Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Blaðsíða 45
Sjómannablaðið Víkingur – 45
vægt til orða tekið, en þau voru leigð til ferðaskrifstofa í
Evrópu. Fjögur þeirra hafa verið tíðir gestir í íslenskum höfn-
um undanfarin sumur en þau eru Athena, Princess Danae, Prin-
cess Daphne og Funchal. Fimmta skipið er Arion. Fimm hundr-
uð sjómenn misstu við þetta vinnu sína og það sem verra er að
þeir fengu ekki greidd laun. Algjör óvissa ríkir um skipin og því
óvíst hvort þau eigi nokkru sinni eftir að koma aftur hingað til
lands. Athena er elst skipanna en það var smíðað árið 1948 og
klauf þá Atlantsöldur sem Stockholm en reyndar klauf það
einnig ítalska farþegaskipið Andreu Doriu árið 1956. Yngsta
skip flotans er Arion smíðað árið 1965 eða 47 ára gamalt.
Stærsta gámaskip heims
Ég hef ekki lengur tölu á hversu oft ég hef kynnt stærstu gáma-
skip heims á þeim 23 árum sem ég er búinn að skrifa þessa
pistla en hér bætist enn einn slíkur pistill við. Árið 2006 varð E
gerð gámaskipa A.P. Møller, Emma Maersk, stærst allra gáma-
skipa allt þar til nú. Í fyrstu viku nóvember s.l. dró skugga fyrir
E gerðina þegar gámaskipið CMA CGM Marco Polo var afhent
frönsku eigendum sínum CMA CGM í Suður Kóreu. Marco
Polo er eiginlega hálfgerður blendingur þar sem útgerðin er
frönsk en skipið skráð í Bretlandi. Líklegast hefði Napoleon
aldrei trúað þessu enda segja gárungarnir að skipið tali með
frönskum hreim. Marco Polo er engin smásmíði eða 396 metra
langt, 56 metra breitt og ristir 16 metra. Það eru nokkrir gámar
sem um borð komast eða 16,020 TEU. Í lok næsta árs verða tvö
systurskip til viðbótar einnig afhent frá Daewoo skipasmíðastöð-
inni og verða þau einnig nefnd eftir landkönnuðum. Skipið
mælist rúm 157 þúsund burðartonn og knýr Wärtsilä aðalvél
skipsins það á 22,5 hnúta hraða. Um borð eru tenglar fyrir
1.100 frystigáma en nóg verður að flytja af þeim þar sem skipið
verður á siglingaleiðinni frá Kína til Evrópu með viðkomu í 15
höfnum. Það eru aðeins 13 skipverjar í lágmarksmönnun skips-
ins en klefar eru þó fyrir 30 manns. CMA CGM mun víst ekki
geta skreytt sig þeim fjöðrum lengi að eiga heimsins stærsta
gámaskip því nú er skammt stórra högga á milli.
Stærri skip á leiðinni
Nú er næstum ár í afhendingu á fyrstu skipum af nýju skipa-
gerð Mærsk Line hin svokölluðu Þreföld E gerð. Skipin, sem
verða 20 talsins, eru byltingarkennd hvað varðar alla umhverf-
iseiginleika. Bókstafurinn E þrefaldur táknar Economy of scale
(Stærðarhagkvæm), Energy efficient (Orkuhagkvæm) og Envi-
ronmentally improved (Umhverfisvæn) en skipin verða 400
metra löng og 59 metra breið. Þessi skip eru þremur metrum
lengri og fjórum metrum breiðari en E gerð skipafélagsins. Þá
bera skipin 2.500 fleiri gáma en hin gerðin eða 18.000 TEU. Þar
sem nýju skipin eru með djúpristu upp á 14,5 metra geta þau
ekki farið í gegnum Panamaskurðinn en Súezskurðurinn er
þeim fær. Eru skipin 400 metra löng, 59 metra breið og mælast
þau 165.000 burðartonn. Þar af leiðandi verða þau í siglingum
milli Evrópu og Asíu en aðeins verða fáar hafnir á ferðaleiðum
skipanna. Mikill undirbúningur er í gangi í þeim höfnum sem
skipin eiga að hafa viðkomur en samkvæmt áætlunum eiga
skipin að losa og lesta 7.000 gáma (TEU´s) á sólarhring en í dag
er metið einungis 6.000 gáma umskipun. Fyrirtæki í Svíþjóð,
Bromma, var fengið til að finna lausn á hraðari losun skipanna.
Hafa þeir komið með ýmsar lausnir en meðal þess er hönnun á
risagámagriplu sem getur híft tvo 40 feta gáma samtímis. Þegar
er APM Terminal í Rotterdam búnir að panta nokkra slíka til að
nota í nýju risagámahafnaraðstöðu þeirri sem verið er að byggja
við Massvlakte II. Með slíkri gámagriplu verða bæði skipsmenn
og hafnarstarfsmenn að passa upp á einsleiti gáma þegar þeir
eru að lesta gáma. Það verður spennandi að sjá hvernig þeir
muni auka umskipunarhraða skipanna með nýjungum í lestun-
arbúnaði. Nú er spurningin sú hversu mörg ár verða í að enn á
ný komi fyrirsögnin, „Stærsta gámaskip heims afhent“, þegar
búið verður að afhenda þessa skipagerð?
Sólarrafhlöður til sjós
Það eru fleiri tækninýjungar sem hafa litið dagsins ljós. Mitsu-
bishi Heavy Industry í Japan lauk smíði í sumar á 6.400 eininga
bíla- og trukka skipi fyrir Mitsui O.S.K. Lines (MOL) sem skýrt
var Emerald Ace. Hugmyndin bak við hönnun skipsins var að
spara olíu og minnka mengun frá skipinu meðan það lægi í
höfn. Er það búið sólarrafhlöðum sem hannaðar voru í sam-
starfi útgerðarinnar, skipasmíðastöðvarinnar og Panasonics.
Samanlögð orka frá þeim er 160 kW en á siglingu safna raf-
hlöðurnar 2,2 MWh orku á sérstaka rafgeyma sem síðan sjá
skipinu fyrir straumi meðan það liggur í höfn en þá er hinn
hefðbundni vélbúnaður stöðvaður. Í kaupskipum myndi sá
mikli rafgeymabanki sem nauðsynlegur er til að geyma slíkt
orkumagn draga svo úr burðargetu skips að ekki er talið að hag-
kvæmni sé í slíkri lausn en fyrir bílaskip er burðargetan ekki
vandamálið þar sem þau eru smíðuð með fasta kjölfestu til að
skipin hafi nægan stöðugleika og koma þar rafhlöðurnar að
góðum notum. Verkefnið var liður í verkefninu, „Næsta kyn-
slóð“, sem MOL fékk ríkisstyrk til í þeim tilgangi að þróa fram-
tíðarorkusparandi bílaskip.
Libertad, flaggskip argentínska flotans, hefur verið kyrrsett í Ghana vegna
ríkisskulda.
CMA CGM Marco Polo er nú stærsta gámaskip heims.
Emerald Ace er fyrsta skipið sem búið er sólarrafhlöðum til orkuöflunar þannig
að spara megi aðra orkugjafa þegar skipið er í höfn.