Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 8
8 – Sjómannablaðið Víkingur þurrka þetta alveg annars gæti komið illt í það. Þegar ég loks var orðinn góður var Gísli tekinn við Skúla Magnússyni. Fór ég þá þangað en þar skeði ekkert. Í Halaveðrinu Svolítið um Mumma frænda. Hann var á Agli Skallagrímssyni (gamla) í Halaveðr- inu mikla 6. og 7. febrúar 1925. Skipið lá á hliðinni, fiskur og kol út í annarri hliðinni, og vélarrúmið hálffullt af sjó. Sumir voru lokaðir niðri í lest að kasta til fiski til að reyna að rétta skipið. Hinir voru að ausa úr vélarrúminu, stóðu í stiganum og handlönguðu föturnar upp. Þá er það að hjálparkokkurinn, 15 ára gutti, sem stóð stóð fyrir neðan Mumma í stiganum, segir allt í einu: Heyrðu Gvendur, á ég ekki að fara að hella upp á könnuna. Þó gátu þeir búist við að rúlla yfir á hverri stundu. Loksins þegar þeir voru búnir að ausa nóg til að koma vélinni í gang voru þeir staddir djúpt út af Breiða- firði og gátu sett stefnu beint til Reykja- víkur. Í þessu veðri fórust tveir togarar með 74 mönnum. Að endingu um Mumma frænda, hann fór fyrst til sjós árið 1914, þá 10 ára gamall, á kútter Sig- ríði með Birni í Ánanaustum. Afi dó þetta ár en hann hafði verið með Birni. Nú stóð amma uppi með 4 börn, Mummi elstur 10 ára og orðin fyrirvinna heimilisins. Björn tók drenginn um borð af góðvild sinni og mátti hann eiga fisk- inn sem hann dró. Þetta bjargaði ömmu. Mummi frændi var þrjú ár á Birni en fór þá á togara. Hann dó á Hrafnistu 18. febrúar 2005, 101 árs gamall, og var þá búinn að vera til sjós í 70 ár, geri aðrir betur. Þessir skipstjórar Það voru til sögur af skipstjórum sem höfðu körfu með þorskhausum í brúnni til að henda í karlana þegar þeir sofnuðu fram á flatningsborðið. Stundum sofn- uðu þeir ofan í súpudiskinn þegar þeir voru að borða. Þetta var auðvitað áður en vökulögin voru sett. Þegar ég byrjaði á togurunum stóðum við tólf tíma á dekki og hvíldum sex. Einu sinni sagði mamma mér frá því að togari, sem pabbi var á, fór frá bryggju á Þorláksmessu í snarbrjáluðu veðri, lagðist fyrir ankeri á ytri höfninni og lág þar þangað til annan í jólum, frekar en að leyfa mönnunum að vera heima hjá sér um hátíðina. Auðvitað voru skipstjórarnir misjafnir, ég var til dæmis um tíma með Kolbeini Sigurðssyni á Agli Skallagrímssyni. Hann skammaði aldrei nokkurn mann og not- aði aldrei ljótt orðbragð, var þó alltaf topp skipstjóri. Hérna á árunum var geðlæknir á Kleppi sem hét Helgi. Hann skrifaði grein í Moggann og hélt því fram að ís- lenskir togaraskipstjórar væri minna og minna bilaðir. Ónefndur skipstjóri skrif- aði á móti og var ekki á sama máli sem vonlegt var. Þá setti Helgi doktor aðra grein í Moggann og bauð þeim að koma í skoðun til að skera úr í málinu. Síðan var ekki minnst á þetta aftur og dó málið þar með út. Dæmi nú hver sem vill, hvað heldur þú, lesandi góður? Helgi Laxdal Skipt um peru Það gerðist eitt sinn hérna í Faxaflóanum þegar loðnubátarnir sem þar voru að veiðum með troll að einn bátanna varð fyrir því óhappi þegar hann var að toga þvert á annan bát að fara of nálægt skutnum með þeim afleiðingum að hinn svokallaði astikstautur lenti á öðrum togvír bátsins og bognaði það mikið að ekki var hægt að ná astikinu upp. Í framhaldinu var farið í slipp í Reykjavík til þess að skipta um staut. Um ástæðu þess óhapps urðu nokkrar vangaveltur um borð. Skýring skip- stjórans var sú að björt sólin hefði skinið beint framan í hann með þeim af- leiðingum að hann blindaðist. Aðrir í áhöfninni töldu þetta ranghermt, væri svona eftirá skýring til þess að komast frá skandalnum með brækurnar upp um sig. Allt um það, það stóð á endum að þegar að stauturinn réttur og fínn var kominn á sinn stað var þessari loðnuvertíð lokið og bátunum haldið til þorskfiskveiða í net frá Grindavík. Þá gerist það einhverju sinni að vél- stjórinn, alveg kattþrifinn skratti, var að þrífa loftið fyrir ofan gangráð aðalvélarinnar, nema hvað hann rekur fótinn í olíugjöfina með þeim afleið- ingum að vélin fer á fulla ferð. Skömmu síðar birtist hásetinn, sem var á vaktinni, í vélarúminu fölur og fár með þann boðskap að skipstjórinn vilji fá vélstjórann á sinn fund strax. Nú, vélstjórinn brá skjótt við og gekk á fund skipstjórans án tafa. Þegar þangað kom sagði skipstjóri mjög alvarlegur í bragði: Þú varst heppinn að þetta gerðist hér útá ballarhafi, hvað heldurðu að hefði nú gerst ef þetta hefði átt sér stað í mikilli skipamergð eða í höfn fullri af skipum. Þetta má bara ekki endurtaka sig, voru lokaorð skipstjórans er hann mælti af mikilli festu. Þegar vélstjórinn loksins komst að til þess að greina frá því hvað hafði gerst sagði hann: Ég var að þrífa loftið þarna fyrir ofan gangráðinn en þar í loftinu er 200 watta pera sem skein svo skært framan í mig að ég bara blind- aðist alveg með þeim afleiðingum að ég rak fótinn í gangráðinn. Ég bara skipti strax um peru svo þetta endurtaki sig nú ekki. Í framhaldinu horfði skipstjórinn á vélstjórann nokkra stund, ræskti sig vel og lengi og sagði: Jæja.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.