Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 50
50 – Sjómannablaðið Víkingur Stuðningshlífar og spelkur Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 - 18 • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is • Veita góðan stuðning við liðamótin • Henta vel við slitgigt og liðagigt • Draga úr bólgu og bjúg • Góð öndun • Fjölbreytt úrval Fagleg ráðgjöf sjúkraþjálfara Helgi Laxdal Saga úr sveitinni Það gerðist einhverju sinni norður í Höfðahverfi í S-Þing að tveir góðbændur þar í sveit hittust á förnum vegi og tóku tal saman. Á ferðinni voru afi minn í Nesi, Grímur Laxdal og Benedikt Sigurbjörnsson, bóndi á Jarlsstöðum. Þeir tóku tal saman eins og áður sagði og ræddu í fyrstu um veður og veðurhorfur ásamt því sem efst var á baugi í sveitinni á þeim tíma. Eftir nokkurt spjall í hinu mesta bróðerni kom upp skoðanaágreiningur sem leiddi fljótlega til háværra deilna. Hart var tekist á og skeytti hvorugur hið minnsta um skoðun hins. Á endanum sagði afi minn, Grímur Lax- dal, við Benedikt þessi fleygu orð: „Þú verður að láta undan Benedikt, því ég bara get það ekki.“

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.