Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Síða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Síða 42
42 – Sjómannablaðið Víkingur Á árunum 1972 til 1999 starfaði ég sem lögfræðingur og skrifstofu- stjóri samtaka útvegsmanna. Þá sá ég einnig í um 15 ára skeið um skipasölu og skipaleigu, sem rekin var á vegum samtakanna. Var þetta oft ærinn starfi og iðulega miklar tarnir, þótt ekki kæmi annað til. Siglingatúrarnir Einn starfsmannanna samtakanna hafði það verkefni meðal annars að sjá um siglingatúra, en á þessum árum var oft mikil ásókn í siglingar með ferskan fisk til Bretlands og Þýzkalands og komust ekki alltaf allir að sem vildu, sérstaklega í jóla- og áramótatúrana. Var sérstaklega lagt að mönnum að láta vita, ef þeir hættu við túrinn, svo annar gæti hugsan- lega fengið plássið. Þeir sem fengu úthlutaðan siglingatúr urðu að fara eftir ákveðnum leikreglum. Ein af þeim var að tilkynna til skrifstof- unnar, hvenær þeir hæfu veiðar og með ákveðnu millibili, hve mikinn afla þeir væru komnir með og í lokin, hvenær þeir legðu af stað í siglingatúrinn og áætlaðan lokaafla. Vildi stundum verða misbrestur á því, að menn virtu þessar leikreglur, sérstaklega þeir sem voru að sigla í fyrsta skipti eða sigldu sjaldan, en auðvitað voru alltaf trassar hér sem annars staðar. Af hálfu fiskmarkaðanna úti var eðlilega lögð mikil áhersla á það, að fá að fylgjast með því jöfnum hönd- um, hvernig aflaðist og hversu miklu magni mátti búast við til sölu á viðkom- andi markað, því auðvitað skipti fram- boð og eftirspurn miklu máli á slíkum uppboðsmörkuðum. Símtal við konu Eitt skipti sem oftar var þessi starfsmað- ur, sem þá sá um siglingatúrana, forfall- aður vegna veikinda. Þurfti ég þá að setja mig fyrirvaralaust inn í það, sem var í gangi og sjá til þess að þeir, sem fengið höfðu úthlutun færu eftir þessum leik- reglum. Sé ég þá að þetta var svo sem allt eftir bókinni og í góðu lagi, nema hvað einn bátur úr Ólafsvík, sem ætlaði að veiða ufsa í net og sigla til Bremer- haven, hafði bara meldað sig á veiðar en aldrei tilkynnt neitt um það, hvað hann væri búinn að fiska mikið, þótt tímans vegna ætti báturinn að vera í þann veg- inn að leggja af stað í siglinguna. Hringdi ég um borð í bátinn til að fá þessar upplýsingar hjá skipstjóranum, en enginn ansaði þar, þótt ég reyndi ítrekað. Var þá ekki annað fyrir mig að gera en að prófa að hringja heim til konu út- gerðarmannsins, en hann var jafnframt skipstjórinn á bátnum. Konan kemur í símann og samtal okkar verður eitthvað í þessa veru eftir að ég hafði kynnt mig: JH. Heyrðu! Ég næ ekki sambandi við manninn þinn. Ég ætlaði að spyrja hann, hvernig aflabrögðin hefðu verið hjá hon- um. K. Jú, jú. Það hefur bara gengið vel hjá honum að fiska. Ég talaði við hann í morgun í símann. Hann var þá búinn að fá fimm fiska. JH. Fimm fiska! Er hann ekki búinn að fá meir en fimm fiska eftir allan þenn- an tíma? K. Já, en þetta eru allt saman vænir fiskar! JH. Mér er andskotans sama! Það fer enginn í siglingatúr til Þýskalands með bara fimm fiska! K. Ha! Siglingatúr! Nei nei. Hann hætti fljótt við siglingatúrinn og kom heim. Hann hefur gleymt að láta ykkur vita af því. Það var ekkert að hafa þarna í ufsanum. Hann skellti sér í staðinn í Norðurá og fékk strax einn mjög vænan lax og hinir sem hann veiddi fljótt á eftir voru líka allir vænir. Þetta líka fína veiðiveður búið að vera þarna í Borgar- firðinum undanfarna daga. JH. Virkilega! En gaman! Félag skipstjórnarmanna óskar félagsmönnum sínum og aðstandendum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. – Þökkum samstarfið á líðandi ári. Jónas Haraldsson Í Grimsby 1964. Næst okkur á myndinni er enskur togari en síðan koma íslensku skipin; Karlsefni RE 24, Fylkir RE 171 og Röðull GK 518. Fjærst er enskur togari og snýr síðunni að okkur. Mynd: Jónas Haraldsson.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.