Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Page 12
12 – Sjómannablaðið Víkingur
Þessi túr var farinn að mig minnir í mars 1960 eða ´61.
Ég man þetta ekki alveg fyrir víst en þetta var þó áður en
Surtsey reis úr sjó.
Nánast hringinn um landið
Við byrjuðum veiðar fyrir norðan Kollnál. Þar var þá fyrir Sig-
urfarinn frá Akranesi en Þórður Guðjónsson var með hann. Við
vorum góðkunningjar, bekkjarfélagar úr Stýrimannaskólanum.
Í samvinnu við Þórð dró ég nálægt trossunum hans. Það kom
fiskinum á hreyfingu og jókst aflinn hjá honum og við fengum
líka góðan afla. Þegar við vorum búnir að vera þarna í tæpa
tvo sólarhringa og búnir að fá um það bil 100 tonn af góðum
þorski byrjaði að bræla af suðvestri svo ekki var lengur tog-
veður. Á sama tíma var einn kódafélagi okkar, Hafliði, að fá
mokafla suðaustur af Grímsey. Ég ákvað að nota bræluna og
kippa til Hafliða.
Þegar komið var á Strandagrunn var aflinn orðinn tregur hjá
Hafliða svo ég hafði eitt hol á Strandagrunni en hafði ekki
annað upp úr krafsinu en einn poka af grásleppu. Það gerði
lítið gagn því að tjallinn át ekki grásleppu en við áttum að
landa í Bretlandi. Eftir holið var haldið áfram austur með Norð-
urlandi. Rétt þegar við vorum komnir í Reykjafjarðarál skall á
norðan stormur með miklu frosti. Áfram héldum við. Þegar við
komumst loks í var við Grímsey var dallurinn orðinn einn
ísklumpur. Þarna lágum við í sex klukkutíma við að berja ísinn
af skipinu. Síðan var haldið áfram austur með Norðurlandi og
enn hlóðst ísinn á skipið enda sama norðan rokið og frostið.
Þegar við komum fyrir Langanes var komið lens og þá var
hægt að berja ísinn af án þess að stoppa. Þegar við komum suð-
ur í Lónsdýpi var enn sami norðan stormur en munurinn sá að
við vorum komnir í landvar. Gallinn var hins vegar sá að þarna
var engan fisk að hafa.
Þá var haldið áfram vestur með landi og ekki stoppað fyrr en
við vorum komnir suðvestur af Geirfuglaskeri á svipuðum stað
og Surtsey reis úr hafi. Þarna voru hörsl (harðir blettir) og þar
fengum við góðan afla af stórri ýsu.
Örlög fyrsta gúmmíbjörgunarbáts
íslenska flotans
Níu dögum frá því að við fórum að heiman lögðum við af stað
til Englands með viðkomu í Vestmannaeyjum. Þar komu um
borð þrír Englendingar sem farþegar.
Yfir hafið gekk allt tíðindalaust en þegar við áttum um 10
sjómílur í Spurn-vitaskipið ákvað ég að hafa bátaæfingu. Það
stóð svoleiðis á flóði að það var tími til þess. Eftir Nýfundna-
landsveðrið var settur einn plastbátur á Mánann og stór bóma
á bátaþilfarið til þess að sjósetja hann. Nú gerðu menn sig klára
en veðrið gat varla verið betra, nær logn en dálítil undiralda.
Bretarnir fylgdust spenntir með.
Nú er báturinn hífður upp úr festingum og gekk vel. Næst er
bómunni snúið út til stjórnborða og gekk það líka vel. Báturinn
HDS 10/20-4 M
30-200 bör
500-1000 ltr/klst
HDS 8/17-4 M
30-170 bör
400-800 ltr/klst
HDS 5/11 U/UX
110 bör
450 ltr/klst
1x230 volt
Gufudælur
Aflmiklir vinnuþjarkar
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
Texti og myndir: Ragnar Franzson
með Þorkeli Mána
Þorkell Máni á leið úr Reykjavíkurhöfn.
Staðið í aðgerð um borð í Þorkeli Mána.