Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Qupperneq 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Qupperneq 20
20 – Sjómannablaðið Víkingur Að þessu sinni var ráðstefna félag- anna er standa að Farmanna og fiskimannasambandi Íslands (FFSÍ) haldin í Borgarnesi. Hér ræðir um Félag skipstjórnarmanna, sem er þeirra lang- samlega stærst, Félag íslenskra loft- skeytamanna (FÍL), Skipstjóra- og stm. fél. Verðandi og Skipstjóra- og stm. fél. Vísi Suðurnesjum. Vegið að launum sjómanna Það var létt yfir mannskapnum þótt um- ræðuefnin væru sum hver ansi alvarleg. Til dæmis fannst mönnum það grátt gaman ef veiðigjaldið ætti hafa áhrif á laun sjómanna, eins og hótað er, enda af og frá að láta skattheimtu stjórnvalda ráða launum með þessum hætti. Önnur ósvinna væri afnám sjómanna- afsláttar. Það væri gott og blessað að tala um Ísland sem hluta af norræna velferð- arsamfélaginu, líkt og pólitíkusarnir gera í upphafningu andans. Verra væri hins vegar þegar verkin fengju ekki að tala líkt og tungan. Staðreyndin er sú, vilja formennirnir benda Alþingismönnum á, að sjómenn hinna Norðurlandanna njóta margfaldra hlunninda umfram þau sem nú á að taka af íslenskum sjómönnum. Sjáið nú að ykkur alþingismenn, skilið sjómönnum til baka þessum rétti er þeir hafa notið í meira en hálfa öld, hljóma skilaboðin frá formannaráðstefnu FFSÍ 2013. Og enn voru rædd launamál: „For- mannaráðstefna FFSÍ haldin 23. og 24. nóvember 2012 skorar á ríkisstjórnina að takmarka leiguframsal innan fiskveiði- ársins, jafnframt verði veiðiskylda stór- aukin ( að lágmarki í 80%) innan fisk- veiðiársins.“ Í greinargerð með þessari samþykkt er hnykkt á þeirri staðreynd að leiga afla- heimilda er ávísun á misferli við launa- uppgjör sjómanna og kemur í veg fyrir að sjómenn geti treyst því að hafa tekjur í samræmi við útgefnar veiðiheimildir skipa. Þá var skorað á Samkeppnisstofnun að kanna „nú þegar hvort sala og verð- lagning á fiski í beinum viðskiptum milli aðila standist samkeppnislög.“ Allra best væri ef allur afli væri „verð- lagður í gegnum fiskmarkað eða afurða- verðstengdur“, var samhljóma niðurstaða fundarins er skoraði á stjórnvöld að beita sér þegar í málinu enda verða hinar lát- lausu deilur um fiskverð ekki kveðnar niður með öðrum hætti. Skipstjórnarmenn og skrifstofuvinnan Fram hjá því verður ekki lengur horft að skrifstofusetur skipstjórnarmanna um borð í skipum verða sífellt lengri og ábyrgðin vex að sama skapi. Sett hafa verið upp kerfi mikillar pappírsvinnu, til dæmis HACCAP, til að rekja megi upp- runa afurðanna. Þessarar miklu og sífellt vaxandi vinnu sér þó hvergi stað í launa- töxtum. Þess vegna krefst formannaráð- stefnan þess að hlutir skipstjórnarmanna verði sem hér segir: Skipstjóri 2,25 hlutir. Yfirstýrimaður 1,75 hlut. Annar stýrimaður 1,5 hlutir. Vanræksla og hugsunarleysi hins opinbera Annars sætir það furðu hvað hið opin- bera hefur látið hagsmuni sjómanna sitja á hakanum í ýmsum efnum. Sjáið til dæmis sjóferðabækurnar, bentu for- mennirnir á. Fyrir sjómenn eru þær eins og vegabréf hins almenna borgara en samt hefur ríkið ekki treyst sér til að laga þær að kröfum Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar. Fyrir vikið hafa íslenskir sjó- menn í alþjóðlegum siglingum ítrekað lent í þeim ömurlegu aðstæðum þegar lagst er að bryggju að mega ekki skreppa í land. Og það sem verra er, þeim hefur verið meinað að skipta um skipsrúm vegna þess einfaldlega að sjóferðabókin þeirra þótti ekki tæk. Og þetta gerist þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi skuldbundið sig til að fara í einu og öllu að reglum um slíkar bækur. Birgir Sigurjónsson. Stund milli stríða. Frá vinstri, Ólafur P. Steingrímsson, Jóhann Ingi Grétarsson, Eiríkur Jónsson, Ægir Steinn Sveinþórsson og Friðrik Höskuldsson snýr baki í lesandann, í svörtum leðurjakka (sýnist mér). Fyrir utan gluggann ræða málin, Vignir Traustason og Sigtryggur Gíslason. Það var samhljóða álit formannanna að tryggja yrði Landhelgisgæslu Íslands nægt fjármagn til þess að halda varðskipunum í fullum rekstri allt árið. Margra ára fjársvelti Gæslunnar ógnaði öryggi bæði sjómanna og landsmanna allra. Reynir Björnsson og Ólafur Karvel Pálsson mættir til ráðstefnunnar þar sem meðal annars var samþykkt að beina þeim tilmælum til sameigin- legrar samninganefndar fiskimanna að kvika í engu frá þeim árangri sem náðst hefur í slysatryggingu fiskimanna.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.