Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 30
30 – Sjómannablaðið Víkingur
mannahöfn og kom til Ís-
lands á sumardaginn fyrsta
árið 1923. Skipið hlaut
nafnið Esja og var í strand-
siglingum hér við land til
ársins 1938, er það var selt
til Suður-Ameríku. Þegar
Esja kom til landsins var
Borg seld til Svíþjóðar og
önnuðust Esja og Willemoes
strandsiglingarnar til 1928,
er Eimskipafélag Íslands
keypti síðarnefnda skipið.
Árið 1929 ákvað ríkis-
stjórnin að ríkið tæki að sér
rekstur og útgerð eigin skipa,
þ.e. strandferða- og varð-
skipa. Þá var stofnað nýtt út-
gerðarfyrirtæki, Skipaútgerð
ríkisins, og tók til starfa á síðustu dögum
ársins 1929. Skipaútgerðin hafði í upp-
hafi yfir að ráða einu flutningaskipi,
Esju, en 1930 var keypt þrjátíu og fimm
ára gamalt skip í Svíþjóð. Það hlaut
nafnið Súðin. Þessi tvö skip héldu síðan
uppi strandsiglingum næstu tvö árin og
að auki hafði Skipaútgerðin í þjónustu
sinni allmarga vöruflutningabáta, sem
þjónuðu tilteknum höfnum og svæðum.
Bæði strandferðaskipin reyndust vel og
á árunum 1936-1938 fór Esja nokkrar
ferðir til Skotlands um hásumarið og
flutti hingað ferðafólk.
Þegar kom fram yfir miðjan 4. áratug-
inn var flutningsgeta Esju og Súðarinnar
orðin ófullnægjandi, auk þess sem skipin
þóttu dýr í rekstri, hægfara og að ýmsu
leyti óhagkvæm. Þá var ráðist í að láta
smíða nýtt skip í Danmörku og kom það
hingað til lands undir árslok 1939. Það
hlaut nafnið Esja en eldra skipið með
því nafni var selt úr landi.
Nýja Esja þótti á allan hátt mjög
glæsilegt skip og fullkomið og reyndist
mikið happafley. Hún sannaði gildi sitt
er hún fór hina frægu Petsamoför árið
1940 og sótti hóp Íslendinga, sem lokast
höfðu inni á Norðurlöndum er Þjóðverj-
ar hernámu Danmörku og Noreg. Það
sem eftir lifði styrjaldaráranna héldu Esja
og Súðin uppi strandferðum hér við land
en að auki hafði Skipaútgerðin allmörg
leiguskip í þjónustu sinni um lengri og
skemmri tíma. Þeir farkostir voru jafn
misjafnir og þeir voru margir. Strand-
siglingarnar gengu yfirleitt áfallalítið
fyrir sig, ef undan er skilin loftárás, sem
þýsk flugvél gerði á Súðina á Skjálfanda-
flóa 16. júní 1943. Þar létust tveir skip-
verjar og allmiklar skemmdir urðu á
skipinu.
Samvinnumenn hefja
kaupskipaútgerð
Starfsemi kaupfélaga og Sambands ísl-
enskra samvinnufélaga (SÍS) efldist til
muna á millistríðsárunum. Þá urðu þær
raddir sífellt háværari meðal samvinnu-
manna, sem töldu að samvinnuhreyfing-
in þyrfti að eignast kaupskip, sem gæti
flutt vörur beint frá útlöndum til kaup-
félaga víðs vegar á ströndum landsins og
útflutningsvörur þeirra utan. Lengi vel
gerðist þó fátt í þessum efn-
um og samvinnufélögin
fluttu vörur sínar með skip-
um annarra fyrirtækja en
tóku þó stöku sinnum erlend
skip á leigu.
Árið 1935 bar svo við að
norskt skip, Kongshaug, slitn-
aði upp í illviðri þar sem það
lá við festar í Siglufirði og
rak á land. Kaupfélag Ey-
firðinga á Akureyri keypti
skipið á strandstað, lét gera
við það og seldi síðan ný-
stofnuðu Útgerðarfélagi
KEA. Það hóf útgerð skipsins
og gaf því nafnið Snæfell.
Skipið flutti margs kyns
varning til og frá landinu en
sigldi mest til Norðurlanda og Eystrar-
saltslanda. Þegar Þjóðverjar hernámu
Noreg árið 1940 var Snæfellið statt í
Kristianssand og fékk ekki fararleyfi til
Íslands. Þess í stað var því leyft að sigla
til Lysekil í Svíþjóð þar sem það lá uns
það var selt til Finnlands, en skipverjar
komust til Íslands með Esju frá Petsamo.
Þar með lauk fyrsta þætti í kaupskipa-
útgerð íslenskra samvinnu-
manna.
Auk þeirra félaga og skipa, sem hér
hefur sagt frá, störfuðu ýmis fleiri út-
gerðarfyrirtæki hér á landi á þessu tíma-
bili. Saga flestra þeirra varð stutt og
sumra endaslepp og útgerð allra varð
skammæ og smá í sniðum. Saga þeirra
verður því ekki rakin, enda heimildir
um hana brotakenndar og af skornum
skammti.
Táknmynd sjálfstrausts
og þjóðarstolts
Hin hraða uppbygging kaupskipastólsins
á árunum frá 1914 og fram undir 1940
er athyglisverð fyrir margra hluta sakir
og segir mikla sögu ef að er gáð. Ekki
leikur á tvennu, að skipunum fjölgaði
vegna þess að þörf var á þeim til þess að
anna vaxandi eftir vöru- og fólksflutn-
ingum innanlands og á milli landa. Það
var hins vegar aðeins ein hlið málsins og
ef við skoðum það frá fleiri sjónarhorn-
um má hafa vöxt og uppbyggingu kaup-
skipastólsins til marks um vaxandi
sjálfstraust og breytta sjálfsmynd Íslend-
inga.
Forkólfar sjálfstæðisbaráttunnar á 19.
öld voru sannfærðir um að skortur á
eigin millilandaskipum væri eitt mesta
böl Íslendinga og ein helsta undirrót
fátæktar þeirra og umkomuleysis. Þetta
var tvímælalaust rétt og mörgum sveið
sárt að vera háðir erlendum þjóðum,
einkum Dönum, um siglingar á milli
hafna innanlands og á milli landa. Á
Súðin var keypt frá Svíþjóð.
sendir félögum sínum og fjölskyldum þeirra
bestu kveðjur og hamingjuóskir
í tilefni Sjómannadagsins.