Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2012, Side 48
48 – Sjómannablaðið Víkingur
Hilmar Snorrason
1. sæti, Guðmundur Birkir Agnarsson.
Þá er hinu ánægjulega en erfiða verki
lokið að velja bestu ljósmyndir sjó-
manna þetta árið. Við fjórmenningarnir –
með Hilmar sem fimmta mann og í viss-
um skilningi burðarás þótt hann undir-
striki að hann sé aðeins starfsmaður
nefndarinnar – sátum drjúga stund með
sveittan skallann, pældum og deildum.
Það gerði hlutverk okkar ekki auðveld-
ara að þátttaka var góð, alls bárust
nokkuð á annað hundrað myndir í
keppnina, allar á stafrænu formi.
Hlutskörpust varð mynd Guðmundar
Birkis Agnarssonar. Verðlaun fyrir fyrsta
sæti eru ekki af verri endanum, nefnilega
ljósmyndanámskeið frá ljósmyndari.is
Í öðru sæti varð mynd Daða Ólafssonar
og í því þriðja mynd Davíðs Más Sig-
urðssonar.
Tólf myndir til viðbótar, auk vinnings-
myndanna, fara síðan áfram í ljósmynda-
keppni sjómanna á Norðurlöndum.
Okkar fulltrúar þar verða, auk vinnings-
hafanna, Bergþór Gunnlaugsson, Guð-
mundur St. Valdimarsson, Jón Kr. Frið-
geirsson, Svafar Gestsson og Þorleifur
Örn Björnsson.
Dómnefndin, Pálmi Guðmundsson, ritstjóri ljósmyndari.is, Árni Bjarnason, Jón Hjaltason, Hilmar Snorrason
og Jón Svavarsson ljósmyndari.