Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Blaðsíða 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur
GPS truflanir
Næstu tvö árin eru miklar líkur á að umtalsverðar truflanir
verði á GPS staðsetningarkerfinu sökum áhrifa frá sól. Formað-
ur yfirmannafélagsins Nautilius International, Ulrich Jurgens,
hefur varað við að hugsanlega geti kerfið lagst á hliðina og
skyndilega standi skipstjórnarmenn frammi fyrir svörtum skjám
á staðsetningartækjum sínum. Jafnframt bendir hann á að ef
skipstjórnarmenn séu svo óheppnir að vera á svokölluðum
„sjókortalausum skipum“ sem eru aðeins búin rafrænum kort-
um (ECDIS) séu þeir í verulega vondum málum. Þá varar hann
einnig skipstjórnarmenn við tækjum sem í vaxandi mæli eru
komin á markað og skekkja eða trufla GPS merkin.
STCW Manila breytingar
Þann 1. janúar s.l. hófst gildistaka STCW samþykktarinnar með
svokölluðum Manila viðbótum. Með gildistökunni hefst fimm
ára aðlögunartímabil þar sem nýju ákvæðin koma inn í áföng-
um. Þar eru fjölmargar breytingar í vændum svo sem endur-
menntunarákvæði, vinnu- og hvíldartímaákvæði, ákvæði um
áfengismörk og harðari kröfur til að koma í veg fyrir misnotk-
un lyfja eða ólöglegra vímuefna. Hvað varðar vinnu- og hvíld-
artímamörkin þá mun það koma í hlut hafnarríkiseftirlitsins
(Port State Control) að fylgjast með vinnutímaskráningu og sjá
til þess að þessum ákvæðum sé framfylgt. Nú verður sú breyt-
ing á að hver skipverji verður að skrá sinn vinnutíma en ekki
eins og áður hafði verið gert ráð fyrir að það væri í verkahring
yfirmanns. Hvað áhrærir áfengisnotkun þá eru fastsett áfengis-
mörk sem miðast við 0,5 prómill. Þær reglur gilda nú þegar hér
á landi en stjórnvöldum er þó heimilt að gera strangari kröfur.
Á það skal bent að þær tillögur hafa verið gerðar hér á landi að
lækki áfengismörkin í 0,2 prómill fyrir ökumenn en víða hafa
skipafélög sett 0 prómill reglur og þá sérstaklega á skipum í
tengslum við olíuiðnaðinn. Nú verða kaupskipasjómenn að fara
að skoða alvarlega stöðuna um borð í skipum sínum.
Rannsókn á vaktafyrirkomulagi
Nýlega lauk umfangsmikilli rannsókn, Project Horizion, á
vaktafyrirkomulagi um borð í skipum en það voru skólarnir
Chalmers í Gautaborg og Warsash Maritime Academy í Warsash
í Bretlandi sem stóðu að rannsókninni. Rannsóknin stóð yfir í
32 mánuði og tóku 90 skipstjórnar- og vélstjórnarmenn þátt í
tilrauninni sem sjálfboðaliðar. Stóðu þeir vaktir í siglinga-, véla,
og farmsamlíkjum í tveimur mismunandi vaktafyrirkomulagi,
þ.e. 4 tíma vaktir og átta tíma frívaktir annars vegar en 6 tíma
vakt og 6 tíma frívakt hinsvegar. Voru þátttakendurnir látnir
ganga vaktir eftir báðum kerfunum og voru þeir búnir nákvæm-
um mælitækjum til að greina hvernig þeirra meðvitund væri.
