Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Page 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Page 4
4 – Sjómannablaðið Víkingur Fimmtudaginn 14. nóvember árið 1946 var útgerðarfélagið Gjögur hf. stofnað á Grenivík. Keyptir voru tveir svo- nefndir Landsmiðjubátar og útgerð strax hafin 1947. Bátarnir, sem hlutu nöfnin Vörður TH-4 og Von TH-5, voru 67 brl. stórir og knúnir áfram af um 190 hestafla Allen díselvélum. Í upphafi annars áratugar útgerðarinnar varð félagið fyrir miklu áfalli sem hér skal sagt frá. Áhöfnin Mikið áfall reið yfir útgerðarfélagið Gjögur hf. 19. mars 1958 þegar Von ÞH-5 strandaði við Reykjanes en þá var skipið búið að vera rúman áratug í þjónustu félagsins. Þar fór á einu bretti helmingur af skipaeign félagsins og tekjur þess drógust saman í svipuðu hlutfalli. Ástæðulaust kann að þykja að halda þessu óhappi eða álíka uppákomum á lofti en læra má af því sem miður fer. Saga mannkyns er vörðuð óhöppum og margskonar mistökum, sem þróað hefur tegundina til þess sem hún eru í dag. Frásögn af strandi Vonar er byggð á samtíma dagblöðum og viðtölum við Svavar Gunnþórsson, Gylfa og Þorvald Baldvinssyni og Gunnar Stefánsson en allir þessir menn voru á skipinu er það strandaði. Frá því að skipið var tekið í rekstur og fram að þessari vertíð hafði skipstjóri verið Haraldur Halldórsson en vegna veikinda hans var ráðinn til skipsstjórnar Valdimar Einarsson. Vélstjóri var Ingólfur Reynald Halldórsson, fæddur að Grímsnesi á Látra- strönd 1920 og nýfluttur frá Grenivík er atburðir þessir áttu sér stað. Skipshöfnin taldi ellefu menn og voru þrír þeirra frá Grenivík, þeir Svavar Gunnþórsson, Steingrímur Vilhjálmsson og Gunnar Stefánsson. Tveir bræður, Þorvaldur og Gylfi Bald- vinssynir voru af vesturlandinu en svo kalla Grenvíkingar ströndina handan Eyjafjarðar. Strandið og eitt neyðarkall Dagana fyrir strandið var veiðisvæði skipsins á Víkunum norð- vestan við Reykjanestána. Aflinn hafði verið fremur tregur, svo- na 6 til 10 tonn, og því var farin stysta leið til lands og aflanum landað í Sandgerði en þaðan var honum ekið á einum til tveim- ur bílum til Grindavíkur þar sem að honum var gert. Óhappadaginn var aflinn með besta móti, eða rúmlega 20 tonn, og því var ákveðið að sigla suður fyrir Reykjanesið og landa í Grindavík. Of mikið þótti í lagt að keyra þetta magn á bílum frá Sandgerði til Grindavíkur og því var þessi ákvörðun tekinn. Að netadrætti loknum var skipið statt grunnt á Víkunum en svo eru Sandvíkurnar kallaðar í daglegu tali. Komið var fram á kvöld og myrkur skollið yfir þegar stefnan var sett suður fyrir Reykjanesið. Veður var gott en gild úthafsalda. Alda sem verður að ólgandi brimi þegar hún mætir fyrirstöðu lands. Skipstjórinn kallaði til Svavars og bað hann að koma að stýrinu en þann starfa hafði Svavar oft og mörgu sinnum innt af hendi þegar skipstjórinn þurfti að sinna einhverju öðru við stjórn skipsins. Í þetta sinn lét Svavar sem hann heyrði ekki fyrirmæli skip- stjórans en að stýrinu stökk háseti sem oft var búinn að hafa orð á að óréttlátt væri að velja alltaf sama manninn til að standa inni í hlýju stýrishúsinu á meðan aðrir ynnu að frágangi á þil- fari. Sett var á fulla ferð til lands en ekki liðu nema örfá andartök frá því að maðurinn greip um stýrishjólið þegar mikill hnykkur kom á skipið og það renndi upp á flúðir 40 til 60 metrum und- an landi. Klukkan var þá rúmlega 9.30 að kvöldi. Meirihluti skipshafnar var á þilfari aftan hádekks að bjástra við veiðarfæri þegar skipið renndi upp á flúðina. Í því brimi sem þarna var þá veltist skipið á bæði borð en dýpra á stjórn- borða og lagði þá möstur í sjó þegar undan því fjaraði á útsog- inu. Með ólíkindum má telja að enginn skyldi hrökkva fyrir borð þá skipið lagðist og dekkið undir fótum manna varð allt í einu lóðrétt. Það varð mönnunum til happs að skipstjórinn kom einu neyðarkalli út á ljósvakann áður en rafmagnið yfirgaf talstöðina. Í skipinu var svo nefnd Landsímatalstöð en þessar stöðvar voru lengi að hitna en köld sendi stöðin ekki frá sér. Svo vel vildi til að skipstjórinn var að slökkva á talstöðinni eftir að hafa tilkynnt komutíma skipsins til Grindavíkur, þegar það tók niðri, og var hún því heit þegar hann smellti rofanum til baka sem kveikti á henni aftur. Hann sendi þegar út neyðarkall en fleiri en eitt urðu þau ekki þar sem rafmagnið datt út. Líkur eru á að þetta eina neyðar- kall hafi skilið á milli lífs og dauða því að það heyrðist í Reykjavík og um borð í björgunarskipinu Sæbjörgu sem statt var við Stafnnesið. Sjö komust í björgunarbátinn Ingólfur Reynald, vélstjóri reyndi að kom- ast niður í vélarúmið til að gangsetja loft- kælda ljósavél sem staðsett var í bakborðs- síðunni. Hann varð þó frá að hverfa þar sem skipið hentist svo á bæði borð að úti- lokað var að athafna sig í vélarúminu. Seinna var eftir Ingólfi haft að þegar hann Árni Björn Árnason Von við bryggju á Grenivík.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.