Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Page 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Page 6
6 – Sjómannablaðið Víkingur var að reyna niðurgöngu í vélarúmið hafi ljósið á Reykjanesvita blasað við honum út um brúargluggann. Sá hluti áhafnar, sem staðsettur var á þilfari, komst við illan leik aftur að stýr- ishúsinu en á þaki þess var björgunar- báturinn staðsettur. Það segir sig sjálft að í dansi við dauð- ann rennur atburðarásin út í eitt og erfitt getur verið að muna einstaka atburði skírt. Hver og einn barðist þarna fyrir lífi sínu og ein smávægileg mistök gátu kostað missi þess. Þó að örfáir metrar skildu á milli þeirra sem á dekki voru og stýrishúss þá reyndist þrautin þyngri að komast þessa vegalengd. Einhverjum tókst þó að ná þessu í einni atrennu á því augnabliki sem þilfarið hélst lárétt en aðrir lentu í erfið- leikum. Svavari tókst að handlanga sig eftir vír sem gekk í gegnum allar dekkstyttur skip- sins bakborðsmegin. Þarna var um hreina loftfimleika að ræða því að hvert sinn sem skipið skall niður á stjórnborðssíðuna þá hékk hann á vírnum án nokkurrar fót- festu. Var í raun sem þvottur á snúru og ekkert annað undir en ólgandi hafið og vís dauðinn. Skipstjórinn komst með harðfylgi upp á brúarþak og gat losað björgunarbátinn en féll ásamt honum niður í bakborðs- gang skipsins og þaðan fyrir borð. Björgunarbáturinn blés sig ekki upp nema að hluta því laskaður var hann eftir fallið og göt komin á lofthólf hans. Eftir að björgunarbáturinn hafði blásið sig upp var hann dreginn aftur fyrir skut en erfitt var um vik því að vélin var enn í gangi og skrúfan snerist á fullri ferð. Vélin drap þó að lokum á sér þegar sjór komst inn í loftinntak hennar. Fimm mannanna komust fljótt í bátinn sem lá djúpt í, loft- lítill og hálffullur af sjó. Síðastir um borð í björgunarbátinn, voru þeir Svavar Gunnþórsson og Steingrímur Vilhjálmsson sem þá var vel við aldur. Þessir tveir síðast töldu höfðu haldið sér við skipið með því að hanga á sleipum kýrhúðum sem negldar voru á skut skipsins til varnar skemmdum á netum þegar þau voru lögð. Betri handfestu er hægt að kjósa sér en blautar kýrhúðir en í þessu tilfelli bauðst ekki annað. Svavar henti vettlingunum af sér því betra taki náði hann á húðunum berhentur. Þarna dugðu engin vettlingatök. Eftir að þessir sjö menn voru komnir í björgunarbátinn drógu þeir hann á netadræsum fram með stjórnborðssíðunni og hrópuðu til þeir fjögurra sem eftir voru um borð. Engin svör fengu þeir við köllum sínum og engan þessara skipsfélaga sáu þeir. Engar árar voru um borð í björgunarbátnum og því ekki um annað að ræða en að nota hendurnar til að krafla sig frá skip- inu. Þegar báturinn var laus frá skipinu tók það enn eina stjórnborðsveltuna og lagðist afturmastrið ofan á björgunar- bátinn og þrykkti mönnunum niður. Engan sakaði þó um borð og losnaði báturinn þegar næsta alda reið undir skipið og rétti það við. Án ára og með höndunum einum tókst skip- brotsmönnum að koma sér frá landi og út úr brimgarðinum. Neyðarblysum skutu þeir á loft og eftir um klukkustundar veru í björgunarbátnum voru þeir teknir um borð í björgunarskipið Sæbjörgu, sem þá var komið á staðinn. Ekkert vissu mennirnir af skipsfélögum sínum, sem eftir urðu um borð í skipinu, fyrr en Sæbjörg var komin langleiðina til Keflavíkur en þá var þeim tilkynnt að þeir væru komnir í Reykjanesvita. Ótrúleg hetjudáð Það er aftur á móti af þeim að segja sem ekki komust í björg- unarbátinn að þeir heyrðu aldrei köllin frá þeim sem í bátnum voru en sáu vel þegar báturinn yfirgaf skipið. Ingólfur Reynald, vélstjóri fór fram á skipið eftir að hann gaf gangsetningu ljósavélar upp á bátinn. Þorvaldur Baldvinsson hafði verið að greiða niður net í bak- borðsganginum þegar skipið strandaði og tók Ingólfur hann með sér fram á skipið með þeim orðum að betra væri fyrir þá að vera þar. Ingólfur greip með sér uppgerða hönk af stjórafæri og bendir það til þess að hann hafi þá þegar verið búinn að ákveða hvað gera skyldi. Frami á hádekki voru Gylfi Baldvinsson og kokkurinn sem komist hafði léttklæddur upp úr lúkarnum. Að sögn þeirra bræðra, Gylfa og Þorvaldar, var Ingólfur salla rólegur og yfirvegaður. Svona rétt eins og hann væri í venjulegum róðri. Hann sagði félögum sínum að út úr þessum vanda myndu þeir vinna sig. Lagði hann á ráðin hvernig að björguninni skyldi staðið. Sjálfur ætlaði hann sér það hlutverk að fara í land með línu en bað Þorvald að gæta hennar um borð þannig að hvorki kæmi á hana slaki né að á henni strekktist. Fumlaust batt Ingólfur línuna um sig miðjan, fór úr búss- unum og sagði hinum að gera slíkt hið sama og skilja bússurn- ar eftir. Ekki voru fleiri orð höfð þar um og henti Ingólfur sér aftan í öldufaldinn á næsta broti sem yfir reið. Svo vanur sjó- maður sem Ingólfur var þá vissi hann að eina vonin til aldan bæri hann að landi væri að henda sér aftan í hana. Varast bæri sem heitan eldinn að henda sér á öldutoppinn því að þá væri hætta á lenda framan í brotinu og undir því. Kæmi slíkt fyrir væri það nánast ávísun á bráðan bana. Útsogið reyndist Ingólfi erfitt og varnaði honum landtöku í fyrstu atrennu. Er næsta alda henti honum að landi náði hann handfestu á þarastöngli sem dugði honum til að standa útsogið af sér. Seinna var eftir Ingólfi haft að þetta hafi verið bölvað baks og tæpt hefur það staðið fyrst svo hógvær og orðvar maður, sem Ingólfur var, hafði orð á. Ekki fer á milli mála að með sundinu til lands drýgði Ingólfur ótrúlega hetjudáð. Hetjudáð sem nálgast það að geta kallast kraftaverk. Ingólfur hafði sagt félögum sínum að hann myndi kippa í línuna þegar hann væri búinn að festa hana tryggilega í landi. Vörður og Von í heimahöfn.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.