Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 16
16 – Sjómannablaðið Víkingur Íjólablaði Víkings sagði Bernharð frá því er hann sigldi um Panamaskurðinn. Nú fræðir hann okkur um sögu þessarar mikilvægu siglingaleiðar er frelsaði sjómenn frá því að sigla hina erfiðu og löngu leið fyrir Horn. Það sem hér fer á eftir er hið sama og Bernharð kallaði í fyrri hlutanum, „innskots- greinar“, en þær kröfðust á endanum ögn meira sjálfstæðis. Myndirnar með greininni tók Bernharð sjálfur. Kristófer Kólumbus Það var sumarið 1492, að vefarasonur frá Genúa á Ítalíu, Kristófer Kólumbus, eftir margra ára baráttu, sannfærði spæn- sku konungshjónin Ferdinand og Ísabellu um að efna til leið- angurs vestur yfir Atlantshafið til að komast til Indlands, sem átti að vera skemmri sigling en suður fyrir Afríku og þaðan til Indlands. Hann lagði úr höfn 3. ágúst og skipin voru þrjú: flaggskipið Santa María, sem Kólumbus stýrði og Niña og Pinta. Eftir rúmlega tveggja mánaða siglingu fékk flotinn landsýn og 12. október steig Kólumbus á land á eyju, sem á máli inn- fæddra nefndist Guanahani, en á okkar dögum Watling Island og er ein af Bahamaeyjum. Eyjuna lýsti hann eign Spánar- konungs og þar með hófst veldi Spánverja í Vesturheimi, sem stóð óslitið fram á 19. öld, er það liðaðist í sundur. Kólumbus var að vísu ekki kominn til Indlands, en hann hafði farið fyrir flota, næstfyrstur Evrópumanna, er náði landi í álfunni er síðar fékk nafnið Ameríka. Vasco Nuñez de Balboa Það er alkunn saga, sem ekki verður rakin hér, hvernig Spán- verjar komu fram við innfædda í ofsafenginni ásókn eftir gulli og öðrum verðmætum. Þeir voru þó ekki allir sama marki brenndir. Einn hinna „mannlegu“ var Vasco Nuñez de Balboa. Hann vingaðist við hina innfæddu og vann traust þeirra. Þeir sögðu honum frá stóru hafi, vestan við Panama og haustið 1513 hélt hann af stað í vesturátt ásamt 1000 innfæddum og 190 Spánverjum, en einn þeirra var Pizarro, sem síðar lagði undir sig Perú. Þetta var hin mesta þrekraun, þótt eiðið sé ekki nema um 64 km. Þéttur frumskógurinn, fenjasvæði, regnvotar hlíðar og dimm ský moskítóflugunnar gerðu þetta að nær ófæru tor- leiði. Ferðin tók 24 daga og skömmu áður en komið var á leiðar- enda klifraði Balboa einn upp á fjall nokkurt og leit fyrstur allra Evrópumanna þetta stóra haf. Þegar fjöruborði var náð helgaði hann Spánarkonungi hafið og allar þær strendur, sem það sleikti. Þá varð mönnum fyrst ljóst, að ný álfa var fundin. Innfæddir nefndu hafið, „Hið mikla suðurhaf“, en það fékk síð- ar nafnið Kyrrahaf og er stærst úthafanna þriggja, alls um 181 milljón ferkílómetrar, nær 36% jarðarkringlunnar. Balboa fékk aðmírálstitil að launum, en síðar var hann sakaður um margvís- leg svik, fundinn sekur og tekinn af lífi 1517. Fyrsti vegurinn Karli V. keisara og konungi Spánar var fljótt ljóst, að um Pan- ama var besta leiðin að Kyrrahafinu og lét rannsaka landshætti. Niðurstaðan varð vegur, stranda á milli, er þræddi gamla alfara- leið innfæddra. Hann var steinlagður og tvíbreiður og á nokkr- um stöðum á leiðinni voru reist lítil þorp, þar sem menn gátu hvílt sig og múlasna sína. Eftir að Pizarro hafði lagt Perú undir Spán, hófust þaðan gífurlegir gull- og silfur flutningar. Því varð undir lok 16. aldarinnar þetta sá vegarspotti, sem flutti mest verðmæti allra vega í veröldinni. Hann var í notkun allt fram um miðja 19. öld, þegar járnbrautin leysti múldýrin af hólmi, þá orðinn næsta hrörlegur. Í meira en tvær aldir fóru spænskir flotar fullir góssi frá Karabíahafinu til Spánar. Þeir söfnuðu vörum frá Mexíkó og S-Ameríku og hittust við Kúbu þaðan, sem þeir lögðu yfir haf- ið. Ekki komust öll skipin á leiðarenda, óveður grönduðu mörgum, sjóræningjar náðu sumum; frægast varð þegar Eng- lendingurinn Francis Drake, kunnasti sjóræningi allra tíma, náði árið 1572 í einu lagi ársútflutningi af silfri frá Mexíkó, alls 30 tonnum! Síðara þrepið í Mirafloresskipastiganum en þar er vatnsborð Panamaskurðar hækkað til jafns við vatnið framundan, Mirafloresvatn, sem þýðir rúmlega 16 metra ferð upp á við – miðað við lóðrétta línu – fyrir öll skip er þarna fara um. Þeirri ferð, það er þeirri upp á við, er þó ekki lokið því að Pedro Miguel skipastiginn færir siglingaleiðina upp um níu og hálfan metra, og er þá komið á Gaillardskurðinn, öðru nafni Gulebra cut. Bernharð Haraldsson Panamaskurðurinn

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.