ráði að landssjóður keypti á árinu 1917 þrjú gufuskip til strandsiglinga, Sterling, Borg og Wille- moes. Eimskipafélagi Íslands var falið að annast útgerð skipanna gegn sérstöku fjárframlagi og stóð svo allt til ársins 1929. Útgerð skipanna þriggja stóð hins vegar ekki svo lengi. Sterling strandaði í Seyðisfirði árið 1922 og Borg þótti aldrei sérlega hentug til strandsiglinga. Af þeim sökum var afráðið að láta smíða nýtt skip til strandferðanna. Það var byggt í skipasmíðastöð Flydedokken í Kaup- Hinn 15. október 1940 kom Esja til Reykjavíkur frá Petsamo í Finnlandi. Myndin er líklega tekin við það tækifæri. Eigandi: Árni E. Valdimarsson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.