Mjög merkilegar niðurstöður komu út úr rannsókninni, nefni-
lega að 45% þeir sem gengu 6/6 vaktakerfið sofnuðu a.m.k.
einu sinni á vaktinni frá miðnætti til sex að morgni. Reyndar
kom í ljós að 40% þeirra sem gengu 4/8 vaktir sofnuðu a.m.k.
einu sinni á tímabilinu frá miðnætti til fjögur. Sex tíma vakt-
irnar sýndi fram á mun meiri þreytu en fjögurra tíma vakta-
kerfið en einnig voru menn ræstir á frívöktum til að sjá hver
áhrifin væru. Það hafði veruleg áhrif á þreytu að vera ræstir á
frívöktum og reyndust þeir eiga mun erfiðara með að eiga við
uppákomur eins og árekstrarhættu eða aðra óvænta atburði. Þá
kom einnig í ljós að eftir því sem leið á „siglingarnar“ fóru gæði
upplýsinga, sem fóru á milli manna á vaktaskiptum, þverrandi.
Mennirnir sýndu afgerandi þreytumerki á nóttunni og einnig
síðdegis. Svefnhöfgi sótti að mönnum í lok næturvakta. Því
miður tók rannsóknin ekki til annarra vaktafyrirkomulaga til að
hægt væri að sjá hvaða fyrirkomulag væri það besta sem völ
væri á en í vaxandi mæli hafa íslenskir sjómenn tekið upp 8/8
vaktakerfi og láta flestir vel af því.
Áminntir af dómara
Bandarískur dómari hefur ásakað bandarísku strandgæsluna og
bandaríska dómsmálaráðuneytið um að meðhöndla sjómenn
eins og óvinahermenn. Það kom mörgum á óvart þegar Vanessa
Gilmore dómari í Texas greip inn í samninga milli þessa tveggja
aðila og Evalend Shipping sem er eigandi að 5.700 tonna tank-
skipinu Mediator. Vanessa hefur fyrirskipað strandgæslunni og
ráðuneytinu, sem voru að rannsaka meinta fölsun á olíudagbók
skipsins, að semja við lögfræðinga ákærðu í þeim tilgangi að
lækka sektir og takmarka möguleika ákærðu til að verja 15
manna áhöfn skipsins. Vanessa sagði að þeir gæfu áhöfninni
skilaboð um að þeir væru „strandaðir hér og að þeir væru
óvinahermenn sem þeir myndu hvorki segja hvort eða hvenær
myndu sleppa frá þeim“.
Einkunnargjöf þjóðfána
Alþjóðasamtök útgerða ICS hafa gefið út árlegan lista sinn
yfir gæði þeirra siglingafána sem í boði eru fyrir útgerðir.
Í nýlegasta lista þeirra kemur fram að þau ríki sem ekki er
fýsilegt að skrá skip undir eru Bólivía, Kambódía, Mongólía
og Sierra Leone. Þau ríki sem komu best út voru Bermuda,
Cayman eyjar, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Grikkland,
Mön, Japan, Líbería, Marshall eyjar, Rússland og Bretland sem
öll fengu hæstu einkunn. Í listanum eru gefnar einkunnir til að
hvetja útgerðir til að skoða vel hvert þeir fari með skip sín og
til að setja þrýsting á stjórnvöld þjóðríkja til að bæta sig til að
vera áhugaverð fyrir skráningu skipa. Ísland er um miðjan
lista og er meðal annars lagt til lasts að sækja ekki nægjan-
lega marga fundi hjá Alþjóðasiglingamálastofnuninni, aldur
íslenskra skipa er orðinn hár, ekki öll ákvæði MARPOL
mengunarsamningsins verið undirritaðir, stjórnvöld hafa ekki
tekið upp Qualship 21, né Tokyo samkomulagið um skoðun
skipa. Ef til kæmi að stjórnvöld gætu loks séð að hægt er að
fá tekjur í ríkiskassann með því að koma á skráningafána er
eitt og annað sem verður að komast í lag áður. Þá ætla ég
ekki að gleyma því að til viðbótar verða stjórnvöld að
Utan úr heimi
Hilmar Snorrason skipstjóri
Skipstjórnarmaður með mælitæki á sér við rannsóknir á hæfi manna til vakta-
vinnu á sjó.