Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Page 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Page 40
40 – Sjómannablaðið Víkingur Hallgrímur Guðmundsson var skip- stjóri á Þórólfi þegar ég var þar á árunum 1946-48. Eftir að ég kláraði Stýrimannaskólann 1950 var ég með honum á Þorkeli Mána sem annar stýri- maður. Þórólfur var gott skip og Hall- grímur skipstjóri fiskaði vel og var vel látinn af öllum. Fengu aðeins fastakaupið og lifrarpeninga Það er margt breytt frá því sem þá var. Til dæmis var hluti af kolaboxunum tekinn undir fisk. Þá var hægt að troða 30 tonnum af fiski í skipið til viðbótar. Það var túnell, eða göng, í gegnum kolaboxin fram í fremstu kolastíuna en úr henni var alltaf brennt fyrst. Einhver hásetinn var þá látinn í það að lempa. Hann varð að skríða með körfu í gegnum endilöng göngin, moka í hana kolum, og draga svo á eftir sér til baka, hálfboginn, því ekki var hægt að standa uppréttur í göngunum. Þessu var haldið áfram þar til stían var tóm – Þórólfur brenndi 10-12 tonnum af kolum á sólarhring – en þá var smúlað og gert klárt fyrir fisk. Þrátt fyrir þetta óhagræði þurfti samt alltaf að setja kol í fremstu stíuna, annars hefðu þau ekki enst túrinn. Maður þurfti bara að passa að hafa alltaf nóg af kolum aftur á fírplássi fyrir kyndarann. Þegar þetta var stóðum við 12 tíma á dekki og hvíld- um 6. Eftirsótt var að komast í siglingar, ekki síst vegna launanna. Allir yfir- mennirnir, vélalið, kokkur og loft- skeytamaður, sigldu auðvitað alltaf en bara fjórir óbreyttir svo við hásetarnir sigldum bara þriðja eða fjórða hvern túr sem gat komið dálítið misjafnt niður á tekjum manna. Fyrirkomulagið var nefni- lega þannig að aðeins þeir sem sigldu fengu prósentur af sölunni en hinir, sem voru heima í siglingafríi, fengu bara fastakaupið og lifrarpeninga. Þetta breyttist víst seinna. Þórólfur var alltaf með hæstu skipum en mig minnir að tekjurnar hafi verið um 35.000 á ári. Þá hefur tímakaupið verið um 6 kr á tímann fyrir 16 tíma vinnu á sólarhring, nótt sem dag, ef þetta er þá rétt reiknað hjá mér. Á hliðina Minningarnar renna orðið svolítið út í eitt hjá manni. Þó er eitt atvik sem ég man vel en varð þó ekki vitni að sjálfur en auðvitað fékk maður fréttirnar þegar félagarnir komu í land. Þetta var þegar Þórólfur lagðist á hliðina og hefur vísast ekki munað miklu að allt færi á versta veg. Skipið var að koma heim úr sölutúr en ég var þá í siglingafríi. Svo eru þeir staddir skammt vestur af Vestmanna- eyjum á bullandi lensi þegar stór sjór reið undir hekkið, lyfti skipinu upp og lagði á hliðina. Í Englandi voru alltaf tekin kol í fiskilestina. Nú köstuðust þau út í aðra síðuna og allar ristarnar í eld- kolunum duttu niður en við það hvarf allur gufuþrýstingur af vél- unum. Nú voru þeir þarna vélarvana á hliðinni með sjó inn á lúgur. Ekki var um annað að gera en að reyna að rétta skipið við. Þeir fóru því í lestina að moka kolum yfir í hina síðuna með lúgurnar skálkaðar. Það var því engin undankomuleið ef togarinn hefði farið yfir. Eftir 24 tíma mokstur tókst þeim loks að rétta hann við það mikið að hægt var að kveikja undir katlinum og halda áfram til Reykjavíkur. Gunnar Guðmundsson B.v. Þórólfur RE 134 er næstur okkur í togararöðinni nær. Fyrir aftan hann, á endanum (lengst til vinstri), er nýsköpunartogarinn Karlsefni. Myndin sýnir Reykja- víkurhöfn í langa verkfallinu árið 1950. Mynd: Aðalbjörn Haraldsson. Aðgerð um borð í Þorkeli Mána. Mynd: Ragnar Franzson.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.