Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 46
46 – Sjómannablaðið Víkingur Sjómannablaðið Víkingur – 46 Vagnhöfða 10 - Sími: 567 3175 GSM: 897 5741 - Fax: 587 1226 frysti@islandia.is Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn! útbúa sjóferðabækur fyrir sjómenn okkar í samræmi við sam- þykktir ILO. Svikamylla Á undanförnum árum hafa fjöldi mála komið upp í Bandaríkj- unum þar sem fölsun olíudagbóka hefur átt sér stað eða að „galdrarörum“ hafi verið komið fyrir í vélarúmi skipa. Nýlega kom mjög sérstakt mál fyrir bandaríska dómstóla. Þar var ekki aðeins falin ólöglega losun úrgangsefna heldur einnig gerð til- raun til að svindla á leigutaka með því að krefja hann um meiri brennsluolíu en skipið eyddi. Útgerð skipsins Agios Emilianos lýsti sig seka fyrir dómstólum í New Orleance en skip þeirra hafði verið í siglingum með korn frá höfninni. Samkomulag náðist milli útgerðarinnar, Ilios Shipping Co., og yfirvalda um að fyrrnefndu greiddu tvær milljónir dollara í sekt. Útgerðin viðurkenndi að í tvö ár frá apríl 2009 hafði olíuslammi og skolpi verið skipulega losað fyrir borð án þess að nota lögbund- inn mengunarvarnabúnað. Auk þess sögðu tveir yfirmenn skipsins frá því fyrir dómi að útgerðin hefði fyrirskipað þeim að nota flókið kerfi til að sína fram á að skipið væri á hámarks eldsneytiseyðslu sem væri fjarri öllum sanni. Þetta varð til þess að leigutakinn borgaði mun meira í eldsneytiskostnað en hann átti að gera. Skipstjórinn sendi daglega eldsneytiseyðsluskýrslur þar sem ein fór til útgerðar en önnur og öðruvísi til leigutaka. Í höfn fyrirskipaði yfirvélstjóri undirvélstjórum sínum að koma fyrir svikapælirörum í eldsneytistönkum skipsins sem gerðu það að verkum að þegar leigutakinn mældi eldsneytismagn tankanna sýndu mælingarnar ávallt minna magn en raunveru- lega var í tönkunum. Þjófnaður Það eru fleiri sem hafa lent í vandræðum út af eldsneytisþjófn- aði. Þrír skipverjar á olíuprammanum Shengtek sem er rúm- lega 2.000 tonn að stærð hafa verið dæmdir í tveggja mánaða fangelsi fyrir stuld á þremur tonnum af gasolíu frá eiganda skipsins nýlega. Eigandi skipsins hafði verið grunaður um um- fangsmikinn stuld á brennsluolíu til skipa þegar þeir komu á fót sérstöku rannsóknarteymi sem tók áhöfnina í bólinu við stuld á farminum. Höfðu þeir dælt olíu á dráttarbátinn sem flutti þá á milli staða en skipstjórinn stóð fyrir því að selja dráttarbátnum olíuna á um 800 $ tonnið. Voru þeir búnir að stela nokkrum tonnum þegar þeir voru gripnir. Þeir alveg gleymdu því að margt smátt gerir eitt stórt. Aflakóngur Metveiði er víst eina orðið sem hægt er að nota þegar talað er um það sem franskur togari færði að landi nýlega. Allir muna eflaust eftir því þegar farþegaskipið Costa Concordia lenti í því að rekast á sker og enda uppi í fjöru með 30 látna en yfir 4.000 björguðust. Reyndar átti annað skip útgerðarinnar einnig í vandræðum en það var Costa Allegra sem oft hefur hafnað sig við Ísland hin síðari ár. Eldur kom upp í vélarúmi skipsins sem varð til þess að það varð vélarvana og hjálparþurfi undan Se- cille eyjum með rúmlega 1.000 manns um borð. Það var ein- mitt þar sem togarinn kom til sögunnar og dró skipið til hafnar. Ekki er vitað hvort gerður var samningur milli útgerðar skip- anna eða hvort þeir drógu skipið eftir svokölluðu Lloyd‘s Open Form. Hvort heldur sem var þá telja menn að togarinn þurfi vart að sækja sjóinn meira þetta árið né einhver næstu ár. Eitt er víst að skipstjóri fiskiskipsins er mikið öfundaður af félög- um sínum. Kjölfestan setur skipin í brotajárn Nýjustu kröfur til skipa sem Alþjóðasiglingamálastofnunin hef- ur samþykkt er að frá og með árinu 2020 skulu öll skip búin sérstökum búnaði til hreinsunar á kjölfestuvatni. Nú hafa sér- fræðingar bent á þetta sem gott dæmi um ákvæði sem einfald- lega sé ekki hægt að uppfylla. Það er talið að ekki sé hægt að koma slíkum hreinsibúnaði í skip fyrir minna en eina til fimm milljónir dollara sem eru í íslenskum krónum útgjöld á bilinu frá svona rúmum 100 til 600 milljónir á skip. Ekki nóg með það heldur verður ekki mögulegt að koma skipum að í breyt- Costa Allegra, glaðningur áhafnar togara frá Frakklandi sem dró farþegaskipið í land eftir eldsvoða. Utan úr heimi

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.