Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 31
Sjómannablaðið Víkingur – 31 meðan Danir réðu siglingunum hefðu þeir kverkatak á Íslendingum, sögðu menn, og úr þeirri greip myndu Íslend- ingar ekki losna nema þeir eignuðust eigin skip til millilanda- og strandsigl- inga. Þetta var ein meginástæða þess að þeir, sem beittu sér fyrir stofnun Eim- skipafélags Íslands, fengu svo góðar und- irtektir sem raun bar vitni. Mikill meiri- hluti Íslendinga leit á stofnun Eim- skipafélagsins sem veigamikinn þátt í sjálfstæðisbaráttunni, stórt framfaraskref sem sýndi og sannaði, að Íslendingar væru að rísa úr öskustónni, væru orðnir menn með mönnum og gætu sjálfir ann- ast samgöngur og samskipti við aðrar þjóðir. Þess vegna var stofnfundur Eim- skipafélagsins árið 1914 í raun hátíðar- stund engu síður en stofnfundur at- vinnufyrirtækis, þess vegna var komu fyrstu fossanna fagnað með fánum og lúðrablæstri um allt land og þess vegna varð Goðafossstrandið árið 1916 allri þjóðinni þungbært áfall. Eimskipafélagið var sannkallað óskabarn. Fullveldið, sem fékkst með Sambands- lagasáttmálanum árið 1918, hleypti Íslendingum kappi í kinn og á 3. ára- tugnum átti sér stað mikil uppbygging á flestum sviðum þjóðlífsins. Þar var vöxt- ur kaupskipaflotans aðeins eitt dæmi, en engan veginn hið veigaminnsta. Þar skipti einnig miklu, að skipshafnir á íslensku kaupskipunum voru frá upphafi nánast undantekningarlaust alíslenskar. Á skömmum tíma varð þannig til öflug og býsna fjölmenn stétt íslenskra far- manna, manna sem sigldu á íslenskum skipum undir íslenskum fána víða um höf. Það átti mikinn þátt í að efla sjálfs- mynd þjóðarinnar og eftirsótt var að komast í skipsrúm á farskipum á þessum tíma. Laun og öll kjör á þeim þóttu góð og farmenn nutu virðingar. Þeir höfðu flestir víða farið, miklu víðar en flestir aðrir, og kunnu frá mörgu að segja. Mestu máli skipti þó, að þeir sem heima sátu litu margir á skipverja á farskipu- num, einkum þó yfirmennina, sem full- trúa þjóðarinnar erlendis, menn sem stóð jafnfætis útlendum starfsbræðum í flestum efnum. Margar hliðar voru þannig á kaup- skipaútgerðinni. Hún skipti vissulega miklu máli fyrir íslenskt efnahagslíf, en huglægu áhrifin voru ekki minni. Íslend- ingar voru stoltir af skipunum sínum, margir kunnu á þeim góð skil og þess voru dæmi að myndir af þeim prýddu veggi í híbýlum fólks, jafnvel þeirra sem aldrei höfðu á sjó komið og höfðu engin bein tengsl við skipin eða áhafnir þeirra. Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is Sjóþolnir olíukælar og varmaskiptar www.kemi.is • Sími: 544 5466 • Tunguhálsi 10 , 110 Reykjavík BYLTINGARKENNT OG UMHVERFISVÆNT BÆTIEFNI FYRIR ELDSNEYTI ALLT AÐ 20% ELDSNEYTISSPARNAÐUR YFIR 50% MINNI MENGUN BYLTING!

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.