Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Blaðsíða 26
26 – Sjómannablaðið Víkingur Arnbjörn heldur áfram að sækja í reynslubankann, lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Það skal skýrt tekið fram að Arnbjörn er vitaskuld Ólafsson en ekki Óskarsson eins og misritaðist í síðasta tölublaði. Afsakaðu klaufaskapinn, Arnbjörn. Salan gekk til baka Faðir minn var búinn að eiga inni um- sókn um smíði á nýjum báti frá 1955. Og í byrjun árs 1959 kom loksins svar um að okkur væri heimil smíði. Egill Þorfinnsson hafði hálflofað pabba 1955 að teikna bát fyrir hann, en núna 1959, var hann kominn í samkrull við Kristján Gíslason í Reykjavík og jú við gátum fengið teikningu, en þeir urðu að vera umboðsmenn fyrir smíðina. Sá gamli var ekki alveg á því, hann gat fengið bátinn smíðaðan í gegnum æskuvin sinn, Geir Jónsson, sem rak fyrirtækið Jónsson og Júlíusson á sama stað í Vestur Þýska- landi, sem þá var. Geir vildi líka gefa okkur eftir helming af umboðslaunum sínum, til að fá auglýsingu heima um fallegan bát. Það varð úr að við flugum norður til Akureyrar og sömdum við Tryggva Gunnarsson bátasmið um að teikna fyrir okkur 73 tonna trébát en um smíðina var samið við skipasmíðastöð í Trave- munde, rétt við austur-þýsku landamær- in og átti báturinn að vera klár um miðjan mars 1960. Kaupandi að Sæborginni kom fljótlega og mig minnir að það væri leigubílstjóri úr Reykjavík, ekki man ég nú hvað hann hét. Hann var búinn að skrifa undir kauptilboð og borga kaupfestu, mig minnir 100.000 kr. Ég sagði því upp öllum mannskapnum. Hörður bróðir, vélstjóri, réði sig á síld og hinir tvístr- uðust í allar áttir. Báturinn var tekinn í slipp og málaður. Kaupandinn kom og gerði engar athugasemdir. Ég var farinn að leita mér að plássi. Þá komu allt í einu skilaboð um að kaupandinn væri hættur við og afsökunin, sem hann gaf var sú að hann hefði misst skipstjórann. Nú voru góð ráð dýr, ég búinn að missa allan mannskap, en það er eins og máltækið segir, eins nauð er annars brauð. Nágrannar okkar, þeir Óli Björns og Hróbjartur Guðjónsson voru með lítinn bát, Baldur, á humarveiðum og voru svo óheppnir að vélin brotnaði í bátnum. Svo það varð úr að við fengum lánaða gálga og hlera hjá þeim og fórum á humartroll. Það gekk bara vel að fá menn, vélstjóra þekkti ég vel, Braga Sig- urðsson, alinn upp í næsta húsi við mig í Keflavík. Stýrimann fékk ég, reyndan og þekktan togaramann Erling Klemensson, því ég var alveg reynslulaus, hafði bara verið eitt sumar á trolli, 15 ára eftirtekt- arlaus krakki. Veiðarnar gengu svona sæmilega, rif- um mikið á meðan við vorum að kynn- ast veiðisvæðunum, sem voru aðallega norðan við Eldey og djúpt á Hafnar- leirnum. Svo voru flök á sumum bleyð- unum, sem vont var að varast, sérstak- lega áður en staðsetningatæki, eins og Radarinn, komu til sögunar. Þetta var með því fyrsta, sem humarveiðar voru stundaðar. Mig minnir að Einar Sigurðs- son á Aðalbjörgu frá Reykjavík hafi byrjað að veiða humar árið 1953 og landaði honum í lítið frystihús suður í Höfnum. Undir lok humars úthaldsins, kom kaupandi að Sæborginni, Fiskur hf. Í Hafnarfirði. Þetta var lítið frystihús vestan við sundlaugina, vestur á mölun- um, eins og svæðið var kallað. Það fylgdi sölunni að áhöfnin fylgdi með og bát- urinn færi á reknet fram að jólum. Við áttum að skila bátnum til nýju eigend- anna 1. september. Humarveiðin dróst mikið saman í byrjun ágúst Ég hafði heyrt talað um góðar fiskibleyður, beggja megin við Eldeyjar skerin, en var algjör- lega ókunnur þar. Svo að við fengum með okkur þrælvanan snörvoðarmann, Svein Vilbergsson til að prufa að kasta, Arnbjörn H. Ólafsson Annar hluti Ég og Hörður bróðir við Jón Guðmundsson árið 1960.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.