Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 25
Sjómannablaðið Víkingur – 25 vélstjórarnir fylgst með frönskum vél- virkjum reyna að setja vélina í gang, hún var af tegundinni Crepelle 1800 hö. Ekki vildi hún í gang. Skutu þeir á hana hvað eftir annað þar til loftið var búið. Fóru þeir þá í kaffi. Tóku íslensku vélstjór- arnir eftir því að þeir lofttæmdu ekki eldsneytiskerfið. Að lokum tóku þeir sig til meðan Frakkarnir voru í kaffi, lofttæmdu eins og vera ber. Komu svo Frakkarnir úr kaffi, skutu á vélina sem rauk í gang. Telur Valur vinur minn Finnsson vélstjóri að þeir hafi vitað bet- ur, bara verið í tímavinnu og viljað treina hana sem lengst. Á meðan ég var í loftnetunum voru franskir tæknimenn að setja í togarann nýjan radar. Var hann af Kelvin Hughes gerð. Síðla dags komu þeir að máli við mig til að taka út radarinn. Kom í ljós að stefnulínuna vantaði. Benti ég þeim á það og eftir klukkutíma var kallað á mig aftur og þá var komin stefnulína. Þá var komið svarta myrkur og ekki þekkti ég höfnina þarna neitt og gat því ekki sann- reynt hvort stefnulínan væri rétt eða ekki. Ég tók eftir því þegar ég vann við loftnetaviðgerðirnar, að það voru raf- virkjar að gera við stjórntæki hjálparspila á dekkinu. Þeir skáru pappabúta úr kassadóti utan af nýja radarnum og not- uðu sem einangrun. Ekki leist mér vel þau vinnubrögð. Enda kom í ljós að þeg- ar raki komst að þessu varð skamm- hlaup. Ekki varð þetta til friðs fyrr en Valur vélstjóri færði stjórntækin í skjól. Þegar viðgerð lauk á loftnetunum lauk, spurði ég hvar ætti að fá riðspennu á brúartækin. – Þú ýtir bara þessum rofa inn og þá fer allt í gang. Ekki vissi viðmælandi minn hvar breytingin á rafmagninu átti sér stað. Tækin þurftu riðspennu, en jafnspennukerfi var í skipinu. Á leiðinni heim kom í ljós að omformer var á næstu hæð fyrir neðan, eða í spilrýminu. Um kl. 2000 var farið úr höfn í Bou- logne-sur-Mer. Þá kom nokkuð ein- kennilegt fyrir. Nýi radarinn sýndi að við stefndum á land upp. Ekki áttuðum við okkur á hvað olli þessu. Gamli radarinn var nú settur í gang, en reyndist bilaður og sýndi enga mynd. Áki og Baldi höfðu af þessu áhyggjur en þeir voru báðir uppi. Var nú hætt að hugsa um nýtísku siglingatæki og siglt eftir kompás og vitum. Stjörnubjart var og sást vitinn á Gris-Nez framundan á sb. Var svo haldið sem leið liggur NA Ermarsundið með Calais á sb. Morguninn eftir fór ég að athuga rad- arinn. Kom þá í ljós að sérfræðingarnir sem settu hann upp höfðu snúið loftneti hans vitlaust um 90 gráður. Sem betur fer höfðu þeir notað „flexible waveguide“ sem efsta hluta bylgjuleiðarans. Því tókst mér að losa loftnetið af undirstöðunni og snúa því um 90 gráður til baka. Sýndi hann þá umhverfið rétt. Á leiðinni hafði áhöfnin nóg að gera við að þrífa skipið. Frakkarnir höfðu gengið illa um. Í brúnni, sem var með „oregon pine“ gólf, höfðu þeir látið síga- rettustubbana brenna sig í það svo ljót sár mynduðust. Gangagólf voru víða svört af gömlum skít. Var helst hægt að þrífa þau með sköfu og kom þá dúkur í ljós undir. Alla leiðina heim var unnið við þrif. Því sárnaði okkur nokkuð þegar við heyrðum gesti sem komu um borð tala um hve skipið væri skítugt. Mér datt í hug hvað fólk hefði sagt, ef það hefði séð hvernig það leit út þegar við tókum við því. Sólbakur EA 5 var 462 br.l. smíðaður í Póllandi 1967. Við komum með hann heim til Akureyrar 8. febrúar 1972 og tók mannfjöldi á móti okkur og bauð velkomna.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.