Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Síða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Síða 24
24 – Sjómannablaðið Víkingur „Nei“, sagði ég, „við erum Íslendingar.“ „Já, og áttu heima hérna?“ sagði hann og benti upp í fjallshlíðina. „Nei“, sagði ég. „Borgin okkar heitir Reykjavík. Við eigum heima þar.“ „Ó“, sagði hann. „Þetta er svo líkt hér og heima.“ Og mér fannst kenna trega í rödd hans. Ég spurði hann hvar hann hefði lært enskuna. „Af bókum“, sagði hann. Hann kom einu sinni eða tvisvar yfir í bátinn okkar eftir þetta. Mér fannst hann viðræðugóður og forvitinn um okkur Íslendingana og eitthvað gat ég sagt hon- um. Við vorum jafnaldra – tuttugu og tveggja ára. Og svo var komið að því að umstanginu við kafbátana lyki. En áður en því lauk að fullu var áhöfnunum boðið til einskonar kveðjuhófs í Blenheim. Við fluttum þá þangað og biðum þeirra til bakferðar. Það voru fjórar ferðir. Þessi viðræðufélagi minn var með í einni ferðinni og eitthvað gátum við spjallað saman þá stuttu stund sem ferðin tók. Ég man það eitt að ég spurði hann hvernig væri að vera á kafbáti og hann sagði að það væri betra að vera undir yfirborðinu en ofan í stríði. Það man ég að á meðan við biðum þeirra við Blenheim var ég að spjalla við hann Guðmund, sem oftar, og hann sagði við mig á sinn vinalega og létta hátt hvort ég talaði rússnesku líka – hefði séð að ég og Rússinn vorum að tala saman. Og ég svaraði að við hefðum verið að bulla á ensku. Mörgum árum seinna þegar ég sagði einum kunningja mínum þetta sem ég hefi hér skrifað sagði hann bæði í gríni og alvöru að líklega væri ég eini Íslend- ingurinn sem hefði rætt við rússneska kafbátsmenn við svona óvenjulegar aðstæður. Og ég gat aðeins sagt – Kannski.“ Árásir bannaðar á kafbáta – í einn sólarhring Kafbáturinn S-51 hélt förinni áfram frá Hvalfirði 16. janúar 1943 og kom til hafnar á Kólaskaga 24. sama mánaðar, fyrstur Kyrrahafskafbátanna. Hinir kafbátarnir höfðu viðkomu í Rosyth í Skotlandi þar sem ferð þeirra tafðist um hríð vegna endurbóta sem Bretar gerðu og vegna leiðangra sem nokkrir kafbátanna voru sendir í norður í Barentshaf í leit að þýskum herskipum áður en förinni var haldið áfram. Kafbáturinn S-51 í höfn á Kólaskaga. Kafbáturinn S-56 sem er til sýnis í Vladivostok er sömu gerðar og S-51 og sigldi með honum yfir hálfan hnöttinn til Múrmansk veturinn 1942 – 1943 til þess að berjast við þýska flotann á Barentshafi. Nokkrir sjóliðar í áhöfn flotkvíarinnar Admiralty Floating Dock XVII sem sigldi með henni til Ástralíu. MEISTARAVERK Magnúsar Þórs holabok.is/HOLAR@HOLABOK.IS Hitler leit svo á að norðurslóðir væru örlagasvæði seinni heimsstyrjaldarinnar. Hann óttaðist innrás í Noreg frá Íslandi ... Sjá úr bókinni á: http://issuu.com/magnusthor/ docs/navigi-issuu Návígi á norðurslóðum er sjálfstætt framhald metsölu- bókarinnar Dauðinn í Dumbshafi.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.