Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Qupperneq 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur
Stungu af
Saksóknari Frakklands hefur farið fram á 4-5 ára fangelsisdóm
yfir skipstjóra og yfirstýrimanni tyrknesks flutningaskips, Ocean
Jasper, sem í ágúst 2007 sigldi niður franskt fiskiskip. Auk þess
að dæma þá til fangelsisvistar fer saksóknarinn fram á að þeim
verði óheimilt að starfa um borð í stærri skipum en 500 tonn-
um. Hvorugur mannanna mættu til fyrirtöku málsins en þeir
eru báðir frá Azerbaijan en gefin hefur verið út alþjóðleg hand-
tökuskipun á hendur þeim. Skip þeirra, sem er 2.800 tonn að
stærð, var á siglingu 60 sjómílum norður af Ushant á Brittany
skaganum þegar það sigldi á fiskiskipið Sokalique sem sökk og
fórst skipstjóri þess. Þeir skipverjar sem komust af kölluðu á
neyðartíðnum eftir aðstoð og skutu upp neyðarflugeldum en
engin viðbrögð urðu um borð í flutningaskipinu sem hvarf á
braut. Eigandi skipsins var einnig ákærður en saksóknarinn
ákvað þó að draga hana til baka en óskaði eftir að hann hlyti
sekt upp á 300 þúsund evrur. Ekki er búist við að dómur falli í
málinu fyrr en 22. janúar á næsta ári.
Argentínumenn í vanda
Komin er upp sérstök milliríkjadeila milli Ghana og Argentínu
sem litlar líkur eru á að lausn finnist á á næstunni. Flaggskip
argentínska flotans, seglskipið Libertad, kom í kurteisisheim-
sókn til Tama í Ghana í byrjun október s.l. en um borð voru á
fjórða hundrað sjóliðar og lærlingar. Áttu skipverjarnir ekki von
á öðru en að eiga þar ánægjulegar stundir en brátt dró ský fyrir
sólu. Dómari í Ghana hafði fengið beiðni um kyrrsetningu
skipsins vegna skulda argentínska ríkisins við lánasjóð sem fjár-
magnaður var af Bandaríkjamanninum Paul Singer sem er einn
af aðalstyrktaraðilum Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum.
Í meira en áratug höfðu Singer og aðrir lánadrottnar hundelt
argentínsk stjórnvöld í dómsölum um allan heim til að inn-
heimta skuldirnar en án árangurs. Búðið var að freista þess að
kyrrsetja Libertad í Bremerhaven árið 2002 en án árangurs. Þá
var einnig reynt nokkrum sinnum að kyrrsetja forsetaflugvél
landsins þegar hún lenti í öðrum löndum og sama var um
flugvélar ríkisflugfélagsins Aerolineas Argentinas. Argentínsk
stjórnvöld mótmæltu kyrrsetningu Ghanadómstólsins á þeim
forsendum að um væri að ræða herskip er hefði komið til
landsins í hernaðarlegum tilgangi en samþykktir Sameinu þjóð-
anna vernda slík skip fyrir kyrrsetningum. Dómstóllinn hafnaði
þessum rökum ásamt því að benda á að þarlend lög vernduðu
ekki hernaðartól. Var niðurstaða þeirra að skipið skyldi kyrrsett
þar til argentínsk stjórnvöld virtu niðurstöður bandarískra dóm-
stóla um greiðslu 1,6 milljarða dollara til lánasjóðsins. Dómar-
inn benti á að unnt yrði að leysa skipið úr kyrrsetningu gegn 20
milljón dollara tryggingu. Ekki eru miklar líkur á því að skipi
eigi eftir að halda úr höfn undir fána Argentínu ef marka má
yfirlýsingar forseta landsins, frú Cristina Kirchner, sem segist
ekki ætla að borga krónu til að leysa málið og hefur hafnað öll-
um samningaviðræðum við lánadrottna sem þröngvuðu dóma-
ranum til kyrrsetningarinnar. Því er við að bæta að forseti lands-
ins nýtur lítilla vinsælda fyrir þetta sem og aðra stjórnarhætti
sína. Um borð í skipinu voru 320 menn og konur auk 15 Síle-
búa sem nú hafa því sem næst öll haldið heimleiðis en aðeins er
eftir um borð lágmarksáhöfn til að sigla skipinu burtu ef það
einhverra hluta vegna losna. Á hinn bóginn er skipið farið að
angra hafnaryfirvöld í Tema sem tapa hafnargjöldum daglega á
því sem og því bryggjuplássi sem skipið tekur.
Handtóku rússneska sjómenn
Samskipti Rússlands og Nígeríu hafa versnað hratt að undan-
förnu sem rekja má til handtöku fimmtán rússneskra sjómanna
sem og ráns á öðrum 15 sjómönnum á innan við viku í október
s.l. Fyrra atvikið átti sér stað í Lagos en öryggisskip fyrir olíu-
borpalla, Myre Seadiver, kom þar til hafnar og fundu hermenn
við leit í skipinu 14 AK-47 vélbyssur, 22 skammbyssur og nokk-
ur þúsund skot. Skipið hafði verið við vinnu í Adenflóa en var
nýlega fært til Nígeríu og kom til hafnar í Lagos til að taka kost.
Hafa skipverjarnir verið ákærðir um vopnasmygl en þeir höfðu
haft vopnin til að verjast sjóræningjum í Adenflóa. Síðara atvik-
ið var þegar nígerískir sjóræningjar hertóku dráttarbátinn og
birgðaskipið Bourbon Liberty 249 og tóku til fanga alla skip-
verjanna. Skipið var undir hollensku flaggi en rekið af sama
aðila og Myre Seadiver. Rússneskir heimildamenn hafa bent á að
stjórnvöld í Nígeríu hafi reynt að fá sjóræningjana til að hækka
lausnargjaldið fyrir skipverjanna.
Vantar yfirmenn
Nú er farið að gæta alvarlega skorts á kínverskum yfirmönnum
að sögn formanns sjómannaskóla í Shanghai. Á nokkrum árum
hefur vöntunin farið úr 18 þúsund í 23 þúsund yfirmenn og
ástandið fer versnandi. Um 54 þúsund stunda yfirmannanám
þar í landi en aðeins einn þriðji hluti þeirra mun uppfylla kröf-
ur til starfa.
Skemmtiferðaskip kyrrsett
Í lok maí s.l. lést gríski útgerðarmaðurinn George Potamianos
sem átti og rak Classic International Cruises. Það þykir nú ekki
fréttnæmt á Íslandi þótt grískur útgerðarmaður falli frá en fráfall
hans gæti haft áhrif á túristastreymið hingað til lands á næsta
sumri. George hóf afskipti af útgerðum farþegaskipa árið 1976,
þá í Portúgal. Hann hafði gengið svo frá málum að við andlát
sitt átti sonur hans að taka við útgerðinni en hann hafði líklega
ekki gert ráð fyrir því að viðskiptabankar útgerðarinnar hefðu
aðra skoðun. Bankarnir drógu til baka alla fjármögnun til út-
gerðarinnar með þeim afleiðingum að öll fimm skemmtiferða-
skip útgerðarinnar voru kyrrsett og útgerðin varð gjaldþrota.
Útgerðin hafði rekið skip sem voru í eldri kantinum, og er þá
Utan úr heimi
Hilmar Snorrason skipstjóri
Athena að koma til hafnar í Reykjavík en ekki er víst hvort skipið muni eiga
afturkvæmt hingað í kjölfar gjaldþrots.