Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Side 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Side 25
Sjómannablaðið Víkingur – 25 Hvorugt viðgerðarskipanna í Hvalfirði hafði rétta efnið sem þurfti til smíði á nýjum stýrisuggum á L-15. Í stað þess að bíða eftir að efni bærist til landsins var ákveðið að kafbátnum skyldi siglt til Skotlands til viðgerðar. Hélt hann frá Hvalfirði um hádegi 4. febrúar í fylgd tveggja vopnaðra breskra togara, HMT Fetlar og HMT Bute, enda ófær um að leita skjóls neðansjávar. Sigling kafbáta um Atlantshaf var mikið hættuspil. Fjöldi skipa og flugvéla banda- mann var á sífelldu sveimi í leit að þýskum kafbátum og réðust umsvifalaust til atlögu. Þótt tilkynnt væri um ferðir vinveittra kaf- báta fyrirfram var sú hætta ávallt fyrir hendi að ráðist yrði á þá í misgripum. Eina örugga leiðin var því að banna árásir á alla kafbáta á tilteknu hafsvæði á meðan búast mætti við umferð vinveitts kafbáts þótt vænta mætti að um leið kynni óvinakaf- bátur að sleppa við árás. Árásir voru því á bannaðar á alla kafbáta á siglingarleið L-15 frá Íslandi fyrsta sólarhring ferðarinnar til Skotlands. Við komuna til Skotlands beið yfirmað- ur kafbátadeildarinnar, Alexander Tri- polski, sem stigið hafði frá borði S-51 í Hvalfirði og haldið á undan til Skotlands til þess að stjórna kafbátum sínum þar. L-15 og S-54 voru síðastir til þess að ljúka þessari löngu og viðburðaríku ferð sovésku Kyrrahafskafbátanna um hálfan hnöttinn til nýrrar heimahafnar sem lauk 7. júní 1943. Sovésku Kyrrahafskafbátarnir héldu uppi eftirliti og árásum á þýsk skip og kafbáta á Barentshafi og með ströndum Norður- Noregs ásamt öðrum kafbátum Norðurflota Sovétríkjanna. S-54 og S-55 hurfu báðir með allri áhöfn á Barentshafi síðar í stríðinu en hinir þrír, L-15, S-51 og S-56 urðu ekki fyrir skakkaföllum. Heimildir: Submarines of the Russian and Soviet Navies, 1718-1990 eftir Norman Pol- mar og Jurrien Noot. It seems almost impossible!, Soviet Submarines sail across the Seven Seas (http://www.oocities.org/dutcheastindies/soviets.html sótt 13. maí 2012) Skýrsla breska flotaforingjans á Íslandi til flotastjórnarinnar, 9. júlí 1943, í breska þjóðskjalasafninu. Dagbók bandarísku flotastjórnarinnar á Íslandi, janúar og febrúar 1943, í bandaríska þjóðskjalasafninu. Dagbók bandaríska viðgerðarskipsins USS Vulcan, janúar og febrúar 1943 í bandaríska þjóðskjalasafninu. Alfræðivefurinn Wikipedia (http://en.wikipedia.org). Óskar Þórðarson frá Haga: Bréf með frásögn til höfundar. Breska birgða- og viðgerðarskipið HMS Blenheim þjónaði breskum herskipum í Hvalfirði á árunum 1942 – 1944. Skipið var smíðað sem flutningaskip árið 1919 en keypt fyrir breska flotann í upphafi síðari heims- styrjaldar og breytt í móðurskip fyrir tundurspilla og fylgdarskip með skipalestum. Breska flotkvíin AFD 17 sem kafbáturinn L-15 var tekinn upp í til viðgerðar í janúar 1943 var dregin frá Hvalfirði áleiðis til Ástralíu 22. september 1944. Drættinum lauk í Sidney eftir viðburðaríka ferð í júní árið eftir. AFD 17 var sömu gerðar og smærri flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.